Þetta er alveg orðið alveg ágætt Þórarinn Eyfjörð skrifar 9. september 2024 10:32 Við mótmælum 10. september. Árum saman hefur það verið reynsla almennings að það er sama hvernig hagkerfið veltist og snýst, alltaf skal almenningur borga brúsann og bera skarðan hlut frá borði. Hrunið, kóvid, stýrivextir, verðbólga, húsnæðislán á okurvöxtum, alltaf skal almenningur sitja í súpunni. Í þeim efnahagslegu hörmungum sem nú dynja á samfélaginu er ágætt að setja síðustu ár í samhengi. Niðurstöður þjóðfundarins hundsaðar af valdaklíku Í kjölfar hrunsins var haldinn þjóðfundur með fulltrúum hvaðanæva að úr samfélaginu og var markmið hans að skapa sameiginlega framtíðarsýn og gildi fyrir íslenskt samfélag. Þessi fundur var að sínu leyti stórmerkilegur. Boðið var 1.200 fulltrúum með slembiúrtaki úr þjóðskrá og jafnt kynjahlutfall tryggt. Fólk á öllum aldri og alls staðar af landinu var þar að finna. Einnig var 300 fulltrúum félaga, samtaka og stofnana boðið. Verkefni þátttakenda var að ræða og koma með tillögur um þau gildi sem ættu að vera leiðarljós fyrir framtíð lands og þjóðar. Þrjú aðalatriði stóðu upp úr í niðurstöðum fundarins. Þjóðin vildi að þeir ráðandi kraftar sem móta ættu framtíðina væru heiðarleiki, jafnrétti og velferð. Undir þeim gildum ætti að tryggja heiðarleika, gagnsæi, jafnrétti kynjanna, efnahagslegt jafnrétti fyrir alla, sterka grunnþjónustu fyrir alla og lífsgæði fyrir alla. Ísland framtíðarinnar ætti að vera þjóðarinnar allrar. 2011 tók síðan Stjórnlagaráð til starfa og skilaði niðurstöðum til Alþingis. Tillögur Stjórnlagaráðs fóru síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 67% þjóðarinnar vildu að tillögur ráðsins yrðu grunnur að nýrri stjórnarskrá og 83% þjóðarinnar vildu að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar yrðu lýstar þjóðareign – sem vel að merkja felur í sér að arður af sameiginlegum auðlindum eigi að renna til þjóðarinnar sjálfrar. Eftir að spillt stjórnkerfi og spillt efnahagslíf hafði lagt efnahag þjóðarinnar í rúst, krafðist almenningur þess að samfélagið yrði aftur reist við með heiðarleika, jafnrétti og velferð allra að leiðarljósi. Spunadoktorum stjórnvalda tókst að snúa upp á þá hugmynd hratt og örugglega. Auðlindum komið í hendur auðmanna Valdaklíkurnar í stjórnmálum og efnahagslífi þjóðarinnar láta ekki að sér hæða. Hægt en örugglega er auðlindum komið í hendur auðmanna og gildir þar einu hvort um er að ræða sjávarútveg, land, vatn, vind eða saltan sjó undir fiskeldi. Svo ekki sé minnst á heilu bankana þar sem bestu kýrnar eru seldar fyrir slikk, ef ekki beinlínis færðar ættingjum á silfurfati. Það er alveg sama hvort verið er í góðæri eða kreppu, núverandi valdaklíkur ætla öllum stundum að sjá til þess að almenningur skuli blæða og fjármagnseigendur græða. Seðlabankinn og ríkisstjórn Íslands eru trúlega að setja nýtt hraðamet í eignaupptöku með tilflutningi fjármagns og eigna frá almenningi til auðmanna. Seðlabankinn bjó til lántökukapphlaup með því að stilla stýrivöxtum í næstum því ekki neitt árið 2020, en heldur nú uppi glórulausum stýrivöxtum sem ætlað er að draga úr neyslu almennings og minnka verðbólgu. Þessir draumar Seðlabankans eru þó ekki að vinna á verðbólgunni því það er ekki almenningur sem hér er ábyrgur. Á næstu mánuðum munu 400 milljarðar í óverðtryggðum lánum losna og fyrir liggur að stór hluti þeirrar upphæðar mun rata í verðtryggð lán, sem að lokum mun færa bönkum og fjármagnseigendum ríkulegan ávöxt beint úr vösum almennings. Á sama tíma er vitað að íslenskur íbúðamarkaður er núna leikvöllur fjármagnseigenda, þar sem þeir eru ábyrgir fyrir 90% af öllum fasteignakaupum og græða á tá og fingri. Vitað er að það er einmitt fasteignamarkaðurinn sem er ábyrgur fyrir stærstum hluta verðbólgunnar. Nú er nóg komið! Í samfélagi þar sem heiðarleiki, jafnrétti og velferð væri útgangspunkturinn, væri fyrir löngu búið að regluvæða íbúða- og leigumarkaðinn með hagsmuni almennings í huga. Þar væri einnig tryggt að þjóðin nyti eigna sinna og auðlinda á sama tíma og réttmæt skattheimta skilaði sínu til samfélagsins. Í síðustu kjarasamningum var samið um hógværar launahækkanir og kallað var á ábyrgð stjórnvalda og atvinnurekenda í að lækka stýrivexti og verðbólgu. Launafólk hefur tekið hlutverk sitt alvarlega og lagt sitt af mörkum – en nú er nóg komið. Núverandi stjórnvöld virðast vera uppteknari af því að gefa norskum fjármálamönnum auðlindir almennings og tryggja uppáhaldsvinum sínum einokunarstöðu á kjötmarkaði, heldur en að grípa til aðgerða sem tryggja almenningi, ungum fjölskyldum og börnum, húsnæði og velferð. Það þarf augljóslega að koma þessari verklausu ríkisstjórn frá völdum. Það þarf að tryggja að við stjórnartaumunum taki ríkisstjórn sem treystir sér til að knýja fram lækkun stýrivaxta og verðbólgu og beita þeim meðulum sem skila árangri fyrir almenning í landinu. Nú hafa stéttar- og verkalýðsfélögin boðað til mótmæla við þingsetningu Alþingis á morgun 10. september. Tilefnið er augljóst; ábyrgðar- og getuleysi stjórnvalda! Þessi verklausa ríkisstjórn bendir bara á Seðlabankann og ætlar sér ekki að gera neitt. Á meðan skal almenningur og launafólk borga brúsann og blæða út. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Verðlag Stéttarfélög Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við mótmælum 10. september. Árum saman hefur það verið reynsla almennings að það er sama hvernig hagkerfið veltist og snýst, alltaf skal almenningur borga brúsann og bera skarðan hlut frá borði. Hrunið, kóvid, stýrivextir, verðbólga, húsnæðislán á okurvöxtum, alltaf skal almenningur sitja í súpunni. Í þeim efnahagslegu hörmungum sem nú dynja á samfélaginu er ágætt að setja síðustu ár í samhengi. Niðurstöður þjóðfundarins hundsaðar af valdaklíku Í kjölfar hrunsins var haldinn þjóðfundur með fulltrúum hvaðanæva að úr samfélaginu og var markmið hans að skapa sameiginlega framtíðarsýn og gildi fyrir íslenskt samfélag. Þessi fundur var að sínu leyti stórmerkilegur. Boðið var 1.200 fulltrúum með slembiúrtaki úr þjóðskrá og jafnt kynjahlutfall tryggt. Fólk á öllum aldri og alls staðar af landinu var þar að finna. Einnig var 300 fulltrúum félaga, samtaka og stofnana boðið. Verkefni þátttakenda var að ræða og koma með tillögur um þau gildi sem ættu að vera leiðarljós fyrir framtíð lands og þjóðar. Þrjú aðalatriði stóðu upp úr í niðurstöðum fundarins. Þjóðin vildi að þeir ráðandi kraftar sem móta ættu framtíðina væru heiðarleiki, jafnrétti og velferð. Undir þeim gildum ætti að tryggja heiðarleika, gagnsæi, jafnrétti kynjanna, efnahagslegt jafnrétti fyrir alla, sterka grunnþjónustu fyrir alla og lífsgæði fyrir alla. Ísland framtíðarinnar ætti að vera þjóðarinnar allrar. 2011 tók síðan Stjórnlagaráð til starfa og skilaði niðurstöðum til Alþingis. Tillögur Stjórnlagaráðs fóru síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 67% þjóðarinnar vildu að tillögur ráðsins yrðu grunnur að nýrri stjórnarskrá og 83% þjóðarinnar vildu að sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar yrðu lýstar þjóðareign – sem vel að merkja felur í sér að arður af sameiginlegum auðlindum eigi að renna til þjóðarinnar sjálfrar. Eftir að spillt stjórnkerfi og spillt efnahagslíf hafði lagt efnahag þjóðarinnar í rúst, krafðist almenningur þess að samfélagið yrði aftur reist við með heiðarleika, jafnrétti og velferð allra að leiðarljósi. Spunadoktorum stjórnvalda tókst að snúa upp á þá hugmynd hratt og örugglega. Auðlindum komið í hendur auðmanna Valdaklíkurnar í stjórnmálum og efnahagslífi þjóðarinnar láta ekki að sér hæða. Hægt en örugglega er auðlindum komið í hendur auðmanna og gildir þar einu hvort um er að ræða sjávarútveg, land, vatn, vind eða saltan sjó undir fiskeldi. Svo ekki sé minnst á heilu bankana þar sem bestu kýrnar eru seldar fyrir slikk, ef ekki beinlínis færðar ættingjum á silfurfati. Það er alveg sama hvort verið er í góðæri eða kreppu, núverandi valdaklíkur ætla öllum stundum að sjá til þess að almenningur skuli blæða og fjármagnseigendur græða. Seðlabankinn og ríkisstjórn Íslands eru trúlega að setja nýtt hraðamet í eignaupptöku með tilflutningi fjármagns og eigna frá almenningi til auðmanna. Seðlabankinn bjó til lántökukapphlaup með því að stilla stýrivöxtum í næstum því ekki neitt árið 2020, en heldur nú uppi glórulausum stýrivöxtum sem ætlað er að draga úr neyslu almennings og minnka verðbólgu. Þessir draumar Seðlabankans eru þó ekki að vinna á verðbólgunni því það er ekki almenningur sem hér er ábyrgur. Á næstu mánuðum munu 400 milljarðar í óverðtryggðum lánum losna og fyrir liggur að stór hluti þeirrar upphæðar mun rata í verðtryggð lán, sem að lokum mun færa bönkum og fjármagnseigendum ríkulegan ávöxt beint úr vösum almennings. Á sama tíma er vitað að íslenskur íbúðamarkaður er núna leikvöllur fjármagnseigenda, þar sem þeir eru ábyrgir fyrir 90% af öllum fasteignakaupum og græða á tá og fingri. Vitað er að það er einmitt fasteignamarkaðurinn sem er ábyrgur fyrir stærstum hluta verðbólgunnar. Nú er nóg komið! Í samfélagi þar sem heiðarleiki, jafnrétti og velferð væri útgangspunkturinn, væri fyrir löngu búið að regluvæða íbúða- og leigumarkaðinn með hagsmuni almennings í huga. Þar væri einnig tryggt að þjóðin nyti eigna sinna og auðlinda á sama tíma og réttmæt skattheimta skilaði sínu til samfélagsins. Í síðustu kjarasamningum var samið um hógværar launahækkanir og kallað var á ábyrgð stjórnvalda og atvinnurekenda í að lækka stýrivexti og verðbólgu. Launafólk hefur tekið hlutverk sitt alvarlega og lagt sitt af mörkum – en nú er nóg komið. Núverandi stjórnvöld virðast vera uppteknari af því að gefa norskum fjármálamönnum auðlindir almennings og tryggja uppáhaldsvinum sínum einokunarstöðu á kjötmarkaði, heldur en að grípa til aðgerða sem tryggja almenningi, ungum fjölskyldum og börnum, húsnæði og velferð. Það þarf augljóslega að koma þessari verklausu ríkisstjórn frá völdum. Það þarf að tryggja að við stjórnartaumunum taki ríkisstjórn sem treystir sér til að knýja fram lækkun stýrivaxta og verðbólgu og beita þeim meðulum sem skila árangri fyrir almenning í landinu. Nú hafa stéttar- og verkalýðsfélögin boðað til mótmæla við þingsetningu Alþingis á morgun 10. september. Tilefnið er augljóst; ábyrgðar- og getuleysi stjórnvalda! Þessi verklausa ríkisstjórn bendir bara á Seðlabankann og ætlar sér ekki að gera neitt. Á meðan skal almenningur og launafólk borga brúsann og blæða út. Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun