Treyja Babe Ruth orðin langdýrasti íþróttasafngripur sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2024 23:01 Treyja Babe Ruth seldist á rúmlega 3,3 milljarða króna. AP Photo/LM Otero Treyjan sem hafnaboltagoðsögnin Babe Ruth lék í er New York Yankees tryggði sér sigurinn í úrslitum MLB-deildarinnar í hafnabolta árið 1932 er orðin dýrasti íþróttasafngripur sögunnar. Treyjan seldist á uppboði um liðna helgi fyrir 24,12 milljónir dollara, sem samsvarar rúmlega 3,3 milljörðum króna. Áður var dýrasti íþróttasafngripur sögunnar Topps-hafnaboltaspil með mynd af Mickey Mantle, útherja New York Yankees. Spilið seldist fyrir 12,6 milljónir dollara árið 2022 og er treyja Ruth því ekki aðeins dýrasti íþróttasafngripur sögunnar, heldur sá langdýrasti. Áður en treyja Ruth seldist um helgina var treyja Michael Jordan frá úrslitum NBA-deildarinnar dýrasta treyja sögunnar, en hún seldist á 10,1 milljón dollara árið 2022. Eftir söluna sagði Chris Ivy, yfirmaður íþróttauppboða hjá Heritage Auctions, að treyjan væri „mikilvægasti íþróttasafngripur sem hefði nokkurn tíman verið boðinn upp.“ „Ef þetta væri listaverk væri þetta Mona Lisa,“ bætti Ivy við. Ruth klddist treyjunni í þriðja leik New York Yankees gegn Chicago Cubs í úrslitum MLB-deildarinnar árið 1932. Í þeim leik á Ruth að hafa „kallað skotið“ þar sem hann benti yfir miðjan völlinn áður en hann sló heimahögg. Ruth og félagar unnu einvígið að lokum 7-5 og þetta var hans síðasta heimahögg í úrslitakeppni MLB-deildarinnar. Ruth er af mörgum talinn besti hafnaboltamaður allra tíma. Hann hóf feril sinn árið 1914, lagði kylfuna á hilluna árið 1935 og fagnaði sigri í úrslitakeppni MLB-deildarinnar sjö sinnum. Hann lést úr krabbameini árið 1948, aðeins 53 ára að aldri. Hafnabolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira
Treyjan seldist á uppboði um liðna helgi fyrir 24,12 milljónir dollara, sem samsvarar rúmlega 3,3 milljörðum króna. Áður var dýrasti íþróttasafngripur sögunnar Topps-hafnaboltaspil með mynd af Mickey Mantle, útherja New York Yankees. Spilið seldist fyrir 12,6 milljónir dollara árið 2022 og er treyja Ruth því ekki aðeins dýrasti íþróttasafngripur sögunnar, heldur sá langdýrasti. Áður en treyja Ruth seldist um helgina var treyja Michael Jordan frá úrslitum NBA-deildarinnar dýrasta treyja sögunnar, en hún seldist á 10,1 milljón dollara árið 2022. Eftir söluna sagði Chris Ivy, yfirmaður íþróttauppboða hjá Heritage Auctions, að treyjan væri „mikilvægasti íþróttasafngripur sem hefði nokkurn tíman verið boðinn upp.“ „Ef þetta væri listaverk væri þetta Mona Lisa,“ bætti Ivy við. Ruth klddist treyjunni í þriðja leik New York Yankees gegn Chicago Cubs í úrslitum MLB-deildarinnar árið 1932. Í þeim leik á Ruth að hafa „kallað skotið“ þar sem hann benti yfir miðjan völlinn áður en hann sló heimahögg. Ruth og félagar unnu einvígið að lokum 7-5 og þetta var hans síðasta heimahögg í úrslitakeppni MLB-deildarinnar. Ruth er af mörgum talinn besti hafnaboltamaður allra tíma. Hann hóf feril sinn árið 1914, lagði kylfuna á hilluna árið 1935 og fagnaði sigri í úrslitakeppni MLB-deildarinnar sjö sinnum. Hann lést úr krabbameini árið 1948, aðeins 53 ára að aldri.
Hafnabolti Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Í beinni: Leicester - Chelsea | Maresca mætir gamla liðinu sínu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Sjá meira