Ráðamenn hverfa frá refsistefnunni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 13. september 2024 07:33 Íslensk stjórnvöld hafa aldrei mótað heildstæða stefnu um tilgang dóma, þ.e. hvort að tilgangur þeirra sé refsing eða endurhæfing. Engu máli skiptir hvaða flokkar eru við völd, íslenskt stjórnmálafólk virðist einfaldlega ekki hafa áhuga á því hvað gerist eftir að dómstólar hafa kveðið upp sína dóma. Afstaða hefur í tvo áratugi barist fyrir því að dómar hafi tilgang, að fólk sem hlýtur dóm verði nýtir samfélagsþegnar eftir afplánun. Forseti Íslands og forsætisráðherra héldu ávörp á Alþingi í vikunni. Í báðum ræðum kvað við tón sem auðveldlega má túlka með þeim hætti að markmiðið með fangelsiskerfinu sé að skila betra fólki út í samfélagið. Að mati Afstöðu er því hér komið kærkomið tækifæri til að hverfa frá refsistefnu þeirri sem á Íslandi hefur ætíð verið við lýði. Vopnaburður ungmenna hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu og sérstaklega eftir þann hörmulega atburð sem átti sér stað á Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Í ræðu sinni við þingsetningu Alþingis vísaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, til þess að horfa þurfi á ofbeldi í víðara samhengi en gert hefur verið. „Við þurfum að kafa dýpra, að uppsprettu þeirrar vanlíðunar sem brýst fram í ofbeldi. Enginn sem líður vel, hvort sem er fullorðinn eða barn, vopnast til að meiða aðra. [...] Ofbeldi er ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómskerfis – ofbeldi er heilbrigðismál, eins og breski forsætisráðherrann sagði nýlega svo umbúðalaust." Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, talaði á sambærilegum nótum í stefnuræðu sinni. „Harmleikir síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað verður í skyndingu mjög léttvægt. Þetta eru atburðir sem hverfast um það sem okkur skiptir mestu máli; að búa við öryggi og frið, að geta áhyggjulaus leyft börnunum okkar að fara um og njóta lífsins," sagði Bjarni og boðaði aðgerðir á borð við „betri meðferðarúrræði" til að bregðast við ofbeldi í samfélaginu. „En við verðum að muna að þessi mál verða ekki leyst með lögboðum einum eða stjórnvaldsákvörðunum. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við öll saman stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera." Að mati Afstöðu er skýrt af ræðum æðstu valdhafa landsins að markmiðið er endurhæfing, eða betrun, enda eru forvarnir árangursríkari en refsing. Þau hafa rétt fyrir sér og Afstaða er tilbúin til að taka þátt í því starfi sem framundan er við að breyta stefnu stjórnvalda frá refsingu og til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa aldrei mótað heildstæða stefnu um tilgang dóma, þ.e. hvort að tilgangur þeirra sé refsing eða endurhæfing. Engu máli skiptir hvaða flokkar eru við völd, íslenskt stjórnmálafólk virðist einfaldlega ekki hafa áhuga á því hvað gerist eftir að dómstólar hafa kveðið upp sína dóma. Afstaða hefur í tvo áratugi barist fyrir því að dómar hafi tilgang, að fólk sem hlýtur dóm verði nýtir samfélagsþegnar eftir afplánun. Forseti Íslands og forsætisráðherra héldu ávörp á Alþingi í vikunni. Í báðum ræðum kvað við tón sem auðveldlega má túlka með þeim hætti að markmiðið með fangelsiskerfinu sé að skila betra fólki út í samfélagið. Að mati Afstöðu er því hér komið kærkomið tækifæri til að hverfa frá refsistefnu þeirri sem á Íslandi hefur ætíð verið við lýði. Vopnaburður ungmenna hefur verið ofarlega á baugi að undanförnu og sérstaklega eftir þann hörmulega atburð sem átti sér stað á Menningarnótt í miðborg Reykjavíkur. Í ræðu sinni við þingsetningu Alþingis vísaði Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, til þess að horfa þurfi á ofbeldi í víðara samhengi en gert hefur verið. „Við þurfum að kafa dýpra, að uppsprettu þeirrar vanlíðunar sem brýst fram í ofbeldi. Enginn sem líður vel, hvort sem er fullorðinn eða barn, vopnast til að meiða aðra. [...] Ofbeldi er ekki bara viðfangsefni löggæslu og dómskerfis – ofbeldi er heilbrigðismál, eins og breski forsætisráðherrann sagði nýlega svo umbúðalaust." Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, talaði á sambærilegum nótum í stefnuræðu sinni. „Harmleikir síðustu vikna snerta allt samfélagið þannig að flest annað verður í skyndingu mjög léttvægt. Þetta eru atburðir sem hverfast um það sem okkur skiptir mestu máli; að búa við öryggi og frið, að geta áhyggjulaus leyft börnunum okkar að fara um og njóta lífsins," sagði Bjarni og boðaði aðgerðir á borð við „betri meðferðarúrræði" til að bregðast við ofbeldi í samfélaginu. „En við verðum að muna að þessi mál verða ekki leyst með lögboðum einum eða stjórnvaldsákvörðunum. Þau kalla á stærra samtal um það hvernig við öll saman stöndum vörð um samfélagið sem við þekkjum og ætlum áfram að vera." Að mati Afstöðu er skýrt af ræðum æðstu valdhafa landsins að markmiðið er endurhæfing, eða betrun, enda eru forvarnir árangursríkari en refsing. Þau hafa rétt fyrir sér og Afstaða er tilbúin til að taka þátt í því starfi sem framundan er við að breyta stefnu stjórnvalda frá refsingu og til betrunar. Höfundur er formaður Afstöðu.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun