Áhöfnin sér loksins til lands Sigurður Páll Jónsson skrifar 11. september 2024 07:01 Þjóðarskútan hefur verið stjórnlaus núna á áttunda ár og fiskeríið eftir því og aflinn rýr. Sundurlindi yfirmanna í brúnni hefur einkennt siglinguna og kostnaðurinn við veiðarnar alltof mikil sem bitnar mest á kjörum þeirra sem vinna á dekkinu. Þrældómur hinna vinnandi handa hefur ekki skilað sér í vasa þeirra sjálfra heldur til þeirra sem aldrei dífa hendinni í kalt vatn. Þegar þessi sigling hófst árið 2017 varaði undirritaður og margir fleiri við að til að ná árangri, þarf að standa við það sem áhöfninni var lofað fyrir kosningarnar 2017. Sú lýðræðislega misþyrming sem framin var eftir kosningarnar og er enn núna 2024 um að í brúnna á þjóðarskútunni raðaði sér fólk sem getur ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut nema að komast í mjúka stóla sem þola veltinginn í ólgandi sjó, meðan áhöfnin þrælar og púlar á dekkinu til að eiga til hnífs og skeiðar. En núna hillir undir breytingar og áhöfnin fær tækifæri til að fá nýja yfirmenn í brúnna sem koma sér saman um að vinna áhöfn þjóðarskútunnar til heilla. Ég hef áður notað samlíkinguna við sjómennsku í ræðum og riti enda sjálfur verið viðloðandi sjómennsku í 40 ár. Einnig hefur þingmennska verið minn vetfangur á síðustu 10 árum. Veruleikinn til sjós eða á hinu háa alþingi er nefnilega sambærilegur að því leiti að það skiptir öllu máli hverjir eru við stjórnvölinn í brúnni. Stefnuleysi og sundurlindi núverandi ríkisstjórnar hefur svæft þann kraft sem íslensk þjóð býr yfir sem er dugnaður og jákvæðni. Lýðræðið er ekki sjálfsagt og því þurfum við að halda á lofti. Stjórnmálamenn eiga að hugsa um hag almennings til viðhalds lýðræðinu. Nú fylgumst við með á nýsettu alþingi á kosningavetri þegar ríkistjórnar flokkarnir reyna að slá ryki í augu almennings. Vísbending um algjört afhroð og veruleikafyrringu stjórnvalda má sjá í nýkynntu fjárlagafrumvarpi þar sem fjármálaráðherra væntir mjúkrar lendingar ríkissjóðs með því að loka augunum og halda fyrir eyrun. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þjóðarskútan hefur verið stjórnlaus núna á áttunda ár og fiskeríið eftir því og aflinn rýr. Sundurlindi yfirmanna í brúnni hefur einkennt siglinguna og kostnaðurinn við veiðarnar alltof mikil sem bitnar mest á kjörum þeirra sem vinna á dekkinu. Þrældómur hinna vinnandi handa hefur ekki skilað sér í vasa þeirra sjálfra heldur til þeirra sem aldrei dífa hendinni í kalt vatn. Þegar þessi sigling hófst árið 2017 varaði undirritaður og margir fleiri við að til að ná árangri, þarf að standa við það sem áhöfninni var lofað fyrir kosningarnar 2017. Sú lýðræðislega misþyrming sem framin var eftir kosningarnar og er enn núna 2024 um að í brúnna á þjóðarskútunni raðaði sér fólk sem getur ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut nema að komast í mjúka stóla sem þola veltinginn í ólgandi sjó, meðan áhöfnin þrælar og púlar á dekkinu til að eiga til hnífs og skeiðar. En núna hillir undir breytingar og áhöfnin fær tækifæri til að fá nýja yfirmenn í brúnna sem koma sér saman um að vinna áhöfn þjóðarskútunnar til heilla. Ég hef áður notað samlíkinguna við sjómennsku í ræðum og riti enda sjálfur verið viðloðandi sjómennsku í 40 ár. Einnig hefur þingmennska verið minn vetfangur á síðustu 10 árum. Veruleikinn til sjós eða á hinu háa alþingi er nefnilega sambærilegur að því leiti að það skiptir öllu máli hverjir eru við stjórnvölinn í brúnni. Stefnuleysi og sundurlindi núverandi ríkisstjórnar hefur svæft þann kraft sem íslensk þjóð býr yfir sem er dugnaður og jákvæðni. Lýðræðið er ekki sjálfsagt og því þurfum við að halda á lofti. Stjórnmálamenn eiga að hugsa um hag almennings til viðhalds lýðræðinu. Nú fylgumst við með á nýsettu alþingi á kosningavetri þegar ríkistjórnar flokkarnir reyna að slá ryki í augu almennings. Vísbending um algjört afhroð og veruleikafyrringu stjórnvalda má sjá í nýkynntu fjárlagafrumvarpi þar sem fjármálaráðherra væntir mjúkrar lendingar ríkissjóðs með því að loka augunum og halda fyrir eyrun. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar