Sjónarhornið er það sem skiptir mestu Anton McKee skrifar 20. ágúst 2024 17:01 Eftir að Ólympíuleikarnir í París kláruðust hef ég haft tíma til að gera upp tímabilið, taka skref til baka, líta um öxl og greina þá vegferð sem ég hef verið á linnulaust seinustu ár. Ýmsar hugleiðingar hafa dúkkað upp en sú stærsta snýr að hvernig maður verður sáttur við það sem hefur verið áorkað? Hugleiðingar eins og: „Er hægt að ná öllum markmiðunum sínum?“, „Afhverju er maður aldrei nógu sáttur og vill alltaf meira?“, „Hvað þýðir það að sigra?“ Ef ég svara þessum hugleiðingum einungis út frá þeim stað sem ég er á í dag myndi ég líklegast leita í að svara þeim á neikvæðan hátt. Mig langaði í meira á ÓL. Mér tókst ekki að komast í úrslit á ÓL eins og ég hafði unnið að í fjögur ár. En er þetta rétt sjónarhorn til þess að svara þessum hugleiðingum? Á hverjum einasta degi heyjum við öll við bardaga innra með okkur. Við erum með eld sem knýr drifkraftinn okkar áfram og hvetur okkur til að setja háleit markmið, til þess að leysa hið óleysanlega og takast á við hið ómögulega. Hvort sem bardaginn fer fram í lauginni við að elta sekúndubrot, í að fullkomna vöru til að búa til verðmæti eða leysa úr læðingi sköpunargáfurnar á sviðinu. Þessir bardagar virðast endalausir og þegar ein orrusta vinnst þá er strax kominn tími til að undirbúa þá næstu. Markmiðið sem við setjum okkur þróast og um leið og maður nær einu þá er maður strax kominn með annað stærra. Metnaðarfyllri markmið kalla á betri aðferðir sem knýja mann til þess að finna gallana í seinustu tilraunum. Svona getur maður haldið áfram endalaust. Það sem er fallegast við þessar endalausu báráttur og það sem er mikilvægast að gera sér grein fyrir er sjónarhornið sem þú hefur fyrir hverja þeirra. Stærðin á þeim er persónubundin og upplifunin er oft að hver þeirra sé jafn stór því markmiðin stækka alltaf. Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Samt er upplifunin að barátturnar séu jafn stórar á þeim tíma sem þær eru háðar. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á ferlinum er að staldra við og einblína á þetta sjónarhorn, þá sérstaklega núna þegar ég er að gera upp ÓL vegferðina. Ef ég set mig í spor 17 ára Antons sem dreymdi um að komast á ÓL og spyr hvort hann yrði sáttur við að keppa á næstu fjórum leikum, vera topp 10 í sinni grein frá upphafi í lok ferilsins, keppa fimm sinnum til úrslita á stórmótum og keppa í undanúrslitum á ÓL, þá myndi sá Anton ekki einu sinni trúa því að þetta væri möguleiki. Sjónarhornið hans var annað og hann varð jafn stressaður fyrir unglingamótum og ég var fyrir ÓL núna. Gegnum allar þær baráttur sem urðu á vegi mínum og gáfu mér tækifæri til að læra og þroskast fékk ég stærra og nýtt sjónarhorn sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ætli þetta ferðalag okkar gegnum lífið snúist ekki að einhverju leyti um þessar baráttur sem veita okkur ný sjónarhorn á lífið. Með réttu sjónarhorni á mína persónulegu vegferð seinustu ára stend ég uppi sem sigurvegari. Drifkrafturinn í okkur er magnaður og með því að læra á og virkja hann rétt mun hann leiða okkur til dáða. Hann er það sem hefur byggt upp samfélagið sem við búum í og ég trúi því að með því að leggja meiri áherslu á að hygla og lyfta hvoru öðru upp og heyja í sameiningu þær baráttur sem við stöndum frammi fyrir munum við halda áfram að blómstra sem samfélag. Ég hvet þig til að fara út í daginn hugsandi um hvað þú, frá þínu sjónarhorni, hefur komist langt. Hvað myndi manneskjan sem þú varst fyrir 10 árum segja um allt það sem þú hefur áorkað? Eins og alltaf, áfram Ísland. Höfundur er afreksmaður í sundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Skoðun Viðreisn húsnæðismála Auður Finnbogadóttir skrifar Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir að Ólympíuleikarnir í París kláruðust hef ég haft tíma til að gera upp tímabilið, taka skref til baka, líta um öxl og greina þá vegferð sem ég hef verið á linnulaust seinustu ár. Ýmsar hugleiðingar hafa dúkkað upp en sú stærsta snýr að hvernig maður verður sáttur við það sem hefur verið áorkað? Hugleiðingar eins og: „Er hægt að ná öllum markmiðunum sínum?“, „Afhverju er maður aldrei nógu sáttur og vill alltaf meira?“, „Hvað þýðir það að sigra?“ Ef ég svara þessum hugleiðingum einungis út frá þeim stað sem ég er á í dag myndi ég líklegast leita í að svara þeim á neikvæðan hátt. Mig langaði í meira á ÓL. Mér tókst ekki að komast í úrslit á ÓL eins og ég hafði unnið að í fjögur ár. En er þetta rétt sjónarhorn til þess að svara þessum hugleiðingum? Á hverjum einasta degi heyjum við öll við bardaga innra með okkur. Við erum með eld sem knýr drifkraftinn okkar áfram og hvetur okkur til að setja háleit markmið, til þess að leysa hið óleysanlega og takast á við hið ómögulega. Hvort sem bardaginn fer fram í lauginni við að elta sekúndubrot, í að fullkomna vöru til að búa til verðmæti eða leysa úr læðingi sköpunargáfurnar á sviðinu. Þessir bardagar virðast endalausir og þegar ein orrusta vinnst þá er strax kominn tími til að undirbúa þá næstu. Markmiðið sem við setjum okkur þróast og um leið og maður nær einu þá er maður strax kominn með annað stærra. Metnaðarfyllri markmið kalla á betri aðferðir sem knýja mann til þess að finna gallana í seinustu tilraunum. Svona getur maður haldið áfram endalaust. Það sem er fallegast við þessar endalausu báráttur og það sem er mikilvægast að gera sér grein fyrir er sjónarhornið sem þú hefur fyrir hverja þeirra. Stærðin á þeim er persónubundin og upplifunin er oft að hver þeirra sé jafn stór því markmiðin stækka alltaf. Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Samt er upplifunin að barátturnar séu jafn stórar á þeim tíma sem þær eru háðar. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á ferlinum er að staldra við og einblína á þetta sjónarhorn, þá sérstaklega núna þegar ég er að gera upp ÓL vegferðina. Ef ég set mig í spor 17 ára Antons sem dreymdi um að komast á ÓL og spyr hvort hann yrði sáttur við að keppa á næstu fjórum leikum, vera topp 10 í sinni grein frá upphafi í lok ferilsins, keppa fimm sinnum til úrslita á stórmótum og keppa í undanúrslitum á ÓL, þá myndi sá Anton ekki einu sinni trúa því að þetta væri möguleiki. Sjónarhornið hans var annað og hann varð jafn stressaður fyrir unglingamótum og ég var fyrir ÓL núna. Gegnum allar þær baráttur sem urðu á vegi mínum og gáfu mér tækifæri til að læra og þroskast fékk ég stærra og nýtt sjónarhorn sem gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ætli þetta ferðalag okkar gegnum lífið snúist ekki að einhverju leyti um þessar baráttur sem veita okkur ný sjónarhorn á lífið. Með réttu sjónarhorni á mína persónulegu vegferð seinustu ára stend ég uppi sem sigurvegari. Drifkrafturinn í okkur er magnaður og með því að læra á og virkja hann rétt mun hann leiða okkur til dáða. Hann er það sem hefur byggt upp samfélagið sem við búum í og ég trúi því að með því að leggja meiri áherslu á að hygla og lyfta hvoru öðru upp og heyja í sameiningu þær baráttur sem við stöndum frammi fyrir munum við halda áfram að blómstra sem samfélag. Ég hvet þig til að fara út í daginn hugsandi um hvað þú, frá þínu sjónarhorni, hefur komist langt. Hvað myndi manneskjan sem þú varst fyrir 10 árum segja um allt það sem þú hefur áorkað? Eins og alltaf, áfram Ísland. Höfundur er afreksmaður í sundi.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun