Genagallaður almenningur? Örn Karlsson skrifar 22. ágúst 2024 14:22 Fjármálaráðherra sagði í Kastljósi gærkvöldsins að það lægi í DNA Íslendinga að sætta sig við háa verðbólgu. Þarna liggur fyrir ný skýring á verðbólgunni meðal ráðamanna. Það er búið að henda fótanuddtækjakenningunni. Nú heitir það að Íslendingar séu haldnir genagalla og framkalli verðbólgu sama hvað. Þessi kenning léttir augljóslega byrðar ráðamanna því þeir geta auðvitað ekki borið ábyrgð á arfgerð þjóðarinnar. Fjármálaráðherra hefur því með þessari kenningu skapað sjálfum sér svigrúm til að vera sæll og glaður í ólgusjó verðbólgu og hárra vaxta, þótt áþján þessa umhverfis þjaki óneitanlega mörg heimili landsins. Bara ein spurning, eða tvær, til ráðherra; Af hverju ætli ráðherrann hafi ekki fyrst aðlagað íslenskt peningaumhverfi að því sem gerist í siðmenntuðum vestrænum lýðræðisríkjum sem náð hafa tökum á peningamálum sínum áður en hann hrapaði að þeirri niðurstöðu að við Íslendingar séum haldnir genagalla sem framkalli verðbólgu? Af hverju afnam hann ekki verðtryggingu og tók upp fastvaxtakerfi íbúðarlána rétt eins og tíðkast í þessum löndum áður enn hann vændi okkur um genagalla? Af hverju rak hann ekki seðlabankastjóra, varaseðlabankastjóra og aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands og réð fólk með þekkingu á peningamálum og peningahagfræði, t.d. fólk með reynslu úr innviðum bestu seðlabanka heimsins áður en hann vændi okkur um genagalla? Af hverju herra ráðherra? Höfundur er vélaverkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra sagði í Kastljósi gærkvöldsins að það lægi í DNA Íslendinga að sætta sig við háa verðbólgu. Þarna liggur fyrir ný skýring á verðbólgunni meðal ráðamanna. Það er búið að henda fótanuddtækjakenningunni. Nú heitir það að Íslendingar séu haldnir genagalla og framkalli verðbólgu sama hvað. Þessi kenning léttir augljóslega byrðar ráðamanna því þeir geta auðvitað ekki borið ábyrgð á arfgerð þjóðarinnar. Fjármálaráðherra hefur því með þessari kenningu skapað sjálfum sér svigrúm til að vera sæll og glaður í ólgusjó verðbólgu og hárra vaxta, þótt áþján þessa umhverfis þjaki óneitanlega mörg heimili landsins. Bara ein spurning, eða tvær, til ráðherra; Af hverju ætli ráðherrann hafi ekki fyrst aðlagað íslenskt peningaumhverfi að því sem gerist í siðmenntuðum vestrænum lýðræðisríkjum sem náð hafa tökum á peningamálum sínum áður en hann hrapaði að þeirri niðurstöðu að við Íslendingar séum haldnir genagalla sem framkalli verðbólgu? Af hverju afnam hann ekki verðtryggingu og tók upp fastvaxtakerfi íbúðarlána rétt eins og tíðkast í þessum löndum áður enn hann vændi okkur um genagalla? Af hverju rak hann ekki seðlabankastjóra, varaseðlabankastjóra og aðalhagfræðing Seðlabanka Íslands og réð fólk með þekkingu á peningamálum og peningahagfræði, t.d. fólk með reynslu úr innviðum bestu seðlabanka heimsins áður en hann vændi okkur um genagalla? Af hverju herra ráðherra? Höfundur er vélaverkfræðingur