Sara sýndi sína upplifun af martröð heimsleikanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 08:31 Sara Sigmundsdóttir ræðir hræðilegu fréttirnar frá Texas á meðan hún bíður eftir flugi á JFK flugvellinum. Sara Sigmundsdottir Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur verið að sýna frá lífi sínu í reglulegum þáttum á Youtube og í þeim nýjasta sýnir hún frá því þegar hún mætti á heimsleikana daginn eftir hræðilegan atburð í fyrstu grein. Heimsleikarnir fóru fram þrátt fyrir að Lazar Dukic hafði drukknað í fyrstu grein. Sara var ekki meðal keppenda á heimsleikunum í CrossFit í ár en hún mætti til Texas til að kynna nýju fatalínu sína. Allt breyttist þó eftir þetta hræðilega slys á fyrsta keppnisdeginum. Í nýjasta þættinum má heyra Söru tala um fráfall Lazars en hún fékk fréttirnar áður en hún kom til Texas. Sara sýndi líka frá því hvernig var að koma á heimsleikana undir þessum sérstöku og erfiðu aðstæðum. Með þessu myndbandi má því líka sjá hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á bak við tjöldin á erfiðustu dögunum í sögu CrossFit íþróttarinnar. Var á æfingu þegar hún fékk fréttirnar „Ég var á æfingu í morgun þegar ég fékk óvænt skilaboð frá Snorra (Barón Jónssyni, umboðsmanni hennar) um að hugsanlega hefði einhver drukknað í fyrstu grein,“ sagði Sara við myndavélina þar sem hún sat og beið eftir flugi á JFK flugvellinum. Sara var þá á leið til Texas þar sem heimsleikarnir fóru fram. „Þegar þú heyrir svona fréttir þá hugsar þú: Þetta getur ekki verið eins slæmt og það hljómar. Það hlýtur eitthvað annað hafa gerst því þetta á ekki að geta gerst,“ sagði Sara. „Þetta var mikið áfall fyrir mig og hvað þá fyrir allt íþróttafólkið. Dagurinn hefur því farið í að senda frá mér ástar- og stuðningskveðjur og vonast til að þetta væri ekki satt. Því miður var þetta satt,“ sagði Sara. „CrossFit heimsleikarnir snúast um að efla samfélagið okkar og styðja við hvort annað,“ sagði Sara. „Þegar svona harmleikur verður þá viltu sýna fjölskyldu Lazars virðingu. Hann var mjög mikilvægur maður í CrossFit samfélaginu. Hann var með mjög opinn persónuleika og kom með gleði og léttar kyndingar í allar keppnir,“ sagði Sara. Þetta er bara martröð „Þetta er bara martröð og þetta er svo mikið sjokk fyrir alla,“ sagði Sara augljóslega mjög slegin. Hún vissi ekki á þeirri stundu hvað myndi gerast með framhaldið á leikunum því íþróttafólkið var á sama tíma að ræða framhaldið við skipuleggjendur. Svo fór að heimsleikarnir voru kláraðir. „Ég ætla samt sem áður að fara til Texas og bjóða öllum eins mikinn stuðning og ég get. Ég er ekki viss um að plönin okkar standi en þetta er bara harmleikur,“ sagði Sara. Sara sýndi síðan frá því þegar hún mætti til Texas. Hún leyfir áhorfendum að fylgja sér á meðan hún reynir að átta sig á því að þessi hræðilegi atburður hafði ekki verið draumur. „Því miður var þetta ekki vondur draumur,“ sagði Sara sorgmædd og bætti seinna við: „Þetta hefði getað verið hver sem er,“ sagði Sara og rifjaði upp þegar hún sjálf hefur lent í erfiðleikum með að anda eftir erfiðar æfingar. „Þetta var maður sem var svo góður hlaupari og svo góður sundmaður. Hvernig gat þetta gerst?,“ sagði Sara. Sara er þekkt fyrir einlægni sína og að koma til dyra eins og hún er klædd. Það er eins með þetta þegar hún reynir að melta það hvað hafði í rauninni gerst og hvað tæki við á heimsleikunum. Hér fyrir neðan má sjá allan þáttinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9t7VSj_FYaw">watch on YouTube</a> CrossFit Tengdar fréttir „Þetta er ekki stríð, þetta er íþrótt“ Besta CrossFit fólks heims beinir nú spjótum sínum að CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. 16. ágúst 2024 08:31 Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. 15. ágúst 2024 08:30 Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. 14. ágúst 2024 09:31 Sorgmædd Sara Sigmunds tjáir sig um andlát Lazar Dukic Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni. 13. ágúst 2024 23:31 Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. 13. ágúst 2024 08:30 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Hverjar ætla að elta Hauka? Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Trump yngri fjárfestir í og talar fyrir Ólympíuleikum á sterum Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Valdi flottasta búning deildarinnar Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Sjá meira
Heimsleikarnir fóru fram þrátt fyrir að Lazar Dukic hafði drukknað í fyrstu grein. Sara var ekki meðal keppenda á heimsleikunum í CrossFit í ár en hún mætti til Texas til að kynna nýju fatalínu sína. Allt breyttist þó eftir þetta hræðilega slys á fyrsta keppnisdeginum. Í nýjasta þættinum má heyra Söru tala um fráfall Lazars en hún fékk fréttirnar áður en hún kom til Texas. Sara sýndi líka frá því hvernig var að koma á heimsleikana undir þessum sérstöku og erfiðu aðstæðum. Með þessu myndbandi má því líka sjá hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á bak við tjöldin á erfiðustu dögunum í sögu CrossFit íþróttarinnar. Var á æfingu þegar hún fékk fréttirnar „Ég var á æfingu í morgun þegar ég fékk óvænt skilaboð frá Snorra (Barón Jónssyni, umboðsmanni hennar) um að hugsanlega hefði einhver drukknað í fyrstu grein,“ sagði Sara við myndavélina þar sem hún sat og beið eftir flugi á JFK flugvellinum. Sara var þá á leið til Texas þar sem heimsleikarnir fóru fram. „Þegar þú heyrir svona fréttir þá hugsar þú: Þetta getur ekki verið eins slæmt og það hljómar. Það hlýtur eitthvað annað hafa gerst því þetta á ekki að geta gerst,“ sagði Sara. „Þetta var mikið áfall fyrir mig og hvað þá fyrir allt íþróttafólkið. Dagurinn hefur því farið í að senda frá mér ástar- og stuðningskveðjur og vonast til að þetta væri ekki satt. Því miður var þetta satt,“ sagði Sara. „CrossFit heimsleikarnir snúast um að efla samfélagið okkar og styðja við hvort annað,“ sagði Sara. „Þegar svona harmleikur verður þá viltu sýna fjölskyldu Lazars virðingu. Hann var mjög mikilvægur maður í CrossFit samfélaginu. Hann var með mjög opinn persónuleika og kom með gleði og léttar kyndingar í allar keppnir,“ sagði Sara. Þetta er bara martröð „Þetta er bara martröð og þetta er svo mikið sjokk fyrir alla,“ sagði Sara augljóslega mjög slegin. Hún vissi ekki á þeirri stundu hvað myndi gerast með framhaldið á leikunum því íþróttafólkið var á sama tíma að ræða framhaldið við skipuleggjendur. Svo fór að heimsleikarnir voru kláraðir. „Ég ætla samt sem áður að fara til Texas og bjóða öllum eins mikinn stuðning og ég get. Ég er ekki viss um að plönin okkar standi en þetta er bara harmleikur,“ sagði Sara. Sara sýndi síðan frá því þegar hún mætti til Texas. Hún leyfir áhorfendum að fylgja sér á meðan hún reynir að átta sig á því að þessi hræðilegi atburður hafði ekki verið draumur. „Því miður var þetta ekki vondur draumur,“ sagði Sara sorgmædd og bætti seinna við: „Þetta hefði getað verið hver sem er,“ sagði Sara og rifjaði upp þegar hún sjálf hefur lent í erfiðleikum með að anda eftir erfiðar æfingar. „Þetta var maður sem var svo góður hlaupari og svo góður sundmaður. Hvernig gat þetta gerst?,“ sagði Sara. Sara er þekkt fyrir einlægni sína og að koma til dyra eins og hún er klædd. Það er eins með þetta þegar hún reynir að melta það hvað hafði í rauninni gerst og hvað tæki við á heimsleikunum. Hér fyrir neðan má sjá allan þáttinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9t7VSj_FYaw">watch on YouTube</a>
CrossFit Tengdar fréttir „Þetta er ekki stríð, þetta er íþrótt“ Besta CrossFit fólks heims beinir nú spjótum sínum að CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. 16. ágúst 2024 08:31 Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. 15. ágúst 2024 08:30 Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. 14. ágúst 2024 09:31 Sorgmædd Sara Sigmunds tjáir sig um andlát Lazar Dukic Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni. 13. ágúst 2024 23:31 Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. 13. ágúst 2024 08:30 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Í beinni: Hamar/Þór - Valur | Sleppa gestirnir inn um dyrnar í efsta hluta? Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Hverjar ætla að elta Hauka? Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Trump yngri fjárfestir í og talar fyrir Ólympíuleikum á sterum Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Valdi flottasta búning deildarinnar Eltihrellirinn birtist í stúkunni og tennisstjarnan fór að gráta í miðjum leik Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Sjá meira
„Þetta er ekki stríð, þetta er íþrótt“ Besta CrossFit fólks heims beinir nú spjótum sínum að CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. 16. ágúst 2024 08:31
Snorri Barón þekkti Lazar vel en þeir höfðu ekki talast við í tvö ár Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit fólks eins og Söru Sigmundsdóttur og Björgvins Karls Guðmundssonar, sér mikið eftir því að hafa ekki kyngt stoltinu og náð sáttum við serbneska CrossFit kappann Lazar Dukic. 15. ágúst 2024 08:30
Katrín Tanja: Ekki verið hlustað á okkur Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er ein þeirra sem hafa minnst serbneska CrossFit mannsins Lazar Dukic. Hún er líka í hópi þess fólks í CrossFit fjölskyldunni sem hefur bent á þá staðreynd að íþróttafólkið hafi lengi haft áhyggjur af öryggi sínu í krefjandi keppni við hættulegar aðstæður. 14. ágúst 2024 09:31
Sorgmædd Sara Sigmunds tjáir sig um andlát Lazar Dukic Sara Sigmundsdóttir, ein helsta afrekskona Íslands í CrossFit, minntist Lazar Dukic sem lést á heimsleikunum, í færslu á Instagram-síðu sinni. 13. ágúst 2024 23:31
Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. 13. ágúst 2024 08:30