Ekkert ólöglegt né óalgengt við uppsafnað orlof Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 23:05 Lára V. Júlíusdóttir lögmaður segir lög um orlof kveða á um lágmarksrétt en ekki ógilda rýmra samkomulag milli atvinnuveitanda og launþega. Vísir/Arnar Lára V. Júlíusdóttir segir það vera samningsatriði á milli vinnuveitanda og launafólks hvað það getur tekið út ónotað orlof langt aftur í tímann. Það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að orlof stjórnenda safnist upp þó svo að tilgangur laganna sé að tryggja launafólki frí. Mikla athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar í ljós kom að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefði fengið tíu milljóna greiðslu vegna uppsafnaðs orlofs. Dagur kvaðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí og að það hafi safnast upp með árunum en að sömu reglur giltu um hann og aðra starfsmenn borgarinnar. Lára segir að lög um orlof kveði á um lágmarksorlof og að samkomulag milli atvinnurekanda og launþega hvort sem það er í ráðningarsamningi eða að samkomulagið sé þegjandi trompi lögin í hvívetna. „Það þýðir það að samningur um minni rétt til handa launþegum er ógildur en það er hverjum sem er heimilt að semja um betri rétt en orlofslögin kveða á um. Þetta eru lágmarkskjör,“ segir hún í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eftir samkomulagi Almennt sé gengið út frá því að orlofið sé gert upp innan orlofsársins en allur gangur sé þó á því. Stundum geti launþegar ekki tekið orlofið sitt út af einhverjum ástæðum og þá brenni það inni með það hafi þeir ekki gert samkomulag við atvinnuveitanda sinn. „Ef atvinnurekandi getur ekki séð af fólkinu sínu í sumarfrí þá er samkomulag annað hvort inni í ráðningasamningi eða einhvers konar þegjandi smakomulag um það að þetta orlof safnist þá saman og sé greitt út við starfslok,“ segir hún. „Það er ekkert óalgengt að fólk, sérstaklega stjórnendur eða millistjórnendur, sem eru í þannig störfum að það er ekki auðveld fyrir þá að komast frá í sumarfrí eða frí á árinu að það sé gengið út frá því að þeir eigi inni orlof þar til síðar. Það er ekkert óalgengt að það sé verið að gera upp orlof fyrir einhver ár aftur í tímann,“ segir Lára. Tilgangurinn sé að tryggja hvíld Jafnframt segir hún að hún geri sér ekki grein fyrir því hversu mikið af uppsöfnuðu orlofi fyrrverandi borgarstjóra sé eins gamalt og umræðan hefur gefið til kynna. Um sé að ræða einhverja 60 daga af ógreiddu orlofi sem nemi ekki nema tveggja ára virði af orlofi samkvæmt kjarasamningum borgarinnar. Hún segir tilgang laganna að tryggja launþegum nauðsynlega hvíld en að það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að launþegar í stjórnunarstöðum eigi orlof inni, jafnvel yfir margra ára tímabil. „Það segir í lögunum að framsal orlofslauna og flutningur á milli orlofsára sé óheimilt. Það er gert ráð fyrir því að atvinnurekandi sjái til þess að starfsmaðurinn geti farið í orlof. Tilgangur orlofslaganna er náttúrlega sá að fólk taki sér frí á hverju ári. Að það vinni ekki í fimm, sex ár og taki sér svo frí eða fái orlof sitt þá uppgert. Tilgangur orlofslaganna er þessi hvíld sem talið er að launafólk þurfi nauðsynlega á að halda,“ segir hún. „Hins vegar er það ekkert óalgengt að fólk hafi óuppgert orlof sem nemur kannski 45, 60 dögum. Það er alls ekkert óalgengt í svona uppgjöri við starfslok,“ bætir Lára við. Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira
Mikla athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar í ljós kom að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefði fengið tíu milljóna greiðslu vegna uppsafnaðs orlofs. Dagur kvaðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí og að það hafi safnast upp með árunum en að sömu reglur giltu um hann og aðra starfsmenn borgarinnar. Lára segir að lög um orlof kveði á um lágmarksorlof og að samkomulag milli atvinnurekanda og launþega hvort sem það er í ráðningarsamningi eða að samkomulagið sé þegjandi trompi lögin í hvívetna. „Það þýðir það að samningur um minni rétt til handa launþegum er ógildur en það er hverjum sem er heimilt að semja um betri rétt en orlofslögin kveða á um. Þetta eru lágmarkskjör,“ segir hún í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eftir samkomulagi Almennt sé gengið út frá því að orlofið sé gert upp innan orlofsársins en allur gangur sé þó á því. Stundum geti launþegar ekki tekið orlofið sitt út af einhverjum ástæðum og þá brenni það inni með það hafi þeir ekki gert samkomulag við atvinnuveitanda sinn. „Ef atvinnurekandi getur ekki séð af fólkinu sínu í sumarfrí þá er samkomulag annað hvort inni í ráðningasamningi eða einhvers konar þegjandi smakomulag um það að þetta orlof safnist þá saman og sé greitt út við starfslok,“ segir hún. „Það er ekkert óalgengt að fólk, sérstaklega stjórnendur eða millistjórnendur, sem eru í þannig störfum að það er ekki auðveld fyrir þá að komast frá í sumarfrí eða frí á árinu að það sé gengið út frá því að þeir eigi inni orlof þar til síðar. Það er ekkert óalgengt að það sé verið að gera upp orlof fyrir einhver ár aftur í tímann,“ segir Lára. Tilgangurinn sé að tryggja hvíld Jafnframt segir hún að hún geri sér ekki grein fyrir því hversu mikið af uppsöfnuðu orlofi fyrrverandi borgarstjóra sé eins gamalt og umræðan hefur gefið til kynna. Um sé að ræða einhverja 60 daga af ógreiddu orlofi sem nemi ekki nema tveggja ára virði af orlofi samkvæmt kjarasamningum borgarinnar. Hún segir tilgang laganna að tryggja launþegum nauðsynlega hvíld en að það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að launþegar í stjórnunarstöðum eigi orlof inni, jafnvel yfir margra ára tímabil. „Það segir í lögunum að framsal orlofslauna og flutningur á milli orlofsára sé óheimilt. Það er gert ráð fyrir því að atvinnurekandi sjái til þess að starfsmaðurinn geti farið í orlof. Tilgangur orlofslaganna er náttúrlega sá að fólk taki sér frí á hverju ári. Að það vinni ekki í fimm, sex ár og taki sér svo frí eða fái orlof sitt þá uppgert. Tilgangur orlofslaganna er þessi hvíld sem talið er að launafólk þurfi nauðsynlega á að halda,“ segir hún. „Hins vegar er það ekkert óalgengt að fólk hafi óuppgert orlof sem nemur kannski 45, 60 dögum. Það er alls ekkert óalgengt í svona uppgjöri við starfslok,“ bætir Lára við.
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Sjá meira