40 ára tilraun sem mistókst Georg Eiður Arnarson skrifar 3. september 2024 23:31 Nýtt kvótaár hófst í dag og mér varð hugsað til þess, að þegar kvótakerfið var sett á 1984 þá var ég aðeins 19 ára gamall og ekki byrjaður í útgerð og kannski má að mörgu leyti segja að stærsta vandamálið við að breyta þessu fáránlega kvótakerfi sé einmitt unga fólkið í dag sem einfaldlega skilur þetta ekki. En já, kvótakerfið var sett á 1984 og þá m.a. vegna loforðs fiskifræðinga um, að ef farið væri eftir þeim í 3 ár, þá yrðum við að þeim tíma liðnum farin að veiða 400-500 þúsund tonn af þorski á hverju ári, en eins og svo sem allir vita þá hefur þetta aldrei tekist, en til þess að viðhalda þessu kvótakerfi var tekin sú ákvörðun árið 1990 að leyfa frjálst framsal á aflaheimildum og svolítið sérstakt að hugsa til þess, að á þeim tíma var aðeins 1 stjórnmálaflokkur sem greiddi atkvæði gegn þessari tillögu á þingi og það var Sjálfstæðisflokkurinn, en margt hefur breyst síðan þá. Eftir 1999 hins vegar, hefur rignt inn allskonar tegundum í kvóta til þess eins að hagsmunaaðilar gæti notað þær í tilfærslur. Það er talið að fjárhagslegt tjón þjóðarinnar sé uþb 100 milljarðar á ári vegna kvótakerfisins, en það er fyrir utan það tjón sem orðið hefur vegna fáránlegra vinnubragða Hafró, sem að meira að segja sumir í stórútgerðinni eru farnir að tala um og má þar t.d. nefna síðustu 2 loðnuvertíðar, en þar úthlutaði Hafró loðnukvóta sem aldrei veiddist nema að hluta til og margir loðnusjómenn tala um að það hafi í raun og veru ekki verið til í hafinu, enda hefur ekki verið úthlutað loðnu síðan þá með tilheyrandi tjóni fyrir land og þjóð og svolítið sérstakt að Hafró þurfi ekki að bera neina ábyrgð af sínum útreikningum, en um leið líka svolítið mikilvægt að hafa í huga að það er að sjálfsögðu ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun um hvað megi veiða og þó að ráðherrar undanfarinna ríkisstjórna hafi því miður vanið sig á að fela sig á bak við ráðgjöf Hafró, þá bera þeir samt ábyrgðina. En hvernig var þetta fyrir daga kvótakerfisins? Í dag heitir sjávarútvegsráðherra matvælaráðherra og fer bæði með málefni sjávarútvegs og landbúnaðar, en fyrir daga kvótakerfisins vorum við með sérstakan sjávarútvegsráðherra sem ferðaðist um landið, ræddi við sjómenn og skipstjóra í hverju landshorni og tók síðan ákvörðun í samráði við þá sem unnu við að veiða fiskinn og þekktu fiskimiðin. Árangurinn var líka sá, að þá veiddum við helmingi meira heldur en í dag. Vissulega á mun fleiri skipum, en þessi hagræðing í sjávarútvegi hefur svo sannarlega kostað mörg sjávarþorpin lífið. Ég horfði á ágætan þátt um sjávarútvegsmálin um daginn, þar sem í viðtali voru nokkrir skipstjórar sem starfað höfðu um og yfir 50 ár á sjó og höfðu frá ýmsu að segja, en allir voru þeir þó sammála um eitt, að í dag er gríðarleg uppsveifla í þorskstofninum á Íslandi en við erum ekki að nýta okkur það og enginn þeirra skilur vinnubrögð Hafró, ráðgjöf Hafró eða þetta svokallaða togararall Hafró sem engu skilar, eins og marg hefur verið sýnt fram á. Reyndar svolítið sérstakt líka að lesa ályktun SFS um makrílrannsóknir Hafró, en samkvæmt mælingum Hafró hefur makrílstofninn minnkað um liðlega helming í íslenskri lögsögu, en samkvæmt ályktun SFS er ekkert að marka það vegna þess að þetta sé stofn sem sé flökkustofn, en spurningin er, eru ekki allir fiskistofnar meira og minna flökkustofnar sem færa sig til eftir æti, t.d. tala sjómenn á Vestfjörðum mikið um það þegar grænlandsþorskurinn gengur inn á miðin og svo aftur til baka, en það hefur hins vegar aldrei verið mælt af Hafró og þeir í raun og veru hafnað því að þetta sé til. Pínu sérstakt. Óska öllum sjómönnum og útgerðarmönnum gleðilegs nýs fiskveiðiárs. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Flokkur fólksins Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt kvótaár hófst í dag og mér varð hugsað til þess, að þegar kvótakerfið var sett á 1984 þá var ég aðeins 19 ára gamall og ekki byrjaður í útgerð og kannski má að mörgu leyti segja að stærsta vandamálið við að breyta þessu fáránlega kvótakerfi sé einmitt unga fólkið í dag sem einfaldlega skilur þetta ekki. En já, kvótakerfið var sett á 1984 og þá m.a. vegna loforðs fiskifræðinga um, að ef farið væri eftir þeim í 3 ár, þá yrðum við að þeim tíma liðnum farin að veiða 400-500 þúsund tonn af þorski á hverju ári, en eins og svo sem allir vita þá hefur þetta aldrei tekist, en til þess að viðhalda þessu kvótakerfi var tekin sú ákvörðun árið 1990 að leyfa frjálst framsal á aflaheimildum og svolítið sérstakt að hugsa til þess, að á þeim tíma var aðeins 1 stjórnmálaflokkur sem greiddi atkvæði gegn þessari tillögu á þingi og það var Sjálfstæðisflokkurinn, en margt hefur breyst síðan þá. Eftir 1999 hins vegar, hefur rignt inn allskonar tegundum í kvóta til þess eins að hagsmunaaðilar gæti notað þær í tilfærslur. Það er talið að fjárhagslegt tjón þjóðarinnar sé uþb 100 milljarðar á ári vegna kvótakerfisins, en það er fyrir utan það tjón sem orðið hefur vegna fáránlegra vinnubragða Hafró, sem að meira að segja sumir í stórútgerðinni eru farnir að tala um og má þar t.d. nefna síðustu 2 loðnuvertíðar, en þar úthlutaði Hafró loðnukvóta sem aldrei veiddist nema að hluta til og margir loðnusjómenn tala um að það hafi í raun og veru ekki verið til í hafinu, enda hefur ekki verið úthlutað loðnu síðan þá með tilheyrandi tjóni fyrir land og þjóð og svolítið sérstakt að Hafró þurfi ekki að bera neina ábyrgð af sínum útreikningum, en um leið líka svolítið mikilvægt að hafa í huga að það er að sjálfsögðu ráðherra sem tekur endanlega ákvörðun um hvað megi veiða og þó að ráðherrar undanfarinna ríkisstjórna hafi því miður vanið sig á að fela sig á bak við ráðgjöf Hafró, þá bera þeir samt ábyrgðina. En hvernig var þetta fyrir daga kvótakerfisins? Í dag heitir sjávarútvegsráðherra matvælaráðherra og fer bæði með málefni sjávarútvegs og landbúnaðar, en fyrir daga kvótakerfisins vorum við með sérstakan sjávarútvegsráðherra sem ferðaðist um landið, ræddi við sjómenn og skipstjóra í hverju landshorni og tók síðan ákvörðun í samráði við þá sem unnu við að veiða fiskinn og þekktu fiskimiðin. Árangurinn var líka sá, að þá veiddum við helmingi meira heldur en í dag. Vissulega á mun fleiri skipum, en þessi hagræðing í sjávarútvegi hefur svo sannarlega kostað mörg sjávarþorpin lífið. Ég horfði á ágætan þátt um sjávarútvegsmálin um daginn, þar sem í viðtali voru nokkrir skipstjórar sem starfað höfðu um og yfir 50 ár á sjó og höfðu frá ýmsu að segja, en allir voru þeir þó sammála um eitt, að í dag er gríðarleg uppsveifla í þorskstofninum á Íslandi en við erum ekki að nýta okkur það og enginn þeirra skilur vinnubrögð Hafró, ráðgjöf Hafró eða þetta svokallaða togararall Hafró sem engu skilar, eins og marg hefur verið sýnt fram á. Reyndar svolítið sérstakt líka að lesa ályktun SFS um makrílrannsóknir Hafró, en samkvæmt mælingum Hafró hefur makrílstofninn minnkað um liðlega helming í íslenskri lögsögu, en samkvæmt ályktun SFS er ekkert að marka það vegna þess að þetta sé stofn sem sé flökkustofn, en spurningin er, eru ekki allir fiskistofnar meira og minna flökkustofnar sem færa sig til eftir æti, t.d. tala sjómenn á Vestfjörðum mikið um það þegar grænlandsþorskurinn gengur inn á miðin og svo aftur til baka, en það hefur hins vegar aldrei verið mælt af Hafró og þeir í raun og veru hafnað því að þetta sé til. Pínu sérstakt. Óska öllum sjómönnum og útgerðarmönnum gleðilegs nýs fiskveiðiárs. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun