Stjórnarskipti og húsnæðisöryggi fyrir alla Sandra B. Franks skrifar 10. september 2024 08:01 Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu. Alltaf er það launafólk, sérstaklega fólk í framlínustörfum, sem sitjum uppi með skarðan hlut. Almenningur og auðmenn Eftir efnahagshrunið kallaði almenningur eftir réttlæti og betra samfélagi. Niðurstöður þjóðfundar og Stjórnlagaráðs voru skýrar, meirihluti þjóðarinnar vildi nýja stjórnarskrá og að auðlindirnar yrðu þjóðareign. Hins vegar hefur þróunin verið allt önnur. Auðlindir okkar hafa smám saman runnið til örfárra útvalinna. Við sjáum þetta í sjávarútvegi, landnýtingu og á fleiri sviðum. Þetta er skýrt merki um misræmi milli vilja almennings og aðgerða stjórnvalda. Skaðleg þróun á leigumarkaði Margar sjúkraliðar og annað láglaunafólk sem býr á leigumarkaði upplifir heimilisóöryggi. Leigusamningar eru oft endurnýjaðir árlega, og margir félagsmenn þurfa stöðugt að velja á milli þess að endurnýja samninga eða leita sér að ódýrara húsnæði. Þetta veldur því að sumir búa við þann raunveruleika að eiga aldrei öruggt heimili, og jafnvel halda þeir áfram að geyma búslóð sína í kössum, því þeir vita aldrei hvenær næsti flutningur verður. Þessi óvissa er óásættanleg í samfélagi sem á að virka fyrir alla, ekki bara þá sem ráða yfir auði. Seðlabankinn og fjármagnseigendur Seðlabankinn hefur spilað stóra rullu í þessari þróun. Árið 2020 voru stýrivextir lækkaðir niður í nánast ekki neitt, sem ýtti undir lántökur. Nú hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað stýrivexti óhóflega, með það að markmiði að draga úr neyslu og verðbólgu. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn viðvarandi og á sama tíma hagnast bankar og fjármagnseigendur. Stærstur hluti lánsfjár almennings er verðtryggður, sem þýðir að hagnaður bankanna eykst á kostnað almennings. Launafólk hefur gert sitt Launafólk hefur sýnt ábyrgð í síðustu kjarasamningum með því að semja um hógværar launahækkanir. Það var krafa um að stjórnvöld og atvinnurekendur gerðu sitt til að lækka stýrivexti og verðbólgu. Enn er ekkert að gerast. Í stað þess að hlúa að almenningi hefur ríkisstjórnin einblínt á að gefa auðlindir í hendur örfárra. Við, sem störfum í framlínunni, eigum það skilið að búa við öryggi, hvort sem það snýr að húsnæði, launakjörum eða framtíð okkar. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð og koma til móts við þarfir almennings. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn hefur brugðist almenningi og þarf að víkja. Á undanförnum árum hefur það margsinnis komið í ljós að það er almenningur sem ber byrðarnar, á meðan auðmenn og fjármagnseigendur græða. Við höfum séð þetta í gegnum hrunið, heimsfaraldurinn, hækkandi stýrivexti og verðbólgu. Alltaf er það launafólk, sérstaklega fólk í framlínustörfum, sem sitjum uppi með skarðan hlut. Almenningur og auðmenn Eftir efnahagshrunið kallaði almenningur eftir réttlæti og betra samfélagi. Niðurstöður þjóðfundar og Stjórnlagaráðs voru skýrar, meirihluti þjóðarinnar vildi nýja stjórnarskrá og að auðlindirnar yrðu þjóðareign. Hins vegar hefur þróunin verið allt önnur. Auðlindir okkar hafa smám saman runnið til örfárra útvalinna. Við sjáum þetta í sjávarútvegi, landnýtingu og á fleiri sviðum. Þetta er skýrt merki um misræmi milli vilja almennings og aðgerða stjórnvalda. Skaðleg þróun á leigumarkaði Margar sjúkraliðar og annað láglaunafólk sem býr á leigumarkaði upplifir heimilisóöryggi. Leigusamningar eru oft endurnýjaðir árlega, og margir félagsmenn þurfa stöðugt að velja á milli þess að endurnýja samninga eða leita sér að ódýrara húsnæði. Þetta veldur því að sumir búa við þann raunveruleika að eiga aldrei öruggt heimili, og jafnvel halda þeir áfram að geyma búslóð sína í kössum, því þeir vita aldrei hvenær næsti flutningur verður. Þessi óvissa er óásættanleg í samfélagi sem á að virka fyrir alla, ekki bara þá sem ráða yfir auði. Seðlabankinn og fjármagnseigendur Seðlabankinn hefur spilað stóra rullu í þessari þróun. Árið 2020 voru stýrivextir lækkaðir niður í nánast ekki neitt, sem ýtti undir lántökur. Nú hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað stýrivexti óhóflega, með það að markmiði að draga úr neyslu og verðbólgu. Þrátt fyrir það er verðbólgan enn viðvarandi og á sama tíma hagnast bankar og fjármagnseigendur. Stærstur hluti lánsfjár almennings er verðtryggður, sem þýðir að hagnaður bankanna eykst á kostnað almennings. Launafólk hefur gert sitt Launafólk hefur sýnt ábyrgð í síðustu kjarasamningum með því að semja um hógværar launahækkanir. Það var krafa um að stjórnvöld og atvinnurekendur gerðu sitt til að lækka stýrivexti og verðbólgu. Enn er ekkert að gerast. Í stað þess að hlúa að almenningi hefur ríkisstjórnin einblínt á að gefa auðlindir í hendur örfárra. Við, sem störfum í framlínunni, eigum það skilið að búa við öryggi, hvort sem það snýr að húsnæði, launakjörum eða framtíð okkar. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð og koma til móts við þarfir almennings. Það er kominn tími á breytingar. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun