Fiskeldi í Fjallabyggð eins og þruma úr heiðskíru lofti Rakel Hinriksdóttir skrifar 13. september 2024 09:33 Kleifar fiskeldi áformar að hefja fiskeldi í Fjallabyggð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins þann 4.september síðastliðinn á að koma upp eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega. Samkvæmt fréttinni er áætlað að vera með seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Róbert Guðfinnsson er í forsvari fyrir Kleifar fiskeldi. „Sjö nærliggjandi sveitarfélögum verður boðinn um 1,4% hlutur í Kleifum endurgjaldslaust, eða samtals 10,1%. Þannig munu sveitarfélögin sem gefa samþykki sitt fá 10,1% af öllum arðgreiðslum félagsins um ókomna framtíð,“ segir Róbert við Morgunblaðið. Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi lýsi ég yfir áhyggjum og undrun vegna þessa. Umræðan í samfélaginu varðandi sjókvíaeldi hefur ekki verið jákvæð, með réttu, enda eru umhverfisáhrif þeirra mjög slæm. Heldur hefur okkur þótt umræðan stefna í áttina að því að beina orkunni meira að landeldi sem hefur gefið góða raun og neikvæð umhverfisáhrif ekki nálægt því jafn fyrirferðarmikil. Áætlanir Kleifa fiskeldis koma því svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti, auk þess sem margt varðandi framkvæmdina stenst ekki skoðun. Eins og staðan er í dag, er Siglufjörður bannsvæði fyrir sjókvíar samkvæmt lögum. Einnig er hann, sem og hinir tveir firðirnir í Fjallabyggð; Héðinsfjörður og Ólafsfjörður, of grunnir fyrir sjókvíar. Þessir firðir eru á bilinu 30 - 40 metra djúpir þar sem dýpst er, en sjókvíar eru 20 metra djúpar. Sem dæmi má nefna að Arnarlax er með starfsleyfi í Dýrafirði og þar eru kvíarnar 20 metra djúpar en fjarlægð frá nót kvíar að botni er um 50 m. Bjarkey Olsen matvælaráðherra er með nýtt frumvarp um lagareldi á borðinu sem er ennþá í mótun, aðallega vegna þess að auðlindahlutinn hefur verið umdeildur. Samkvæmt frumvarpinu myndi leyfisveiting til fiskeldis vera ótímabundin, sem hefur valdið mörgum áhyggjum. Ef þetta frumvarp myndi vera samþykkt eins og það er í dag, yrðu Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður líka lokaðir fyrir sjókvíaeldi. Annað sem er umhugsunarvert er að áætlað er að nota ófrjóan lax. Lítil reynsla er komin á það að ala ófrjóan lax enn sem komið er. Að lokum má nefna að grunnir firðir við norðvestanverðan Tröllaskaga henta varla fyrir sjókvíar vegna þess að þeir eru galopnir fyrir haföldu. Eyjafjörður er þar undanskilinn, innan við Hrísey. Haldinn hefur verið kynningarfundur á Ólafsfirði um verkefnið og umræðan hefur verið þannig, sérstaklega vegna þess að sveitarfélögunum á svæðinu er lofuð sneið af kökunni, að um jákvæða framkvæmd sé að ræða. Okkar skoðun er sú að það megi alls ekki gleyma því, þó að fjárhagslegum gróða sé lofað, að um er að ræða framkvæmd sem er náttúrunni alls ekki í hag. Auk þess er ennþá mjög svo á gráu svæði, að okkar mati, hvernig framkvæmdin eigi að vera. SUNN heldur vökulu auga með framvindu málsins, og ég hvet þau sem bera hag náttúru Norðurlands fyrir brjósti, hvort sem það er á láði eða legi, að hafa samband við okkur og taka þátt í starfi samtakanna. Aðalfundur félagsins verður á Amtsbókasafninu á mánudaginn næstkomandi, kl 20.00, þar sem öll eru velkomin. Aldrei hefur náttúra Íslands þurft meira á málsvörum að halda. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Kleifar fiskeldi áformar að hefja fiskeldi í Fjallabyggð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins þann 4.september síðastliðinn á að koma upp eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega. Samkvæmt fréttinni er áætlað að vera með seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Róbert Guðfinnsson er í forsvari fyrir Kleifar fiskeldi. „Sjö nærliggjandi sveitarfélögum verður boðinn um 1,4% hlutur í Kleifum endurgjaldslaust, eða samtals 10,1%. Þannig munu sveitarfélögin sem gefa samþykki sitt fá 10,1% af öllum arðgreiðslum félagsins um ókomna framtíð,“ segir Róbert við Morgunblaðið. Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi lýsi ég yfir áhyggjum og undrun vegna þessa. Umræðan í samfélaginu varðandi sjókvíaeldi hefur ekki verið jákvæð, með réttu, enda eru umhverfisáhrif þeirra mjög slæm. Heldur hefur okkur þótt umræðan stefna í áttina að því að beina orkunni meira að landeldi sem hefur gefið góða raun og neikvæð umhverfisáhrif ekki nálægt því jafn fyrirferðarmikil. Áætlanir Kleifa fiskeldis koma því svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti, auk þess sem margt varðandi framkvæmdina stenst ekki skoðun. Eins og staðan er í dag, er Siglufjörður bannsvæði fyrir sjókvíar samkvæmt lögum. Einnig er hann, sem og hinir tveir firðirnir í Fjallabyggð; Héðinsfjörður og Ólafsfjörður, of grunnir fyrir sjókvíar. Þessir firðir eru á bilinu 30 - 40 metra djúpir þar sem dýpst er, en sjókvíar eru 20 metra djúpar. Sem dæmi má nefna að Arnarlax er með starfsleyfi í Dýrafirði og þar eru kvíarnar 20 metra djúpar en fjarlægð frá nót kvíar að botni er um 50 m. Bjarkey Olsen matvælaráðherra er með nýtt frumvarp um lagareldi á borðinu sem er ennþá í mótun, aðallega vegna þess að auðlindahlutinn hefur verið umdeildur. Samkvæmt frumvarpinu myndi leyfisveiting til fiskeldis vera ótímabundin, sem hefur valdið mörgum áhyggjum. Ef þetta frumvarp myndi vera samþykkt eins og það er í dag, yrðu Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður líka lokaðir fyrir sjókvíaeldi. Annað sem er umhugsunarvert er að áætlað er að nota ófrjóan lax. Lítil reynsla er komin á það að ala ófrjóan lax enn sem komið er. Að lokum má nefna að grunnir firðir við norðvestanverðan Tröllaskaga henta varla fyrir sjókvíar vegna þess að þeir eru galopnir fyrir haföldu. Eyjafjörður er þar undanskilinn, innan við Hrísey. Haldinn hefur verið kynningarfundur á Ólafsfirði um verkefnið og umræðan hefur verið þannig, sérstaklega vegna þess að sveitarfélögunum á svæðinu er lofuð sneið af kökunni, að um jákvæða framkvæmd sé að ræða. Okkar skoðun er sú að það megi alls ekki gleyma því, þó að fjárhagslegum gróða sé lofað, að um er að ræða framkvæmd sem er náttúrunni alls ekki í hag. Auk þess er ennþá mjög svo á gráu svæði, að okkar mati, hvernig framkvæmdin eigi að vera. SUNN heldur vökulu auga með framvindu málsins, og ég hvet þau sem bera hag náttúru Norðurlands fyrir brjósti, hvort sem það er á láði eða legi, að hafa samband við okkur og taka þátt í starfi samtakanna. Aðalfundur félagsins verður á Amtsbókasafninu á mánudaginn næstkomandi, kl 20.00, þar sem öll eru velkomin. Aldrei hefur náttúra Íslands þurft meira á málsvörum að halda. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun