Hvað ef við hefðum val? Heiðdís Geirsdóttir skrifar 6. september 2024 14:32 Mér finnst fréttir af heilsu barnanna okkar, ekki bara andlegri heldur líka félagslegri og námslegri alltaf vera að versna. Við höfum séð fréttir síðustu daga og vikur um voðaverk unglinga og slakan námsárangur barna, sér í lagi í lestri. Við deilum um hvort Kópavogsmódelið sé að eyðileggja starfsframa kvenna og hvort það sé raunverulega börnunum fyrir bestu. Í þessu samhengi á fólk það til að tala um konur, aldrei við þær. Það er talað um að konur lendi í að vera heima, ekki að þær velji það. Hér held ég að sé nauðsynlegt að setja fyrirvara áður en lesið er lengra. Það sem hér fylgir er eitthvað sem ekki má segja í nútímasamfélagi. Ekki má gera lítið úr því sem áunnist hefur í kvenréttindum og það er alls ekki ætlunin með þessum skrifum. Ætlunin er að ögra því sem við teljum vera hina einu réttu samfélagsgerð, sem er ekki heilagur sannleikur. Staðreyndir eru nefnilega háðar tíma, það er við teljum rétt í dag, gæti verið rangt eftir örfá ár og öfugt. Svo… Ég spyr mig hvernig samfélagið okkar hefur breyst síðustu 40 árin. Börn fóru seinna á leikskóla, dagvistunartími var skemmri, börn eyddu meiri tíma með ömmum og öfum, heimurinn var ekki nettengdur. Annað foreldrið, jú mæður, tóku á móti börnum sínum heim úr skóla og ef þær voru útivinnandi þá fóru þau oftar en ekki til ömmu. Ef við myndum skoða línurit yfir atvinnuþátttöku kvenna og setja þar við hliðina á vistunartíma í leikskólum og frístundaheimilum þá myndum við, held ég, sjá 100% fylgni. Við myndum sjá að heimilin fara frá því að geta vel lifað á einni innkomu í að þurfa tvær fyrirvinnur til að halda sjó. Við myndum sjá vanlíðan barnanna okkar, við myndum sjá lífsgæðakapphlaupið éta okkur lifandi. Við sjáum kulnun, vandamál sem hrjáir að miklum meirihluta konur. Held ég… Ég spyr mig sem félagsfræðingur afhverju frummaðurinn þróaðist þannig að karlinn fór út að veiða og vernda fjölskylduna og konan var eftir, hugsaði um börnin og safnaði fræjum og jurtum. Þótt svarið held ég að sé frekar augljóst. Ég tel mig búa við fullkomin forréttindi að hafa aldrei í lífinu haldið að eitthvað væri mér ofviða því ég er kona, ég vil ekki gera lítið úr kvennréttindabaráttu þeirra sem á undan mér komu og gerðu mér kleift að vera jafnvíg jafnöldrum mínum af hinu kyninu. Enda er ég ekki að skrifa þetta til að reyna að gera lítið úr konum eða hlutverki þeirra í atvinnulífinu. En ég spyr mig hvort við séum komin út af brautinni? Hvað ef hin upprunalega samfélagsgerð var sú sem virkaði best? Hvað ef, þar sem náttúran gerir ráð fyrir að tvo þurfi til að eiga barn, hvað ef við erum tvö svo annað geti útvegað nauðsynjar og hitt hugsi um barnið? Hvað ef við erum komin svo langt í lífsgæðum að við sjáum ekki hin raunverulegu lífsgæði? Lífið sjálft, börnin okkar. Börnin okkar sem fara í skólann, svo í frístund og svo í tómstundir til að fylla tíma þeirra og halda þeim öruggum meðan við vinnum fyrir afborgunum, jú og flugfari til Tene. Við höfum svo mikið að gera að við getum varla gefið okkur tíma til að versla matvöru, eða hvað þá að elda. Og ég ætla ekki að reyna að láta eins og ég sé saklaus um neitt af þessu, ég bý í þessu samfélagi og lifi eftir hraða þess og kröfum. Það er vinnan, það eru vinirnir, áhugamálin og ekki má gleyma samfélagsmiðlunum. Hvað er eftir fyrir lífið? Eigum við bara að lifa því í sumarfríi, sem á hverju vori er jafn umdeilt því, hvað eigum við jú að gera við börnin í allar þessar vikur? Hvað ef við hefðum val um að ala börnin okkar sjálf upp? Hvað ef samfélagið okkar myndi ekki gera ráð fyrir tveimur fyrirvinnum? Hvað ef fólki langar að vera heimavinnandi með ung börn og þannig minnka álag á kerfinu sem er að ala börnin okkar upp? Hvað ef ríkið myndi borga okkur fyrir að hugsa sjálf um börnin okkar en ekki ala þau upp á fjársveltum stofnunum? Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar, ekki skólinn, tiktok eða instagram. Foreldrar kaupa snjallsíma, foreldrar leyfa börnum að fá öpp, foreldrar þurfa að passa að barnið þeirra fái námsefni við hæfi, foreldrar bera ábyrgð á að barnið þeirra beri virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Hvað ef við hefðum eitthvað val? Hvað ef við höfum farið hræðilega út af sporinu? Hvað ef við mættum segja það? Höfundur er félagsfræðingur og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Mér finnst fréttir af heilsu barnanna okkar, ekki bara andlegri heldur líka félagslegri og námslegri alltaf vera að versna. Við höfum séð fréttir síðustu daga og vikur um voðaverk unglinga og slakan námsárangur barna, sér í lagi í lestri. Við deilum um hvort Kópavogsmódelið sé að eyðileggja starfsframa kvenna og hvort það sé raunverulega börnunum fyrir bestu. Í þessu samhengi á fólk það til að tala um konur, aldrei við þær. Það er talað um að konur lendi í að vera heima, ekki að þær velji það. Hér held ég að sé nauðsynlegt að setja fyrirvara áður en lesið er lengra. Það sem hér fylgir er eitthvað sem ekki má segja í nútímasamfélagi. Ekki má gera lítið úr því sem áunnist hefur í kvenréttindum og það er alls ekki ætlunin með þessum skrifum. Ætlunin er að ögra því sem við teljum vera hina einu réttu samfélagsgerð, sem er ekki heilagur sannleikur. Staðreyndir eru nefnilega háðar tíma, það er við teljum rétt í dag, gæti verið rangt eftir örfá ár og öfugt. Svo… Ég spyr mig hvernig samfélagið okkar hefur breyst síðustu 40 árin. Börn fóru seinna á leikskóla, dagvistunartími var skemmri, börn eyddu meiri tíma með ömmum og öfum, heimurinn var ekki nettengdur. Annað foreldrið, jú mæður, tóku á móti börnum sínum heim úr skóla og ef þær voru útivinnandi þá fóru þau oftar en ekki til ömmu. Ef við myndum skoða línurit yfir atvinnuþátttöku kvenna og setja þar við hliðina á vistunartíma í leikskólum og frístundaheimilum þá myndum við, held ég, sjá 100% fylgni. Við myndum sjá að heimilin fara frá því að geta vel lifað á einni innkomu í að þurfa tvær fyrirvinnur til að halda sjó. Við myndum sjá vanlíðan barnanna okkar, við myndum sjá lífsgæðakapphlaupið éta okkur lifandi. Við sjáum kulnun, vandamál sem hrjáir að miklum meirihluta konur. Held ég… Ég spyr mig sem félagsfræðingur afhverju frummaðurinn þróaðist þannig að karlinn fór út að veiða og vernda fjölskylduna og konan var eftir, hugsaði um börnin og safnaði fræjum og jurtum. Þótt svarið held ég að sé frekar augljóst. Ég tel mig búa við fullkomin forréttindi að hafa aldrei í lífinu haldið að eitthvað væri mér ofviða því ég er kona, ég vil ekki gera lítið úr kvennréttindabaráttu þeirra sem á undan mér komu og gerðu mér kleift að vera jafnvíg jafnöldrum mínum af hinu kyninu. Enda er ég ekki að skrifa þetta til að reyna að gera lítið úr konum eða hlutverki þeirra í atvinnulífinu. En ég spyr mig hvort við séum komin út af brautinni? Hvað ef hin upprunalega samfélagsgerð var sú sem virkaði best? Hvað ef, þar sem náttúran gerir ráð fyrir að tvo þurfi til að eiga barn, hvað ef við erum tvö svo annað geti útvegað nauðsynjar og hitt hugsi um barnið? Hvað ef við erum komin svo langt í lífsgæðum að við sjáum ekki hin raunverulegu lífsgæði? Lífið sjálft, börnin okkar. Börnin okkar sem fara í skólann, svo í frístund og svo í tómstundir til að fylla tíma þeirra og halda þeim öruggum meðan við vinnum fyrir afborgunum, jú og flugfari til Tene. Við höfum svo mikið að gera að við getum varla gefið okkur tíma til að versla matvöru, eða hvað þá að elda. Og ég ætla ekki að reyna að láta eins og ég sé saklaus um neitt af þessu, ég bý í þessu samfélagi og lifi eftir hraða þess og kröfum. Það er vinnan, það eru vinirnir, áhugamálin og ekki má gleyma samfélagsmiðlunum. Hvað er eftir fyrir lífið? Eigum við bara að lifa því í sumarfríi, sem á hverju vori er jafn umdeilt því, hvað eigum við jú að gera við börnin í allar þessar vikur? Hvað ef við hefðum val um að ala börnin okkar sjálf upp? Hvað ef samfélagið okkar myndi ekki gera ráð fyrir tveimur fyrirvinnum? Hvað ef fólki langar að vera heimavinnandi með ung börn og þannig minnka álag á kerfinu sem er að ala börnin okkar upp? Hvað ef ríkið myndi borga okkur fyrir að hugsa sjálf um börnin okkar en ekki ala þau upp á fjársveltum stofnunum? Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnunum okkar, ekki skólinn, tiktok eða instagram. Foreldrar kaupa snjallsíma, foreldrar leyfa börnum að fá öpp, foreldrar þurfa að passa að barnið þeirra fái námsefni við hæfi, foreldrar bera ábyrgð á að barnið þeirra beri virðingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Hvað ef við hefðum eitthvað val? Hvað ef við höfum farið hræðilega út af sporinu? Hvað ef við mættum segja það? Höfundur er félagsfræðingur og tveggja barna móðir.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun