Að þróa og efla gróskuhugarfar Ingrid Kuhlman skrifar 9. september 2024 08:02 Carol S. Dweck, prófessor í sálfræði við Stanford háskóla, er frumkvöðull í rannsóknum á hugarfari. Í bók sinni Mindset: The New Psychology of Success gerir hún greinarmun á gróskuhugarfari annars vegar (e. growth mindset) og fastmótuðu hugarfari hins vegar (e. fixed mindset). Dweck segir að viðhorf okkar og trú á eigin hæfileika geti haft áhrif á ýmsa þætti lífsins, þar á meðal akademíska frammistöðu, vinnu, árangur í íþróttum og persónuleg samskipti. Hvað felst í grósku- og fastmótuðu hugarfari? Samkvæmt Dweck er kjarni gróskuhugarfars trúin á að við getum þróað hæfileika okkar og hæfni með vinnusemi, dugnaði og þrautseigju og í gegnum nám og þjálfun. Fólk með gróskuhugarfar trúir því að það geti bætt árangur sinn og færni með því að leggja sig fram. Það er opið fyrir lærdómi og sér mistök eða erfiðleika sem tækifæri til að læra, bæta sig og þróast áfram. Það setur sér háleit og krefjandi markmið og gefst ekki upp auðveldlega þegar það stendur andspænis áskorunum eða erfiðleikum. Fólk með gróskuhugarfar er opið fyrir endurgjöf og nýtur hana til að bæta sig. Það lítur á velgengni annarra sem hvatningu. Fólk með fastmótað hugarfar á hinn bóginn trúir að hæfileikar og færni séu meðfæddir eiginleikar sem ekki er hægt að breyta; annaðhvort séum við góð í einhverju eða ekki. Þetta viðhorf leiðir til þess að það forðast áskoranir vegna hræðslu við mistök og gefst auðveldlega upp þegar það mætir mótlæti. Það lítur á gagnrýni sem persónulega árás og upplifur ógn af árangri annarra þar sem það metur eigin árangur oft út frá árangri annarra. Fastmótað hugarfar getur takmarkað vöxt og framfarir einstaklinga þar sem það hindrar þá í að taka áhættu, prófa nýja hluti og læra af reynslunni. Leiðir til að þjálfa gróskuhugarfar Carol Dweck og rannsóknarteymi hennar hafa veitt dýrmæta innsýn í hvernig hægt að breyta fastmótuðu hugarfari í gróskuhugarfar með því að þróa meðvitund um eigin viðhorf og hvernig þau hafa áhrif á hegðun okkar og ákvarðanatöku. Gróskuhugarfar er, öfugt við það sem margir kunna að halda, ekki eitthvað sem við fæðumst með heldur er hægt að rækta það og efla með réttu hugarfari og þjálfun. Hér fyrir neðan eru nokkrar aðferðir til að efla og þróa gróskuhugarfar: 1. Skilja aðlögunarhæfni heilans Aðlögunarhæfni eða sveigjanleiki miðtaugakerfisins (e. neuroplasticity) er ótrúleg geta heilans til að aðlaga sig og breytast allt okkar líf. Þessi aðlögun getur átt sér stað á margan hátt, til dæmis með myndun nýrra taugafrumna, styrkingu eða veikingu tiltekinna taugabrauta. Einnig með endurskipulagningu á starfsemi eða hlutverkum mismunandi svæða heilans sem viðbragð við nýrri reynslu, námi, þjálfun eða jafnvel í kjölfar skaða. Þetta sannar að hæfileikar og geta okkar til að læra og aðlaga okkur eru síður en svo föst og óbreytanleg einkenni. 2. Skora á raddirnar sem endurspegla fastmótað hugarfar Gott er að æfa sig í að bera kennsl á raddir fastmótaðs viðhorfs, eins og t.d. „Ég er ekki góð/ur í þessu“, „Ég get þetta ekki“ eða „Þetta voru hræðileg mistök“ og skipta þessum hugsunum út fyrir hugsanir sem endurspegla gróskuhugarfar: „Ég hef ekki náð tökum á þessu ennþá“, „Ég ætla að æfa mig í þessu“ eða „Ég geri bara betur næst“. 3. Setja sér markmið um að læra eða þroskast í staðinn fyrir afköst Í stað þess að einblína á afkastagetu eða frammistöðu er gott að setja sér markmið sem snúa að því að læra nýja hluti og þróast. Þetta getur verið allt frá því að læra nýtt tungumál, bæta kynningarfærni, auka leiðtogahæfni eða öðlast dýpri skilning á gervigreind. 4. Hrósa fyrir dugnað, ekki hæfileika Hægt er að efla gróskuhugarfar hjá öðrum með því að hrósa þeim fyrir dugnað, ástundun eða þrautseigju frekar en meðfædda hæfileika eða gáfur. Þessi nálgun tryggir að þeir skilgreini sig ekki eingöngu út frá meðfæddum hæfileikum og missa ekki móðinn þegar þeir takast á við áskoranir þar sem þeir skilja að þrautseigja og það að leggja eitthvað á sig leiði til vaxtar og árangurs. 5. Hræðast ekki mistök Að líta á mistök sem óaðskiljanlegan hluta af lærdómsferlinu er lykilatriði í að efla bæði persónulegan og faglegan vöxt. Mistök bjóða upp á tækifæri til innsæis og skilnings á því sem er ekki að virka. Við ættum því að ögra okkur sjálfum með nýjum upplifunum, vera opin fyrir áskorunum og nálgast mistök með spurningunni: „Hvað get ég lært af þessu?“ Gróskuhugarfarið er lykillinn að velgengni Carol S. Dweck hefur opnað augu okkar fyrir því hve mikil áhrif hugarfarið hefur á getu okkar til að læra, aðlaga okkur og vaxa. Gróskuhugarfar hefur sýnt sig vera einn af lyklunum að velgengni í leik og starfi. Það er ótrúlegur kraftur fólginn í þeirri vitneskju og trú að við höfum getu og möguleika til að bæta okkur. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Carol S. Dweck, prófessor í sálfræði við Stanford háskóla, er frumkvöðull í rannsóknum á hugarfari. Í bók sinni Mindset: The New Psychology of Success gerir hún greinarmun á gróskuhugarfari annars vegar (e. growth mindset) og fastmótuðu hugarfari hins vegar (e. fixed mindset). Dweck segir að viðhorf okkar og trú á eigin hæfileika geti haft áhrif á ýmsa þætti lífsins, þar á meðal akademíska frammistöðu, vinnu, árangur í íþróttum og persónuleg samskipti. Hvað felst í grósku- og fastmótuðu hugarfari? Samkvæmt Dweck er kjarni gróskuhugarfars trúin á að við getum þróað hæfileika okkar og hæfni með vinnusemi, dugnaði og þrautseigju og í gegnum nám og þjálfun. Fólk með gróskuhugarfar trúir því að það geti bætt árangur sinn og færni með því að leggja sig fram. Það er opið fyrir lærdómi og sér mistök eða erfiðleika sem tækifæri til að læra, bæta sig og þróast áfram. Það setur sér háleit og krefjandi markmið og gefst ekki upp auðveldlega þegar það stendur andspænis áskorunum eða erfiðleikum. Fólk með gróskuhugarfar er opið fyrir endurgjöf og nýtur hana til að bæta sig. Það lítur á velgengni annarra sem hvatningu. Fólk með fastmótað hugarfar á hinn bóginn trúir að hæfileikar og færni séu meðfæddir eiginleikar sem ekki er hægt að breyta; annaðhvort séum við góð í einhverju eða ekki. Þetta viðhorf leiðir til þess að það forðast áskoranir vegna hræðslu við mistök og gefst auðveldlega upp þegar það mætir mótlæti. Það lítur á gagnrýni sem persónulega árás og upplifur ógn af árangri annarra þar sem það metur eigin árangur oft út frá árangri annarra. Fastmótað hugarfar getur takmarkað vöxt og framfarir einstaklinga þar sem það hindrar þá í að taka áhættu, prófa nýja hluti og læra af reynslunni. Leiðir til að þjálfa gróskuhugarfar Carol Dweck og rannsóknarteymi hennar hafa veitt dýrmæta innsýn í hvernig hægt að breyta fastmótuðu hugarfari í gróskuhugarfar með því að þróa meðvitund um eigin viðhorf og hvernig þau hafa áhrif á hegðun okkar og ákvarðanatöku. Gróskuhugarfar er, öfugt við það sem margir kunna að halda, ekki eitthvað sem við fæðumst með heldur er hægt að rækta það og efla með réttu hugarfari og þjálfun. Hér fyrir neðan eru nokkrar aðferðir til að efla og þróa gróskuhugarfar: 1. Skilja aðlögunarhæfni heilans Aðlögunarhæfni eða sveigjanleiki miðtaugakerfisins (e. neuroplasticity) er ótrúleg geta heilans til að aðlaga sig og breytast allt okkar líf. Þessi aðlögun getur átt sér stað á margan hátt, til dæmis með myndun nýrra taugafrumna, styrkingu eða veikingu tiltekinna taugabrauta. Einnig með endurskipulagningu á starfsemi eða hlutverkum mismunandi svæða heilans sem viðbragð við nýrri reynslu, námi, þjálfun eða jafnvel í kjölfar skaða. Þetta sannar að hæfileikar og geta okkar til að læra og aðlaga okkur eru síður en svo föst og óbreytanleg einkenni. 2. Skora á raddirnar sem endurspegla fastmótað hugarfar Gott er að æfa sig í að bera kennsl á raddir fastmótaðs viðhorfs, eins og t.d. „Ég er ekki góð/ur í þessu“, „Ég get þetta ekki“ eða „Þetta voru hræðileg mistök“ og skipta þessum hugsunum út fyrir hugsanir sem endurspegla gróskuhugarfar: „Ég hef ekki náð tökum á þessu ennþá“, „Ég ætla að æfa mig í þessu“ eða „Ég geri bara betur næst“. 3. Setja sér markmið um að læra eða þroskast í staðinn fyrir afköst Í stað þess að einblína á afkastagetu eða frammistöðu er gott að setja sér markmið sem snúa að því að læra nýja hluti og þróast. Þetta getur verið allt frá því að læra nýtt tungumál, bæta kynningarfærni, auka leiðtogahæfni eða öðlast dýpri skilning á gervigreind. 4. Hrósa fyrir dugnað, ekki hæfileika Hægt er að efla gróskuhugarfar hjá öðrum með því að hrósa þeim fyrir dugnað, ástundun eða þrautseigju frekar en meðfædda hæfileika eða gáfur. Þessi nálgun tryggir að þeir skilgreini sig ekki eingöngu út frá meðfæddum hæfileikum og missa ekki móðinn þegar þeir takast á við áskoranir þar sem þeir skilja að þrautseigja og það að leggja eitthvað á sig leiði til vaxtar og árangurs. 5. Hræðast ekki mistök Að líta á mistök sem óaðskiljanlegan hluta af lærdómsferlinu er lykilatriði í að efla bæði persónulegan og faglegan vöxt. Mistök bjóða upp á tækifæri til innsæis og skilnings á því sem er ekki að virka. Við ættum því að ögra okkur sjálfum með nýjum upplifunum, vera opin fyrir áskorunum og nálgast mistök með spurningunni: „Hvað get ég lært af þessu?“ Gróskuhugarfarið er lykillinn að velgengni Carol S. Dweck hefur opnað augu okkar fyrir því hve mikil áhrif hugarfarið hefur á getu okkar til að læra, aðlaga okkur og vaxa. Gróskuhugarfar hefur sýnt sig vera einn af lyklunum að velgengni í leik og starfi. Það er ótrúlegur kraftur fólginn í þeirri vitneskju og trú að við höfum getu og möguleika til að bæta okkur. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar