Ekkert ólöglegt né óalgengt við uppsafnað orlof Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. ágúst 2024 23:05 Lára V. Júlíusdóttir lögmaður segir lög um orlof kveða á um lágmarksrétt en ekki ógilda rýmra samkomulag milli atvinnuveitanda og launþega. Vísir/Arnar Lára V. Júlíusdóttir segir það vera samningsatriði á milli vinnuveitanda og launafólks hvað það getur tekið út ónotað orlof langt aftur í tímann. Það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að orlof stjórnenda safnist upp þó svo að tilgangur laganna sé að tryggja launafólki frí. Mikla athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar í ljós kom að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefði fengið tíu milljóna greiðslu vegna uppsafnaðs orlofs. Dagur kvaðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí og að það hafi safnast upp með árunum en að sömu reglur giltu um hann og aðra starfsmenn borgarinnar. Lára segir að lög um orlof kveði á um lágmarksorlof og að samkomulag milli atvinnurekanda og launþega hvort sem það er í ráðningarsamningi eða að samkomulagið sé þegjandi trompi lögin í hvívetna. „Það þýðir það að samningur um minni rétt til handa launþegum er ógildur en það er hverjum sem er heimilt að semja um betri rétt en orlofslögin kveða á um. Þetta eru lágmarkskjör,“ segir hún í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eftir samkomulagi Almennt sé gengið út frá því að orlofið sé gert upp innan orlofsársins en allur gangur sé þó á því. Stundum geti launþegar ekki tekið orlofið sitt út af einhverjum ástæðum og þá brenni það inni með það hafi þeir ekki gert samkomulag við atvinnuveitanda sinn. „Ef atvinnurekandi getur ekki séð af fólkinu sínu í sumarfrí þá er samkomulag annað hvort inni í ráðningasamningi eða einhvers konar þegjandi smakomulag um það að þetta orlof safnist þá saman og sé greitt út við starfslok,“ segir hún. „Það er ekkert óalgengt að fólk, sérstaklega stjórnendur eða millistjórnendur, sem eru í þannig störfum að það er ekki auðveld fyrir þá að komast frá í sumarfrí eða frí á árinu að það sé gengið út frá því að þeir eigi inni orlof þar til síðar. Það er ekkert óalgengt að það sé verið að gera upp orlof fyrir einhver ár aftur í tímann,“ segir Lára. Tilgangurinn sé að tryggja hvíld Jafnframt segir hún að hún geri sér ekki grein fyrir því hversu mikið af uppsöfnuðu orlofi fyrrverandi borgarstjóra sé eins gamalt og umræðan hefur gefið til kynna. Um sé að ræða einhverja 60 daga af ógreiddu orlofi sem nemi ekki nema tveggja ára virði af orlofi samkvæmt kjarasamningum borgarinnar. Hún segir tilgang laganna að tryggja launþegum nauðsynlega hvíld en að það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að launþegar í stjórnunarstöðum eigi orlof inni, jafnvel yfir margra ára tímabil. „Það segir í lögunum að framsal orlofslauna og flutningur á milli orlofsára sé óheimilt. Það er gert ráð fyrir því að atvinnurekandi sjái til þess að starfsmaðurinn geti farið í orlof. Tilgangur orlofslaganna er náttúrlega sá að fólk taki sér frí á hverju ári. Að það vinni ekki í fimm, sex ár og taki sér svo frí eða fái orlof sitt þá uppgert. Tilgangur orlofslaganna er þessi hvíld sem talið er að launafólk þurfi nauðsynlega á að halda,“ segir hún. „Hins vegar er það ekkert óalgengt að fólk hafi óuppgert orlof sem nemur kannski 45, 60 dögum. Það er alls ekkert óalgengt í svona uppgjöri við starfslok,“ bætir Lára við. Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Mikla athygli vakti fyrr í mánuðinum þegar í ljós kom að Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, hefði fengið tíu milljóna greiðslu vegna uppsafnaðs orlofs. Dagur kvaðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí og að það hafi safnast upp með árunum en að sömu reglur giltu um hann og aðra starfsmenn borgarinnar. Lára segir að lög um orlof kveði á um lágmarksorlof og að samkomulag milli atvinnurekanda og launþega hvort sem það er í ráðningarsamningi eða að samkomulagið sé þegjandi trompi lögin í hvívetna. „Það þýðir það að samningur um minni rétt til handa launþegum er ógildur en það er hverjum sem er heimilt að semja um betri rétt en orlofslögin kveða á um. Þetta eru lágmarkskjör,“ segir hún í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Eftir samkomulagi Almennt sé gengið út frá því að orlofið sé gert upp innan orlofsársins en allur gangur sé þó á því. Stundum geti launþegar ekki tekið orlofið sitt út af einhverjum ástæðum og þá brenni það inni með það hafi þeir ekki gert samkomulag við atvinnuveitanda sinn. „Ef atvinnurekandi getur ekki séð af fólkinu sínu í sumarfrí þá er samkomulag annað hvort inni í ráðningasamningi eða einhvers konar þegjandi smakomulag um það að þetta orlof safnist þá saman og sé greitt út við starfslok,“ segir hún. „Það er ekkert óalgengt að fólk, sérstaklega stjórnendur eða millistjórnendur, sem eru í þannig störfum að það er ekki auðveld fyrir þá að komast frá í sumarfrí eða frí á árinu að það sé gengið út frá því að þeir eigi inni orlof þar til síðar. Það er ekkert óalgengt að það sé verið að gera upp orlof fyrir einhver ár aftur í tímann,“ segir Lára. Tilgangurinn sé að tryggja hvíld Jafnframt segir hún að hún geri sér ekki grein fyrir því hversu mikið af uppsöfnuðu orlofi fyrrverandi borgarstjóra sé eins gamalt og umræðan hefur gefið til kynna. Um sé að ræða einhverja 60 daga af ógreiddu orlofi sem nemi ekki nema tveggja ára virði af orlofi samkvæmt kjarasamningum borgarinnar. Hún segir tilgang laganna að tryggja launþegum nauðsynlega hvíld en að það sé hvorki ólöglegt né óalgengt að launþegar í stjórnunarstöðum eigi orlof inni, jafnvel yfir margra ára tímabil. „Það segir í lögunum að framsal orlofslauna og flutningur á milli orlofsára sé óheimilt. Það er gert ráð fyrir því að atvinnurekandi sjái til þess að starfsmaðurinn geti farið í orlof. Tilgangur orlofslaganna er náttúrlega sá að fólk taki sér frí á hverju ári. Að það vinni ekki í fimm, sex ár og taki sér svo frí eða fái orlof sitt þá uppgert. Tilgangur orlofslaganna er þessi hvíld sem talið er að launafólk þurfi nauðsynlega á að halda,“ segir hún. „Hins vegar er það ekkert óalgengt að fólk hafi óuppgert orlof sem nemur kannski 45, 60 dögum. Það er alls ekkert óalgengt í svona uppgjöri við starfslok,“ bætir Lára við.
Borgarstjórn Reykjavík Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira