Missti pabba sinn og kærasta en vill halda nafninu á lofti með titlum Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2024 07:01 Aryna Sabalenka smellir kossi á verðlaunagripinn, í New York á laugardaginn. Getty/Fatih Aktas Hin hvít-rússneska Aryna Sabalenka hefur nú unnið þrjá risatitla í tennis, eftir að hafa unnið Opna bandaríska mótið í fyrsta sinn um helgina. Hún vill halda nafni fjölskyldu sinnar á lofti með árangri sínum, eftir að hafa misst pabba sinn fyrir fimm árum. Sabalenka, sem er 26 ára, vann Jessicu Pegula í úrslitaleiknum í New York, 7-5 og 7-5, eftir að hafa áður unnið Opna ástralska mótið í tvígang. Faðir hennar heitinn, Sergiy, gat ekki orðið vitni að sigrunum en hann lést úr heilahimnubólgu fyrir fimm árum. „Eftir að ég missti föður minn þá hefur það alltaf verið markmiðið mitt að festa nafn fjölskyldunnar í sessi í sögubókum tennisíþróttarinnar,“ sagði þessi afar kraftmikla tenniskona á blaðamannafundi. Aryna Sabalenka is averaging the fastest forehand speed at the #USOpen... of all women 𝐚𝐧𝐝 men 💪💥 pic.twitter.com/T9o4PhlG5B— Eurosport (@eurosport) September 6, 2024 Pabbi hennar, sem var á sínum tíma íshokkíleikmaður, kynnti hana fyrir tennis þegar hún var barn, fyrir hálfgerða tilviljun: „Pabbi var bara að rúnta með mig í bílinum þegar hann sá tennisvelli. Svo hann fór með mig þangað. Ég kunni strax vel við þetta og naut þess, og þannig byrjaði þetta,“ rifjaði Sabalenka upp. Missti einnig kærasta sinn Hún hefur átt mjög erfitt ár því að kærasti hennar, Konstantin Koltsov, sem var atvinnumaður í íshokkí, svipti sig lífi í mars, 42 ára gamall. Engu að síður hefur Sabalenka átt gott ár á tennisvellinum og hún komst í átta manna úrslit á Opna franska mótinu, áður en hún vann svo í Bandaríkjunum. „Í hvert sinn sem ég sé nafnið mitt á verðlaunagripnum þá er ég svo stolt af sjálfri mér. Ég er líka stolt af fjölskyldunni minni sem gafst aldrei upp á draumnum, og fórnaði öllu til að ég gæti haldið áfram. Þetta hefur því mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Sabalenka. Tennis Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Sjá meira
Sabalenka, sem er 26 ára, vann Jessicu Pegula í úrslitaleiknum í New York, 7-5 og 7-5, eftir að hafa áður unnið Opna ástralska mótið í tvígang. Faðir hennar heitinn, Sergiy, gat ekki orðið vitni að sigrunum en hann lést úr heilahimnubólgu fyrir fimm árum. „Eftir að ég missti föður minn þá hefur það alltaf verið markmiðið mitt að festa nafn fjölskyldunnar í sessi í sögubókum tennisíþróttarinnar,“ sagði þessi afar kraftmikla tenniskona á blaðamannafundi. Aryna Sabalenka is averaging the fastest forehand speed at the #USOpen... of all women 𝐚𝐧𝐝 men 💪💥 pic.twitter.com/T9o4PhlG5B— Eurosport (@eurosport) September 6, 2024 Pabbi hennar, sem var á sínum tíma íshokkíleikmaður, kynnti hana fyrir tennis þegar hún var barn, fyrir hálfgerða tilviljun: „Pabbi var bara að rúnta með mig í bílinum þegar hann sá tennisvelli. Svo hann fór með mig þangað. Ég kunni strax vel við þetta og naut þess, og þannig byrjaði þetta,“ rifjaði Sabalenka upp. Missti einnig kærasta sinn Hún hefur átt mjög erfitt ár því að kærasti hennar, Konstantin Koltsov, sem var atvinnumaður í íshokkí, svipti sig lífi í mars, 42 ára gamall. Engu að síður hefur Sabalenka átt gott ár á tennisvellinum og hún komst í átta manna úrslit á Opna franska mótinu, áður en hún vann svo í Bandaríkjunum. „Í hvert sinn sem ég sé nafnið mitt á verðlaunagripnum þá er ég svo stolt af sjálfri mér. Ég er líka stolt af fjölskyldunni minni sem gafst aldrei upp á draumnum, og fórnaði öllu til að ég gæti haldið áfram. Þetta hefur því mikla þýðingu fyrir mig,“ sagði Sabalenka.
Tennis Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti