Áskorun til landlæknis Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 2. september 2024 12:02 Ég er ein þeirra sem hef stutt náinn ættingja í erfiðum veikindum í mörg ár og sé með eigin augum breytingar á gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu ári varð ég vör við verulega hnignun í hjúkrun hans. Óvönduð umönnun á háskólasjúkrahúsi er upphafið að þessari áskorun. Ítrekuð samskipta vandamál yfir í hreina vanrækslu voru daglegt brauð. Álagi var kennt um og sömu vandamálin endurtóku sig aftur og aftur. Klárlega versnandi gæði og minna öryggi sem ég hef grun um að sé að smitast út um allt heilbrigðiskerfið. Við reyndum að láta starfsmenn vita en þeir fullyrtu að ekki væri ástæða til að skrá atvik. Þegar ég fann engan hjúkrunarfræðing á deildinni sem hafði yfirsýn og fylgdist með meðferð viðkomandi varð mér verulega brugðið. „Við höfum ekkert svoleiðis“ var svarið þegar ég spurði hver væri hans ábyrgi hjúkrunarfræðingur. Ábyrgur læknir hafði ekki áhuga á að ræða vandamál í hjúkrun hans og enginn hjúkrunarfræðingur sat fjölskyldufundi yfir 2ja mánaða tímabil. Þegar ég sé aðsteðjandi hættu, háskalegar aðferðir sem ég veit að hafa skaðaða aðra verð ég að hækka röddina. Hver tekur við þeirri ábendingu og sannfærir okkur um að þetta verði lagfært? Hvað get ég gert án þess að eyða dýrmætri orku í kvörtun til Embættis landlæknis og bíða í 2-5 ár eftir niðurstöðu? Jú, ég sendi inn skriflega kvörtun á deildarstjóra, á athugasemdagátt spítalans með afrit til gæðadeildar og framkvæmdastjóra hjúkrunar. Ég var ekki tilbúin að taka hefðbundinni þögn. Sem betur fer svaraði framkvæmdastjóri hjúkrunar. Í samtali við hann sagði hann að það væri „erfitt að koma þessu hlutverki fyrir eftir breytingar á vaktaskipulagi í tengslum við styttingu vinnuvikunnar.“ Þetta er þá ekki bara á þessari einu deild heldur víðar. Ég skora á landlækni að: A. Greina hversu stór hluti sjúklinga á legu og hjúkrunardeildum landsins hafa skráðan ábyrgan hjúkrunarfræðing og ábyrgan lækni?(ábyrgur sjúkraliði í sumum tilfellum er alveg jafn mikilvægt). B. Fylgja því eftir að hlutverk þessi verði til staðar áfram til að tryggja öryggi sjúklinga. Sjúklingur á hafi einhvern sem hefur yfirsýn, tryggir að meðferð sé eins og hún á að vera og sér til þess að sjúkraskráin sé færð með viðunandi hætti. Sjúklingur á rétt á þessum upplýsingum og þá veit hann einnig hvert hann á að leita þegar eitthvað fer úrskeiðis. Dómstólar líta skort á faglegri ábyrgð alvarlegum augum, Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2020 (mál nr. E-260/2019) kemur fram að ekki var skráður ábyrgur læknir, það átti stóran þátt í að maður lét lífið eftir skurðaðgerð. Sama hlýtur að gilda um ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Fölskyldunni voru dæmdar bætur. Við verðum að læra af sögum eins og þessari og endurtaka ekki aftur sömu mistökin. Þar sem hlutverkið „ábyrgur hjúkrunarfræðingur“ er greinilega á undanhaldi þarf að skýra hver ber ábyrgð á þeim verkefnum. Ég á erfitt með að sjá að ábyrgur læknir eða aðstandendur taki það að sér. Ef flaggskip heilbrigðiskerfisins er á þessari hættulegu vegferð ætti að meta hvernig staðan er á landinu öllu. Ég óska eftir upplýsingum um hvert annað ég gæti beint þessari áskorun ef þetta er ekki hlutverk embættisins. Alla vega þarf að fylgjast með þessari neikvæðu en hljóðlátu þróun og stýra í rétta átt áður en illa fer. Á meðan staða þessi er óljós vil ég hvetja alla sjúklinga og aðstandendur þeirra sem eru inni á sjúkrastofnunum að kynna sér hver er skráður ábyrgur læknir og ábyrgur hjúkrunarfræðingur. Það er skylda samkvæmt fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu sjúkraskrár. Við sem notendur verðum að fylgja því eftir að réttur okkar sé virtur af sérfræðingum kerfisins. Góð og örugg þjónusta verður til í samstarfi milli sjúklings og starfsmanna þegar þjónustan er veitt, ekki í fundarherbergjum stjórnenda eða embættismanna. Það er þetta samstarf sem þarf að efla. Virðingarfyllst, Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, MBA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem hef stutt náinn ættingja í erfiðum veikindum í mörg ár og sé með eigin augum breytingar á gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu ári varð ég vör við verulega hnignun í hjúkrun hans. Óvönduð umönnun á háskólasjúkrahúsi er upphafið að þessari áskorun. Ítrekuð samskipta vandamál yfir í hreina vanrækslu voru daglegt brauð. Álagi var kennt um og sömu vandamálin endurtóku sig aftur og aftur. Klárlega versnandi gæði og minna öryggi sem ég hef grun um að sé að smitast út um allt heilbrigðiskerfið. Við reyndum að láta starfsmenn vita en þeir fullyrtu að ekki væri ástæða til að skrá atvik. Þegar ég fann engan hjúkrunarfræðing á deildinni sem hafði yfirsýn og fylgdist með meðferð viðkomandi varð mér verulega brugðið. „Við höfum ekkert svoleiðis“ var svarið þegar ég spurði hver væri hans ábyrgi hjúkrunarfræðingur. Ábyrgur læknir hafði ekki áhuga á að ræða vandamál í hjúkrun hans og enginn hjúkrunarfræðingur sat fjölskyldufundi yfir 2ja mánaða tímabil. Þegar ég sé aðsteðjandi hættu, háskalegar aðferðir sem ég veit að hafa skaðaða aðra verð ég að hækka röddina. Hver tekur við þeirri ábendingu og sannfærir okkur um að þetta verði lagfært? Hvað get ég gert án þess að eyða dýrmætri orku í kvörtun til Embættis landlæknis og bíða í 2-5 ár eftir niðurstöðu? Jú, ég sendi inn skriflega kvörtun á deildarstjóra, á athugasemdagátt spítalans með afrit til gæðadeildar og framkvæmdastjóra hjúkrunar. Ég var ekki tilbúin að taka hefðbundinni þögn. Sem betur fer svaraði framkvæmdastjóri hjúkrunar. Í samtali við hann sagði hann að það væri „erfitt að koma þessu hlutverki fyrir eftir breytingar á vaktaskipulagi í tengslum við styttingu vinnuvikunnar.“ Þetta er þá ekki bara á þessari einu deild heldur víðar. Ég skora á landlækni að: A. Greina hversu stór hluti sjúklinga á legu og hjúkrunardeildum landsins hafa skráðan ábyrgan hjúkrunarfræðing og ábyrgan lækni?(ábyrgur sjúkraliði í sumum tilfellum er alveg jafn mikilvægt). B. Fylgja því eftir að hlutverk þessi verði til staðar áfram til að tryggja öryggi sjúklinga. Sjúklingur á hafi einhvern sem hefur yfirsýn, tryggir að meðferð sé eins og hún á að vera og sér til þess að sjúkraskráin sé færð með viðunandi hætti. Sjúklingur á rétt á þessum upplýsingum og þá veit hann einnig hvert hann á að leita þegar eitthvað fer úrskeiðis. Dómstólar líta skort á faglegri ábyrgð alvarlegum augum, Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2020 (mál nr. E-260/2019) kemur fram að ekki var skráður ábyrgur læknir, það átti stóran þátt í að maður lét lífið eftir skurðaðgerð. Sama hlýtur að gilda um ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Fölskyldunni voru dæmdar bætur. Við verðum að læra af sögum eins og þessari og endurtaka ekki aftur sömu mistökin. Þar sem hlutverkið „ábyrgur hjúkrunarfræðingur“ er greinilega á undanhaldi þarf að skýra hver ber ábyrgð á þeim verkefnum. Ég á erfitt með að sjá að ábyrgur læknir eða aðstandendur taki það að sér. Ef flaggskip heilbrigðiskerfisins er á þessari hættulegu vegferð ætti að meta hvernig staðan er á landinu öllu. Ég óska eftir upplýsingum um hvert annað ég gæti beint þessari áskorun ef þetta er ekki hlutverk embættisins. Alla vega þarf að fylgjast með þessari neikvæðu en hljóðlátu þróun og stýra í rétta átt áður en illa fer. Á meðan staða þessi er óljós vil ég hvetja alla sjúklinga og aðstandendur þeirra sem eru inni á sjúkrastofnunum að kynna sér hver er skráður ábyrgur læknir og ábyrgur hjúkrunarfræðingur. Það er skylda samkvæmt fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu sjúkraskrár. Við sem notendur verðum að fylgja því eftir að réttur okkar sé virtur af sérfræðingum kerfisins. Góð og örugg þjónusta verður til í samstarfi milli sjúklings og starfsmanna þegar þjónustan er veitt, ekki í fundarherbergjum stjórnenda eða embættismanna. Það er þetta samstarf sem þarf að efla. Virðingarfyllst, Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, MBA.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar