Lítil grein um stóran sáttmála Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 21. ágúst 2024 15:01 Í dag var undirritað samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppfærðan samgöngusáttmála. Með þessari undirritun er staðfest sú framtíðarsýn sem birtist í samgöngusáttmálanum sem ég hafði sem samgönguráðherra forystu um árið 2019 og hjó á harðan hnút í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim árum sem eru liðin frá undirritun sáttmálans hefur nauðsyn hans verið staðfest: Íbúum hefur fjölgað um 21 þúsund og bifreiðum um tæplega 16 þúsund. Það er ljóst nú og hefur lengi verið ljóst að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu verða að þróast í samspili stofnvegaframkvæmda, öflugra almenningssamgangna og göngu- og hjólastíga. Aukin lífsgæði Samgöngur eru lífæð landsins. Mikilvægt er að þær séu greiðar og að allar aðgerðir feli í sér aukið öryggi. Samgöngusáttmálinn er eins og fyrr sagði samspil mannvirkja fyrir fjölskyldubílinn, almenningssamgöngur og virkra ferðamáta. Hann felur í sér að fólk getur valið sér ferðamáta. Aukin tíðni í almenningssamgöngum á eftir að einfalda líf íbúa svæðisins og gera fjölskyldum kleift að minnka kostnað sinn þegar kemur að fjölda bíla á heimili. Höfuðborgarsvæðið verður þegar framkvæmdum sáttmálans lýkur, líkara þeim borgarsvæðum sem við þekkjum í Evrópu þar sem almenningssamgöngur eru öflugar. Það þýðir með öðrum orðum að samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins eykst. Því ekki geta það talist dýrmæt lífsgæði að eyða tíma sínum í umferðarteppum. Meiri framkvæmdir – meiri kostnaður Frá því samgöngusáttmálinn var undirritaður árið 2019 hefur heildarkostnaður við verkefnin sem innan hans eru hækkað. Ástæða hækkunarinnar er fyrst og fremst fólgin í því að bæst hafa við stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir á borð við göng frá Grensásvegi að Vatnsmýri og stokkur á Sæbraut í stað mislægra gatnamóta. Líkt og í öðrum vegaframkvæmdum á landinu hefur vísitala framkvæmda hækkað mikið á síðustu árum. Það gildir einnig innan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert Hókus pókus! Óskhyggja dugar skammt þegar kemur að samgöngum. Lögmál veruleikans hverfa ekki sama hversu oft menn hrópa hókus pókus. Samgöngur eru einn af grunnþáttum í uppbyggingu samfélaga. Uppbygging samgangna snýr að því að uppfylla þarfir samfélagsins, ekki aðeins í dag heldur einnig og ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Samgöngur og skipulag byggðar snýst um að auka lífsgæði borgaranna. Staðreyndin er sú að án öflugra almenningssamgangna mun alltaf þrengjast meira og meira að fjölskyldubílnum nema sífellt stærri hluti af flatarmáli höfuðborgarsvæðisins fari undir sífellt fleiri akreinar og bílastæði. Ég leyfi mér að efast um að það sé vilji íbúa höfuðborgarsvæðisins. Raunsæi kallar á hugrekki Stundum er það svo að stór verkefni sem taka áratugi í framkvæmd, líkt og raunin er þegar kemur að skipulagsmálum og samgöngumálum, mæta afgangi hjá stjórnmálamönnum því afraksturinn verður ekki sýnilegur í næstu kosningum. Einhver sagði að samgöngur og skipulag væru ekki pólitík heldur framtíðarsýn sem byggðist á gögnum og raunsæi, sem sagt skynsemi - en skynsemi er pólitísk stefna. Stundum er það svo að það raunsæi kallar á pólitískt hugrekki. Undirritun uppfærðs samgöngusáttmála er staðfesting þess að slíkt hugrekki finnst í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í dag var undirritað samkomulag ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppfærðan samgöngusáttmála. Með þessari undirritun er staðfest sú framtíðarsýn sem birtist í samgöngusáttmálanum sem ég hafði sem samgönguráðherra forystu um árið 2019 og hjó á harðan hnút í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Á þeim árum sem eru liðin frá undirritun sáttmálans hefur nauðsyn hans verið staðfest: Íbúum hefur fjölgað um 21 þúsund og bifreiðum um tæplega 16 þúsund. Það er ljóst nú og hefur lengi verið ljóst að samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu verða að þróast í samspili stofnvegaframkvæmda, öflugra almenningssamgangna og göngu- og hjólastíga. Aukin lífsgæði Samgöngur eru lífæð landsins. Mikilvægt er að þær séu greiðar og að allar aðgerðir feli í sér aukið öryggi. Samgöngusáttmálinn er eins og fyrr sagði samspil mannvirkja fyrir fjölskyldubílinn, almenningssamgöngur og virkra ferðamáta. Hann felur í sér að fólk getur valið sér ferðamáta. Aukin tíðni í almenningssamgöngum á eftir að einfalda líf íbúa svæðisins og gera fjölskyldum kleift að minnka kostnað sinn þegar kemur að fjölda bíla á heimili. Höfuðborgarsvæðið verður þegar framkvæmdum sáttmálans lýkur, líkara þeim borgarsvæðum sem við þekkjum í Evrópu þar sem almenningssamgöngur eru öflugar. Það þýðir með öðrum orðum að samkeppnishæfni höfuðborgarsvæðisins eykst. Því ekki geta það talist dýrmæt lífsgæði að eyða tíma sínum í umferðarteppum. Meiri framkvæmdir – meiri kostnaður Frá því samgöngusáttmálinn var undirritaður árið 2019 hefur heildarkostnaður við verkefnin sem innan hans eru hækkað. Ástæða hækkunarinnar er fyrst og fremst fólgin í því að bæst hafa við stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir á borð við göng frá Grensásvegi að Vatnsmýri og stokkur á Sæbraut í stað mislægra gatnamóta. Líkt og í öðrum vegaframkvæmdum á landinu hefur vísitala framkvæmda hækkað mikið á síðustu árum. Það gildir einnig innan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert Hókus pókus! Óskhyggja dugar skammt þegar kemur að samgöngum. Lögmál veruleikans hverfa ekki sama hversu oft menn hrópa hókus pókus. Samgöngur eru einn af grunnþáttum í uppbyggingu samfélaga. Uppbygging samgangna snýr að því að uppfylla þarfir samfélagsins, ekki aðeins í dag heldur einnig og ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Samgöngur og skipulag byggðar snýst um að auka lífsgæði borgaranna. Staðreyndin er sú að án öflugra almenningssamgangna mun alltaf þrengjast meira og meira að fjölskyldubílnum nema sífellt stærri hluti af flatarmáli höfuðborgarsvæðisins fari undir sífellt fleiri akreinar og bílastæði. Ég leyfi mér að efast um að það sé vilji íbúa höfuðborgarsvæðisins. Raunsæi kallar á hugrekki Stundum er það svo að stór verkefni sem taka áratugi í framkvæmd, líkt og raunin er þegar kemur að skipulagsmálum og samgöngumálum, mæta afgangi hjá stjórnmálamönnum því afraksturinn verður ekki sýnilegur í næstu kosningum. Einhver sagði að samgöngur og skipulag væru ekki pólitík heldur framtíðarsýn sem byggðist á gögnum og raunsæi, sem sagt skynsemi - en skynsemi er pólitísk stefna. Stundum er það svo að það raunsæi kallar á pólitískt hugrekki. Undirritun uppfærðs samgöngusáttmála er staðfesting þess að slíkt hugrekki finnst í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknar.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun