Ein óvæntustu úrslit sögunnar: „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2024 07:32 Carlos Alcaraz tapaði úrslitaleik Ólympíuleikanna í París og er nú úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í annarri umferð. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Carlos Alcaraz er úr leik á Opna bandaríska risamótinu í tennis eftir mjög óvænt tap á móti Hollendingnum Botic Van De Zandschulp í annarri umferð í nótt. Þriðji efsti maður heimslistans þótti líklegur til afreka á mótinu í New York en var ólíkur sjálfum sér í þessum leik. Van De Zandschulp, sem er aðeins í 74. sæti á heimslistans, vann leikinn í þremur settum 6-1, 7-5 og 6-4. Hollendingurinn Botic van De Zandschulp fagnar sigri sínum á Carlos Alcaraz í nótt.EPA-EFE/SARAH YENESEL Með þessu endaði fimmtán leikja sigurganga Alcaraz á risamótum í ár en hann var búinn að vinna bæði Opna franska og Wimbledon mótið á þessu ári. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við „Ég var að keppa við sjálfan mig, í huganum, allan leikinn. Í tennis ertu að spila við mótherja sem vill það sama og þú, sem er að vinna. Þú verður að halda ró þinni og reyna að gera góða hluti. Í dag var ég að spila á móti mótherja mínum en líka að spila við sjálfan mig í huganum. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við,“ sagði Carlos Alcaraz. Botic van de Zandschulp just knocked Carlos Alcaraz out of the US Open! pic.twitter.com/QK3ZrkoPgx— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2024 Alcaraz hefur spilað marga leiki í sumar því hann vann Opna franska í júní og Wimbledon í júlí. Hann fékk síðan silfur á Ólympíuleikunum í París eftir tap á móti Novak Djokovic í úrslitaleiknum. „Líklegast mætti ég ekki með þá orku sem ég þurfti að hafa. Ég vil samt ekki nota það sem afsökun,“ sagði Alcaraz. Ótrúlegt kvöld fyrir mig Mótherji hans var í skýjunum eftir sigurinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna ef ég segi alveg eins og er. Þetta hefur verið ótrúlegt kvöld fyrir mig,“ sagði Botic Van De Zandschulp sem kom sér heldur betur á tenniskortið með þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn frá 2006 þar sem einn af þremur efstu röðuðu körlunum á Opna bandaríska meistaramótinu tapar í fyrstu tveimur umferðunum. Í fyrsta sinn á þessari öld Þetta er líka í fyrsta sinn á þessari öld þar sem sigurstranglegasti keppandi mótsins tapar svona snemma. Það gerðist síðast árið 1999 þegar ríkjandi meistari, Patrick Rafter, hætti í annarri umferð vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt var Alcaraz líka 25-1 á móti mönnum sem voru ekki meðal þeirra fimmtíu efstu í heimi. Eina tapið hafði komið á móti Mikael Ymer (þá í 95. sæti) á Opna ástralska mótinu árið 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira
Þriðji efsti maður heimslistans þótti líklegur til afreka á mótinu í New York en var ólíkur sjálfum sér í þessum leik. Van De Zandschulp, sem er aðeins í 74. sæti á heimslistans, vann leikinn í þremur settum 6-1, 7-5 og 6-4. Hollendingurinn Botic van De Zandschulp fagnar sigri sínum á Carlos Alcaraz í nótt.EPA-EFE/SARAH YENESEL Með þessu endaði fimmtán leikja sigurganga Alcaraz á risamótum í ár en hann var búinn að vinna bæði Opna franska og Wimbledon mótið á þessu ári. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við „Ég var að keppa við sjálfan mig, í huganum, allan leikinn. Í tennis ertu að spila við mótherja sem vill það sama og þú, sem er að vinna. Þú verður að halda ró þinni og reyna að gera góða hluti. Í dag var ég að spila á móti mótherja mínum en líka að spila við sjálfan mig í huganum. Fullt af tilfinningum sem ég réð ekki við,“ sagði Carlos Alcaraz. Botic van de Zandschulp just knocked Carlos Alcaraz out of the US Open! pic.twitter.com/QK3ZrkoPgx— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2024 Alcaraz hefur spilað marga leiki í sumar því hann vann Opna franska í júní og Wimbledon í júlí. Hann fékk síðan silfur á Ólympíuleikunum í París eftir tap á móti Novak Djokovic í úrslitaleiknum. „Líklegast mætti ég ekki með þá orku sem ég þurfti að hafa. Ég vil samt ekki nota það sem afsökun,“ sagði Alcaraz. Ótrúlegt kvöld fyrir mig Mótherji hans var í skýjunum eftir sigurinn. „Ég veit ekki hvað ég á að segja núna ef ég segi alveg eins og er. Þetta hefur verið ótrúlegt kvöld fyrir mig,“ sagði Botic Van De Zandschulp sem kom sér heldur betur á tenniskortið með þessum sigri. Þetta er í fyrsta sinn frá 2006 þar sem einn af þremur efstu röðuðu körlunum á Opna bandaríska meistaramótinu tapar í fyrstu tveimur umferðunum. Í fyrsta sinn á þessari öld Þetta er líka í fyrsta sinn á þessari öld þar sem sigurstranglegasti keppandi mótsins tapar svona snemma. Það gerðist síðast árið 1999 þegar ríkjandi meistari, Patrick Rafter, hætti í annarri umferð vegna meiðsla. Fyrir leikinn í nótt var Alcaraz líka 25-1 á móti mönnum sem voru ekki meðal þeirra fimmtíu efstu í heimi. Eina tapið hafði komið á móti Mikael Ymer (þá í 95. sæti) á Opna ástralska mótinu árið 2021. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Tennis Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Sjá meira