Allir sammála um óbreytta vexti Árni Sæberg skrifar 4. september 2024 16:43 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Allir meðlimir peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands voru sammála seðlabankastjóra um að halda vöxtum óbreyttum, þegar þeir höfðu þegar staðið í 9,25 prósentum í heilt ár. Talsverða athygli vakti þann 21. ágúst síðastliðinn þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti að stýrivextir yrðu óbreyttir í sex vikur til viðbótar hið minnsta. Fjöldi sérfræðinga hafði spáð því að vextir yrðu lækkaðir á fyrsta fundi peningastefnunefndar eftir sumarfrí en þegar verðbólgutölur fyrir júlímánuð voru birtar varð úti um vonir flestra. Þó voru margir, sér í lagi verkalýðsforkólfar, sem lýstu yfir megnri óánægju sinni með ákvörðun peningastefnunefndar. Verðhækkanir á breiðum grunni Í fundargerð fyrir síðasta fund peningastefnunefndar segir að nefndarmenn hafi rætt verðbólguþróun og að verðbólga hefði aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig aukist á milli funda og væri enn mikil auk þess sem verðhækkanir væru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vægi enn þungt. Rætt hafi verið um að verðbólguvæntingar hefðu einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Spenna þrátt fyrir taumhald Nefndin hafi fjallað um að hægt hefði á innlendri eftirspurn undanfarið ár í takt við aukið peningalegt taumhald. Nokkur spenna væri þó enn til staðar í þjóðarbúinu og byggt á nýjustu gögnum hefði lítið dregið úr henni frá maífundi nefndarinnar. Nefndin hafi því talið að horfur væru á að það gæti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgu. Allir nefndarmenn hafi verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum. Verðbólga væri áfram þrálát og verðbólguvæntingar hefðu lítið breyst. Þótt hægt hefði á umsvifum í þjóðarbúskapnum frá því í fyrra væri staðan að mörgu leyti svipuð og hún var á maífundinum. Fáar vísbendingar um kólnun Nefndin hafi talið að innlend eftirspurn væri enn nokkuð sterk og fáar vísbendingar væru um að efnahagslífið hefði kólnað frá síðasta fundi nefndarinnar, hvort sem litið væri til vinnu- eða húsnæðismarkaðar. Þá virtust launahækkanir undanfarna mánuði og aðgerðir í ríkisfjármálum í tengslum við kjarasamninga hafa stutt við eftirspurn. Launahækkanir endurspegluðust einnig að hluta til í miklum vexti innlána heimila í takt við hækkun vaxta. Sparnaðarstig heimila væri enn tiltölulega hátt og jákvætt væri að sjá hversu vel miðlunin hefði gengið í gegnum þennan farveg undanfarin misseri þótt mikill sparnaður gæti hugsanlega ýtt undir eftirspurn horft fram á veginn. Þá væri einnig ljóst að uppkaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík hefðu haft hvetjandi áhrif á fasteignamarkaðinn en að mati nefndarinnar væru þau áhrif tímabundin. Hins vegar þótt litið væri fram hjá áhrifum vegna flutninga Grindvíkinga virtust umsvif á húsnæðismarkaði vera nokkuð sterk. Gætu þurft að hafa taumhaldið þétt lengi Fram hafi komið í umræðunni að í ljósi kröftugra efnahagsumsvifa og hversu þrálát verðbólga væri gæti verið þörf á því að hafa taumhald peningastefnunnar þétt í lengri tíma en ella enda tæki nokkurn tíma fyrir aðhald peningastefnunnar að hafa tilætluð áhrif. Það ætti sérstaklega við þegar verðbólga hefði verið lengi yfir markmiði og kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið hefði veikst. Einnig væri vandasamt að hægja á eftirspurn í ljósi viðvarandi hækkana launa og aukinna tilfærslna frá hinu opinbera. Bent hafi verið á að hugsanlega væri erfitt að ná verðbólgu niður í markmið innan ásættanlegs tíma nema hægja verulega á efnahagsumsvifum. Nefndin hafi því talið að í ljósi þess að enn væru hvorki komnar fram nægjanlega skýrar vísbendingar um að verðbólguþrýstingur væri að minnka né að verðbólguvæntingar færu lækkandi þyrfti taumhald peningastefnunnar áfram að haldast þétt. Þótt vaxtahækkanir bankans hefðu skilað árangri í að draga úr spennu og stuðla að hjöðnun verðbólgu væri þróunin hægari en reiknað var með. Aðhaldsstigið hæfilegt Með hliðsjón af umræðunni hafi seðlabankastjóri lagt til að vextir bankans yrðu óbreyttir. Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 9,25 prósent, innlánsvextir (vextir á viðskiptareikningum) 9 prósent, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 10 prósent og daglánavextir 11 prósent. Allir nefndarmenn hafi samþykkt tillöguna. Nefndin hafi talið að núverandi aðhaldsstig væri hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kallaði á varkárni. Mótun peningastefnunnar myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Talsverða athygli vakti þann 21. ágúst síðastliðinn þegar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri tilkynnti að stýrivextir yrðu óbreyttir í sex vikur til viðbótar hið minnsta. Fjöldi sérfræðinga hafði spáð því að vextir yrðu lækkaðir á fyrsta fundi peningastefnunefndar eftir sumarfrí en þegar verðbólgutölur fyrir júlímánuð voru birtar varð úti um vonir flestra. Þó voru margir, sér í lagi verkalýðsforkólfar, sem lýstu yfir megnri óánægju sinni með ákvörðun peningastefnunefndar. Verðhækkanir á breiðum grunni Í fundargerð fyrir síðasta fund peningastefnunefndar segir að nefndarmenn hafi rætt verðbólguþróun og að verðbólga hefði aukist lítillega frá síðasta fundi nefndarinnar í maí eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Undirliggjandi verðbólga hefði einnig aukist á milli funda og væri enn mikil auk þess sem verðhækkanir væru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vægi enn þungt. Rætt hafi verið um að verðbólguvæntingar hefðu einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Spenna þrátt fyrir taumhald Nefndin hafi fjallað um að hægt hefði á innlendri eftirspurn undanfarið ár í takt við aukið peningalegt taumhald. Nokkur spenna væri þó enn til staðar í þjóðarbúinu og byggt á nýjustu gögnum hefði lítið dregið úr henni frá maífundi nefndarinnar. Nefndin hafi því talið að horfur væru á að það gæti tekið nokkurn tíma að ná fram ásættanlegri hjöðnun verðbólgu. Allir nefndarmenn hafi verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum. Verðbólga væri áfram þrálát og verðbólguvæntingar hefðu lítið breyst. Þótt hægt hefði á umsvifum í þjóðarbúskapnum frá því í fyrra væri staðan að mörgu leyti svipuð og hún var á maífundinum. Fáar vísbendingar um kólnun Nefndin hafi talið að innlend eftirspurn væri enn nokkuð sterk og fáar vísbendingar væru um að efnahagslífið hefði kólnað frá síðasta fundi nefndarinnar, hvort sem litið væri til vinnu- eða húsnæðismarkaðar. Þá virtust launahækkanir undanfarna mánuði og aðgerðir í ríkisfjármálum í tengslum við kjarasamninga hafa stutt við eftirspurn. Launahækkanir endurspegluðust einnig að hluta til í miklum vexti innlána heimila í takt við hækkun vaxta. Sparnaðarstig heimila væri enn tiltölulega hátt og jákvætt væri að sjá hversu vel miðlunin hefði gengið í gegnum þennan farveg undanfarin misseri þótt mikill sparnaður gæti hugsanlega ýtt undir eftirspurn horft fram á veginn. Þá væri einnig ljóst að uppkaup ríkisins á íbúðarhúsnæði í Grindavík hefðu haft hvetjandi áhrif á fasteignamarkaðinn en að mati nefndarinnar væru þau áhrif tímabundin. Hins vegar þótt litið væri fram hjá áhrifum vegna flutninga Grindvíkinga virtust umsvif á húsnæðismarkaði vera nokkuð sterk. Gætu þurft að hafa taumhaldið þétt lengi Fram hafi komið í umræðunni að í ljósi kröftugra efnahagsumsvifa og hversu þrálát verðbólga væri gæti verið þörf á því að hafa taumhald peningastefnunnar þétt í lengri tíma en ella enda tæki nokkurn tíma fyrir aðhald peningastefnunnar að hafa tilætluð áhrif. Það ætti sérstaklega við þegar verðbólga hefði verið lengi yfir markmiði og kjölfesta verðbólguvæntinga við markmið hefði veikst. Einnig væri vandasamt að hægja á eftirspurn í ljósi viðvarandi hækkana launa og aukinna tilfærslna frá hinu opinbera. Bent hafi verið á að hugsanlega væri erfitt að ná verðbólgu niður í markmið innan ásættanlegs tíma nema hægja verulega á efnahagsumsvifum. Nefndin hafi því talið að í ljósi þess að enn væru hvorki komnar fram nægjanlega skýrar vísbendingar um að verðbólguþrýstingur væri að minnka né að verðbólguvæntingar færu lækkandi þyrfti taumhald peningastefnunnar áfram að haldast þétt. Þótt vaxtahækkanir bankans hefðu skilað árangri í að draga úr spennu og stuðla að hjöðnun verðbólgu væri þróunin hægari en reiknað var með. Aðhaldsstigið hæfilegt Með hliðsjón af umræðunni hafi seðlabankastjóri lagt til að vextir bankans yrðu óbreyttir. Meginvextir bankans, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, yrðu 9,25 prósent, innlánsvextir (vextir á viðskiptareikningum) 9 prósent, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 10 prósent og daglánavextir 11 prósent. Allir nefndarmenn hafi samþykkt tillöguna. Nefndin hafi talið að núverandi aðhaldsstig væri hæfilegt til þess að koma verðbólgu í markmið en þrálát verðbólga og kraftur í innlendri eftirspurn kallaði á varkárni. Mótun peningastefnunnar myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira