Áskorun til landlæknis Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 2. september 2024 12:02 Ég er ein þeirra sem hef stutt náinn ættingja í erfiðum veikindum í mörg ár og sé með eigin augum breytingar á gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu ári varð ég vör við verulega hnignun í hjúkrun hans. Óvönduð umönnun á háskólasjúkrahúsi er upphafið að þessari áskorun. Ítrekuð samskipta vandamál yfir í hreina vanrækslu voru daglegt brauð. Álagi var kennt um og sömu vandamálin endurtóku sig aftur og aftur. Klárlega versnandi gæði og minna öryggi sem ég hef grun um að sé að smitast út um allt heilbrigðiskerfið. Við reyndum að láta starfsmenn vita en þeir fullyrtu að ekki væri ástæða til að skrá atvik. Þegar ég fann engan hjúkrunarfræðing á deildinni sem hafði yfirsýn og fylgdist með meðferð viðkomandi varð mér verulega brugðið. „Við höfum ekkert svoleiðis“ var svarið þegar ég spurði hver væri hans ábyrgi hjúkrunarfræðingur. Ábyrgur læknir hafði ekki áhuga á að ræða vandamál í hjúkrun hans og enginn hjúkrunarfræðingur sat fjölskyldufundi yfir 2ja mánaða tímabil. Þegar ég sé aðsteðjandi hættu, háskalegar aðferðir sem ég veit að hafa skaðaða aðra verð ég að hækka röddina. Hver tekur við þeirri ábendingu og sannfærir okkur um að þetta verði lagfært? Hvað get ég gert án þess að eyða dýrmætri orku í kvörtun til Embættis landlæknis og bíða í 2-5 ár eftir niðurstöðu? Jú, ég sendi inn skriflega kvörtun á deildarstjóra, á athugasemdagátt spítalans með afrit til gæðadeildar og framkvæmdastjóra hjúkrunar. Ég var ekki tilbúin að taka hefðbundinni þögn. Sem betur fer svaraði framkvæmdastjóri hjúkrunar. Í samtali við hann sagði hann að það væri „erfitt að koma þessu hlutverki fyrir eftir breytingar á vaktaskipulagi í tengslum við styttingu vinnuvikunnar.“ Þetta er þá ekki bara á þessari einu deild heldur víðar. Ég skora á landlækni að: A. Greina hversu stór hluti sjúklinga á legu og hjúkrunardeildum landsins hafa skráðan ábyrgan hjúkrunarfræðing og ábyrgan lækni?(ábyrgur sjúkraliði í sumum tilfellum er alveg jafn mikilvægt). B. Fylgja því eftir að hlutverk þessi verði til staðar áfram til að tryggja öryggi sjúklinga. Sjúklingur á hafi einhvern sem hefur yfirsýn, tryggir að meðferð sé eins og hún á að vera og sér til þess að sjúkraskráin sé færð með viðunandi hætti. Sjúklingur á rétt á þessum upplýsingum og þá veit hann einnig hvert hann á að leita þegar eitthvað fer úrskeiðis. Dómstólar líta skort á faglegri ábyrgð alvarlegum augum, Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2020 (mál nr. E-260/2019) kemur fram að ekki var skráður ábyrgur læknir, það átti stóran þátt í að maður lét lífið eftir skurðaðgerð. Sama hlýtur að gilda um ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Fölskyldunni voru dæmdar bætur. Við verðum að læra af sögum eins og þessari og endurtaka ekki aftur sömu mistökin. Þar sem hlutverkið „ábyrgur hjúkrunarfræðingur“ er greinilega á undanhaldi þarf að skýra hver ber ábyrgð á þeim verkefnum. Ég á erfitt með að sjá að ábyrgur læknir eða aðstandendur taki það að sér. Ef flaggskip heilbrigðiskerfisins er á þessari hættulegu vegferð ætti að meta hvernig staðan er á landinu öllu. Ég óska eftir upplýsingum um hvert annað ég gæti beint þessari áskorun ef þetta er ekki hlutverk embættisins. Alla vega þarf að fylgjast með þessari neikvæðu en hljóðlátu þróun og stýra í rétta átt áður en illa fer. Á meðan staða þessi er óljós vil ég hvetja alla sjúklinga og aðstandendur þeirra sem eru inni á sjúkrastofnunum að kynna sér hver er skráður ábyrgur læknir og ábyrgur hjúkrunarfræðingur. Það er skylda samkvæmt fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu sjúkraskrár. Við sem notendur verðum að fylgja því eftir að réttur okkar sé virtur af sérfræðingum kerfisins. Góð og örugg þjónusta verður til í samstarfi milli sjúklings og starfsmanna þegar þjónustan er veitt, ekki í fundarherbergjum stjórnenda eða embættismanna. Það er þetta samstarf sem þarf að efla. Virðingarfyllst, Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, MBA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem hef stutt náinn ættingja í erfiðum veikindum í mörg ár og sé með eigin augum breytingar á gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu ári varð ég vör við verulega hnignun í hjúkrun hans. Óvönduð umönnun á háskólasjúkrahúsi er upphafið að þessari áskorun. Ítrekuð samskipta vandamál yfir í hreina vanrækslu voru daglegt brauð. Álagi var kennt um og sömu vandamálin endurtóku sig aftur og aftur. Klárlega versnandi gæði og minna öryggi sem ég hef grun um að sé að smitast út um allt heilbrigðiskerfið. Við reyndum að láta starfsmenn vita en þeir fullyrtu að ekki væri ástæða til að skrá atvik. Þegar ég fann engan hjúkrunarfræðing á deildinni sem hafði yfirsýn og fylgdist með meðferð viðkomandi varð mér verulega brugðið. „Við höfum ekkert svoleiðis“ var svarið þegar ég spurði hver væri hans ábyrgi hjúkrunarfræðingur. Ábyrgur læknir hafði ekki áhuga á að ræða vandamál í hjúkrun hans og enginn hjúkrunarfræðingur sat fjölskyldufundi yfir 2ja mánaða tímabil. Þegar ég sé aðsteðjandi hættu, háskalegar aðferðir sem ég veit að hafa skaðaða aðra verð ég að hækka röddina. Hver tekur við þeirri ábendingu og sannfærir okkur um að þetta verði lagfært? Hvað get ég gert án þess að eyða dýrmætri orku í kvörtun til Embættis landlæknis og bíða í 2-5 ár eftir niðurstöðu? Jú, ég sendi inn skriflega kvörtun á deildarstjóra, á athugasemdagátt spítalans með afrit til gæðadeildar og framkvæmdastjóra hjúkrunar. Ég var ekki tilbúin að taka hefðbundinni þögn. Sem betur fer svaraði framkvæmdastjóri hjúkrunar. Í samtali við hann sagði hann að það væri „erfitt að koma þessu hlutverki fyrir eftir breytingar á vaktaskipulagi í tengslum við styttingu vinnuvikunnar.“ Þetta er þá ekki bara á þessari einu deild heldur víðar. Ég skora á landlækni að: A. Greina hversu stór hluti sjúklinga á legu og hjúkrunardeildum landsins hafa skráðan ábyrgan hjúkrunarfræðing og ábyrgan lækni?(ábyrgur sjúkraliði í sumum tilfellum er alveg jafn mikilvægt). B. Fylgja því eftir að hlutverk þessi verði til staðar áfram til að tryggja öryggi sjúklinga. Sjúklingur á hafi einhvern sem hefur yfirsýn, tryggir að meðferð sé eins og hún á að vera og sér til þess að sjúkraskráin sé færð með viðunandi hætti. Sjúklingur á rétt á þessum upplýsingum og þá veit hann einnig hvert hann á að leita þegar eitthvað fer úrskeiðis. Dómstólar líta skort á faglegri ábyrgð alvarlegum augum, Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2020 (mál nr. E-260/2019) kemur fram að ekki var skráður ábyrgur læknir, það átti stóran þátt í að maður lét lífið eftir skurðaðgerð. Sama hlýtur að gilda um ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Fölskyldunni voru dæmdar bætur. Við verðum að læra af sögum eins og þessari og endurtaka ekki aftur sömu mistökin. Þar sem hlutverkið „ábyrgur hjúkrunarfræðingur“ er greinilega á undanhaldi þarf að skýra hver ber ábyrgð á þeim verkefnum. Ég á erfitt með að sjá að ábyrgur læknir eða aðstandendur taki það að sér. Ef flaggskip heilbrigðiskerfisins er á þessari hættulegu vegferð ætti að meta hvernig staðan er á landinu öllu. Ég óska eftir upplýsingum um hvert annað ég gæti beint þessari áskorun ef þetta er ekki hlutverk embættisins. Alla vega þarf að fylgjast með þessari neikvæðu en hljóðlátu þróun og stýra í rétta átt áður en illa fer. Á meðan staða þessi er óljós vil ég hvetja alla sjúklinga og aðstandendur þeirra sem eru inni á sjúkrastofnunum að kynna sér hver er skráður ábyrgur læknir og ábyrgur hjúkrunarfræðingur. Það er skylda samkvæmt fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu sjúkraskrár. Við sem notendur verðum að fylgja því eftir að réttur okkar sé virtur af sérfræðingum kerfisins. Góð og örugg þjónusta verður til í samstarfi milli sjúklings og starfsmanna þegar þjónustan er veitt, ekki í fundarherbergjum stjórnenda eða embættismanna. Það er þetta samstarf sem þarf að efla. Virðingarfyllst, Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, MBA.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun