Áskorun til landlæknis Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 2. september 2024 12:02 Ég er ein þeirra sem hef stutt náinn ættingja í erfiðum veikindum í mörg ár og sé með eigin augum breytingar á gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu ári varð ég vör við verulega hnignun í hjúkrun hans. Óvönduð umönnun á háskólasjúkrahúsi er upphafið að þessari áskorun. Ítrekuð samskipta vandamál yfir í hreina vanrækslu voru daglegt brauð. Álagi var kennt um og sömu vandamálin endurtóku sig aftur og aftur. Klárlega versnandi gæði og minna öryggi sem ég hef grun um að sé að smitast út um allt heilbrigðiskerfið. Við reyndum að láta starfsmenn vita en þeir fullyrtu að ekki væri ástæða til að skrá atvik. Þegar ég fann engan hjúkrunarfræðing á deildinni sem hafði yfirsýn og fylgdist með meðferð viðkomandi varð mér verulega brugðið. „Við höfum ekkert svoleiðis“ var svarið þegar ég spurði hver væri hans ábyrgi hjúkrunarfræðingur. Ábyrgur læknir hafði ekki áhuga á að ræða vandamál í hjúkrun hans og enginn hjúkrunarfræðingur sat fjölskyldufundi yfir 2ja mánaða tímabil. Þegar ég sé aðsteðjandi hættu, háskalegar aðferðir sem ég veit að hafa skaðaða aðra verð ég að hækka röddina. Hver tekur við þeirri ábendingu og sannfærir okkur um að þetta verði lagfært? Hvað get ég gert án þess að eyða dýrmætri orku í kvörtun til Embættis landlæknis og bíða í 2-5 ár eftir niðurstöðu? Jú, ég sendi inn skriflega kvörtun á deildarstjóra, á athugasemdagátt spítalans með afrit til gæðadeildar og framkvæmdastjóra hjúkrunar. Ég var ekki tilbúin að taka hefðbundinni þögn. Sem betur fer svaraði framkvæmdastjóri hjúkrunar. Í samtali við hann sagði hann að það væri „erfitt að koma þessu hlutverki fyrir eftir breytingar á vaktaskipulagi í tengslum við styttingu vinnuvikunnar.“ Þetta er þá ekki bara á þessari einu deild heldur víðar. Ég skora á landlækni að: A. Greina hversu stór hluti sjúklinga á legu og hjúkrunardeildum landsins hafa skráðan ábyrgan hjúkrunarfræðing og ábyrgan lækni?(ábyrgur sjúkraliði í sumum tilfellum er alveg jafn mikilvægt). B. Fylgja því eftir að hlutverk þessi verði til staðar áfram til að tryggja öryggi sjúklinga. Sjúklingur á hafi einhvern sem hefur yfirsýn, tryggir að meðferð sé eins og hún á að vera og sér til þess að sjúkraskráin sé færð með viðunandi hætti. Sjúklingur á rétt á þessum upplýsingum og þá veit hann einnig hvert hann á að leita þegar eitthvað fer úrskeiðis. Dómstólar líta skort á faglegri ábyrgð alvarlegum augum, Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2020 (mál nr. E-260/2019) kemur fram að ekki var skráður ábyrgur læknir, það átti stóran þátt í að maður lét lífið eftir skurðaðgerð. Sama hlýtur að gilda um ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Fölskyldunni voru dæmdar bætur. Við verðum að læra af sögum eins og þessari og endurtaka ekki aftur sömu mistökin. Þar sem hlutverkið „ábyrgur hjúkrunarfræðingur“ er greinilega á undanhaldi þarf að skýra hver ber ábyrgð á þeim verkefnum. Ég á erfitt með að sjá að ábyrgur læknir eða aðstandendur taki það að sér. Ef flaggskip heilbrigðiskerfisins er á þessari hættulegu vegferð ætti að meta hvernig staðan er á landinu öllu. Ég óska eftir upplýsingum um hvert annað ég gæti beint þessari áskorun ef þetta er ekki hlutverk embættisins. Alla vega þarf að fylgjast með þessari neikvæðu en hljóðlátu þróun og stýra í rétta átt áður en illa fer. Á meðan staða þessi er óljós vil ég hvetja alla sjúklinga og aðstandendur þeirra sem eru inni á sjúkrastofnunum að kynna sér hver er skráður ábyrgur læknir og ábyrgur hjúkrunarfræðingur. Það er skylda samkvæmt fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu sjúkraskrár. Við sem notendur verðum að fylgja því eftir að réttur okkar sé virtur af sérfræðingum kerfisins. Góð og örugg þjónusta verður til í samstarfi milli sjúklings og starfsmanna þegar þjónustan er veitt, ekki í fundarherbergjum stjórnenda eða embættismanna. Það er þetta samstarf sem þarf að efla. Virðingarfyllst, Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, MBA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem hef stutt náinn ættingja í erfiðum veikindum í mörg ár og sé með eigin augum breytingar á gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu ári varð ég vör við verulega hnignun í hjúkrun hans. Óvönduð umönnun á háskólasjúkrahúsi er upphafið að þessari áskorun. Ítrekuð samskipta vandamál yfir í hreina vanrækslu voru daglegt brauð. Álagi var kennt um og sömu vandamálin endurtóku sig aftur og aftur. Klárlega versnandi gæði og minna öryggi sem ég hef grun um að sé að smitast út um allt heilbrigðiskerfið. Við reyndum að láta starfsmenn vita en þeir fullyrtu að ekki væri ástæða til að skrá atvik. Þegar ég fann engan hjúkrunarfræðing á deildinni sem hafði yfirsýn og fylgdist með meðferð viðkomandi varð mér verulega brugðið. „Við höfum ekkert svoleiðis“ var svarið þegar ég spurði hver væri hans ábyrgi hjúkrunarfræðingur. Ábyrgur læknir hafði ekki áhuga á að ræða vandamál í hjúkrun hans og enginn hjúkrunarfræðingur sat fjölskyldufundi yfir 2ja mánaða tímabil. Þegar ég sé aðsteðjandi hættu, háskalegar aðferðir sem ég veit að hafa skaðaða aðra verð ég að hækka röddina. Hver tekur við þeirri ábendingu og sannfærir okkur um að þetta verði lagfært? Hvað get ég gert án þess að eyða dýrmætri orku í kvörtun til Embættis landlæknis og bíða í 2-5 ár eftir niðurstöðu? Jú, ég sendi inn skriflega kvörtun á deildarstjóra, á athugasemdagátt spítalans með afrit til gæðadeildar og framkvæmdastjóra hjúkrunar. Ég var ekki tilbúin að taka hefðbundinni þögn. Sem betur fer svaraði framkvæmdastjóri hjúkrunar. Í samtali við hann sagði hann að það væri „erfitt að koma þessu hlutverki fyrir eftir breytingar á vaktaskipulagi í tengslum við styttingu vinnuvikunnar.“ Þetta er þá ekki bara á þessari einu deild heldur víðar. Ég skora á landlækni að: A. Greina hversu stór hluti sjúklinga á legu og hjúkrunardeildum landsins hafa skráðan ábyrgan hjúkrunarfræðing og ábyrgan lækni?(ábyrgur sjúkraliði í sumum tilfellum er alveg jafn mikilvægt). B. Fylgja því eftir að hlutverk þessi verði til staðar áfram til að tryggja öryggi sjúklinga. Sjúklingur á hafi einhvern sem hefur yfirsýn, tryggir að meðferð sé eins og hún á að vera og sér til þess að sjúkraskráin sé færð með viðunandi hætti. Sjúklingur á rétt á þessum upplýsingum og þá veit hann einnig hvert hann á að leita þegar eitthvað fer úrskeiðis. Dómstólar líta skort á faglegri ábyrgð alvarlegum augum, Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2020 (mál nr. E-260/2019) kemur fram að ekki var skráður ábyrgur læknir, það átti stóran þátt í að maður lét lífið eftir skurðaðgerð. Sama hlýtur að gilda um ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Fölskyldunni voru dæmdar bætur. Við verðum að læra af sögum eins og þessari og endurtaka ekki aftur sömu mistökin. Þar sem hlutverkið „ábyrgur hjúkrunarfræðingur“ er greinilega á undanhaldi þarf að skýra hver ber ábyrgð á þeim verkefnum. Ég á erfitt með að sjá að ábyrgur læknir eða aðstandendur taki það að sér. Ef flaggskip heilbrigðiskerfisins er á þessari hættulegu vegferð ætti að meta hvernig staðan er á landinu öllu. Ég óska eftir upplýsingum um hvert annað ég gæti beint þessari áskorun ef þetta er ekki hlutverk embættisins. Alla vega þarf að fylgjast með þessari neikvæðu en hljóðlátu þróun og stýra í rétta átt áður en illa fer. Á meðan staða þessi er óljós vil ég hvetja alla sjúklinga og aðstandendur þeirra sem eru inni á sjúkrastofnunum að kynna sér hver er skráður ábyrgur læknir og ábyrgur hjúkrunarfræðingur. Það er skylda samkvæmt fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu sjúkraskrár. Við sem notendur verðum að fylgja því eftir að réttur okkar sé virtur af sérfræðingum kerfisins. Góð og örugg þjónusta verður til í samstarfi milli sjúklings og starfsmanna þegar þjónustan er veitt, ekki í fundarherbergjum stjórnenda eða embættismanna. Það er þetta samstarf sem þarf að efla. Virðingarfyllst, Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, MBA.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun