Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi.
Hann sagði í samtali við Vísi um miðjan júní síðastliðinn að rannsóknin væri á lokametrunum en málið hefur verið til rannsóknar í rúm fjögur ár.
Nú segir Grímur að mál tveggja netverslana séu komin á borð ákærusviðs en þrjú til viðbótar séu enn til rannsóknar. Hann segir að ákærusvið Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með ákæruvald í áfengismálum, muni nú fara yfir niðurstöður rannsóknarinnar og taka í framhaldinu ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út.
Hann segir ljóst að grunur hafi verið uppi um refsiverða háttsemi, enda hefði lögregla ekki tekið málið til rannsóknar til að byrja með.