Draumabyrjun Hákonar sem varði víti fyrir Brentford Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 20:57 Hákon Rafn Valdimarsson í fyrsta leik sínum fyrir Brentford. Hann varði vítaspyrnu í leiknum. Samsett/Getty Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson styrkti stöðu sína í kvöld í samkeppninni um aðalmarkvarðarstöðuna hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Hákon lék sinn fyrsta mótsleik fyrir Brentford í kvöld og hélt markinu hreinu, meðal annars með því að verja vítaspyrnu, í 1-0 sigri á D-deildarliði Colchester í enska deildabikarnum. Hákon, sem er 22 ára gamall, kom til Brentford frá Elfsborg í Svíþjóð í byrjun þessa árs. Hann hefur þurft að bíða rólegur eftir tækifæri með aðalliði félagsins og nýtti það vel þegar það kom í kvöld. Keane Lewis-Potter skoraði mark Brentford rétt fyrir hálfleik en heimamenn í Colchester fengu besta tækifæri sitt til að jafna þegar vítaspyrna var dæmd á 82. mínútu. Hana varði Hákon hins vegar, en spyrnan var beint á markið og náði Hákon að verja með fætinum. Hákon ætti því að mæta fullur sjálfstrausts í komandi landsleiki við Svartfjallaland og Tyrkland, og þá er spurning hvort hann fái sitt fyrsta tækifæri í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar Brentford tekur á móti Southampton. Hollendingurinn Mark Fleken hefur varið mark Brentford í fyrstu tveimur deildarleikjum tímabilsins, og var aðalmarkvörður liðsins á síðustu leiktíð. Ipswich úr leik gegn D-deildarliði Af öðrum úrslitum í enska deildabikarnum má nefna að úrvalsdeildarlið Ipswich féll út gegn D-deildarliði Wimbledon eftir 2-2 jafntefli og vítaspyrnukeppni. West Ham vann 1-0 gegn Bournemouth, Wolves vann 2-0 sigur á Burnley og Southampton 5-3 útisigur gegn Cardiff. Þá vann Wycombe 1-0 á útivelli gegn Swansea. Leikur Nottingham Forest og Newcastle fór í vítaspyrnukeppni, eftir 1-1 jafntefli, og þar hafði Newcastle betur. Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Hákon lék sinn fyrsta mótsleik fyrir Brentford í kvöld og hélt markinu hreinu, meðal annars með því að verja vítaspyrnu, í 1-0 sigri á D-deildarliði Colchester í enska deildabikarnum. Hákon, sem er 22 ára gamall, kom til Brentford frá Elfsborg í Svíþjóð í byrjun þessa árs. Hann hefur þurft að bíða rólegur eftir tækifæri með aðalliði félagsins og nýtti það vel þegar það kom í kvöld. Keane Lewis-Potter skoraði mark Brentford rétt fyrir hálfleik en heimamenn í Colchester fengu besta tækifæri sitt til að jafna þegar vítaspyrna var dæmd á 82. mínútu. Hana varði Hákon hins vegar, en spyrnan var beint á markið og náði Hákon að verja með fætinum. Hákon ætti því að mæta fullur sjálfstrausts í komandi landsleiki við Svartfjallaland og Tyrkland, og þá er spurning hvort hann fái sitt fyrsta tækifæri í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar Brentford tekur á móti Southampton. Hollendingurinn Mark Fleken hefur varið mark Brentford í fyrstu tveimur deildarleikjum tímabilsins, og var aðalmarkvörður liðsins á síðustu leiktíð. Ipswich úr leik gegn D-deildarliði Af öðrum úrslitum í enska deildabikarnum má nefna að úrvalsdeildarlið Ipswich féll út gegn D-deildarliði Wimbledon eftir 2-2 jafntefli og vítaspyrnukeppni. West Ham vann 1-0 gegn Bournemouth, Wolves vann 2-0 sigur á Burnley og Southampton 5-3 útisigur gegn Cardiff. Þá vann Wycombe 1-0 á útivelli gegn Swansea. Leikur Nottingham Forest og Newcastle fór í vítaspyrnukeppni, eftir 1-1 jafntefli, og þar hafði Newcastle betur.
Enski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira