Alvarleg vanskil aukist töluvert Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 18:53 Brynja segir þróunina vera merki um mögulega vanda í framtíðinni. Vísir/Samsett Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri. Á kynningarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í dag sagði Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri að lítil merki sæjust um greiðsluvandræði á fasteignalánum. Töluverðar hækkanir hafi átt sér stað á fasteignaveðri sem hafi bætt eigin fé heimilanna samhliða launahækkunum. „Það er líka mjög mikilvægt að geta beitt peningastefnunni af hörku eins og við höfum verið að gera án þess að það komi heimilum í vandræði, eða það hefur allavega ekki gerst núna,“ sagði hann þegar hann gerði grein fyrir þeirri ákvörðun nefndarinnar að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Aukin vanskil orðin mælanleg Brynja segir þó að fasteignalán séu þau síðustu sem hafna í vanskilum og að vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geti haft forspárgildi um frekari vanda framundan. „Þetta byrjar yfirleitt í fáum flokkum“ segir hún í samtali við fréttastofu og tekur fram að vanskil hafi aukist verulega í flokkum heilbrigðisþjónustu, leigustarfsemi og fleiru. „Ef þetta heldur áfram þá endar það á því að fólk lendi mögulega í vanskilum sem ganga lengra og lengra inn á forgangsröðunina og endar mögulega á fasteignalánum,“ segir hún. Alvarleg vanskil einstaklinga hafa tekið mikið stökk.Motus Hún segir aukningu á vanskilum orðna vel mælanlega í gögnum Motus og að sú staða sé komin upp í það mörgum flokkum að það sé farið að hringja viðvörunarbjöllum. „Þetta eru talsverðar upphæðir sem eru komnar í vanskil sem voru ekki í vanskilum í fyrra,“ segir Brynja en alvarleg vanskil eru skilgreind hjá félaginu sem þau sem eru ógreidd lengur en 45 daga eftir eindaga. Mikilvægt að vera vakandi Í tilkynningu á heimasíðu Motus kemur fram að kröfum sem enn eru ógreiddar eftir eindaga hafi fjölgað um 5,2 prósent það sem af er ári miðað við sömu mánuði í fyrra og kröfum sem fara í alvarleg vanskil hafi fjölgað um nítján prósent. Þannig hafa vanskil aukist um 6,6 prósent hjá einstaklingum og 1 prósent hjá fyrirtækjum. Hins vegar hafi alvarleg vanskil aukist um 17,5 prósent og 18,9 prósent hjá einstaklingum og fyrirtækjum í þeirri röð. Alvarleg vanskil fyrirtækja milli ára.Motus „Fasteignalán eru oft þau síðustu sem hafna í vanskilum, enda vill fólk halda í heimili sín. Vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geta þó haft forspárgildi um frekari vanda framundan. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir merkjum um aukin vanskil í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Á kynningarfundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í dag sagði Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri að lítil merki sæjust um greiðsluvandræði á fasteignalánum. Töluverðar hækkanir hafi átt sér stað á fasteignaveðri sem hafi bætt eigin fé heimilanna samhliða launahækkunum. „Það er líka mjög mikilvægt að geta beitt peningastefnunni af hörku eins og við höfum verið að gera án þess að það komi heimilum í vandræði, eða það hefur allavega ekki gerst núna,“ sagði hann þegar hann gerði grein fyrir þeirri ákvörðun nefndarinnar að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Aukin vanskil orðin mælanleg Brynja segir þó að fasteignalán séu þau síðustu sem hafna í vanskilum og að vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geti haft forspárgildi um frekari vanda framundan. „Þetta byrjar yfirleitt í fáum flokkum“ segir hún í samtali við fréttastofu og tekur fram að vanskil hafi aukist verulega í flokkum heilbrigðisþjónustu, leigustarfsemi og fleiru. „Ef þetta heldur áfram þá endar það á því að fólk lendi mögulega í vanskilum sem ganga lengra og lengra inn á forgangsröðunina og endar mögulega á fasteignalánum,“ segir hún. Alvarleg vanskil einstaklinga hafa tekið mikið stökk.Motus Hún segir aukningu á vanskilum orðna vel mælanlega í gögnum Motus og að sú staða sé komin upp í það mörgum flokkum að það sé farið að hringja viðvörunarbjöllum. „Þetta eru talsverðar upphæðir sem eru komnar í vanskil sem voru ekki í vanskilum í fyrra,“ segir Brynja en alvarleg vanskil eru skilgreind hjá félaginu sem þau sem eru ógreidd lengur en 45 daga eftir eindaga. Mikilvægt að vera vakandi Í tilkynningu á heimasíðu Motus kemur fram að kröfum sem enn eru ógreiddar eftir eindaga hafi fjölgað um 5,2 prósent það sem af er ári miðað við sömu mánuði í fyrra og kröfum sem fara í alvarleg vanskil hafi fjölgað um nítján prósent. Þannig hafa vanskil aukist um 6,6 prósent hjá einstaklingum og 1 prósent hjá fyrirtækjum. Hins vegar hafi alvarleg vanskil aukist um 17,5 prósent og 18,9 prósent hjá einstaklingum og fyrirtækjum í þeirri röð. Alvarleg vanskil fyrirtækja milli ára.Motus „Fasteignalán eru oft þau síðustu sem hafna í vanskilum, enda vill fólk halda í heimili sín. Vanskil á minni greiðsluseðlum, svo sem áskriftum og ýmissi þjónustu geta þó haft forspárgildi um frekari vanda framundan. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir merkjum um aukin vanskil í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira