Fiskeldi í Fjallabyggð eins og þruma úr heiðskíru lofti Rakel Hinriksdóttir skrifar 13. september 2024 09:33 Kleifar fiskeldi áformar að hefja fiskeldi í Fjallabyggð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins þann 4.september síðastliðinn á að koma upp eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega. Samkvæmt fréttinni er áætlað að vera með seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Róbert Guðfinnsson er í forsvari fyrir Kleifar fiskeldi. „Sjö nærliggjandi sveitarfélögum verður boðinn um 1,4% hlutur í Kleifum endurgjaldslaust, eða samtals 10,1%. Þannig munu sveitarfélögin sem gefa samþykki sitt fá 10,1% af öllum arðgreiðslum félagsins um ókomna framtíð,“ segir Róbert við Morgunblaðið. Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi lýsi ég yfir áhyggjum og undrun vegna þessa. Umræðan í samfélaginu varðandi sjókvíaeldi hefur ekki verið jákvæð, með réttu, enda eru umhverfisáhrif þeirra mjög slæm. Heldur hefur okkur þótt umræðan stefna í áttina að því að beina orkunni meira að landeldi sem hefur gefið góða raun og neikvæð umhverfisáhrif ekki nálægt því jafn fyrirferðarmikil. Áætlanir Kleifa fiskeldis koma því svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti, auk þess sem margt varðandi framkvæmdina stenst ekki skoðun. Eins og staðan er í dag, er Siglufjörður bannsvæði fyrir sjókvíar samkvæmt lögum. Einnig er hann, sem og hinir tveir firðirnir í Fjallabyggð; Héðinsfjörður og Ólafsfjörður, of grunnir fyrir sjókvíar. Þessir firðir eru á bilinu 30 - 40 metra djúpir þar sem dýpst er, en sjókvíar eru 20 metra djúpar. Sem dæmi má nefna að Arnarlax er með starfsleyfi í Dýrafirði og þar eru kvíarnar 20 metra djúpar en fjarlægð frá nót kvíar að botni er um 50 m. Bjarkey Olsen matvælaráðherra er með nýtt frumvarp um lagareldi á borðinu sem er ennþá í mótun, aðallega vegna þess að auðlindahlutinn hefur verið umdeildur. Samkvæmt frumvarpinu myndi leyfisveiting til fiskeldis vera ótímabundin, sem hefur valdið mörgum áhyggjum. Ef þetta frumvarp myndi vera samþykkt eins og það er í dag, yrðu Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður líka lokaðir fyrir sjókvíaeldi. Annað sem er umhugsunarvert er að áætlað er að nota ófrjóan lax. Lítil reynsla er komin á það að ala ófrjóan lax enn sem komið er. Að lokum má nefna að grunnir firðir við norðvestanverðan Tröllaskaga henta varla fyrir sjókvíar vegna þess að þeir eru galopnir fyrir haföldu. Eyjafjörður er þar undanskilinn, innan við Hrísey. Haldinn hefur verið kynningarfundur á Ólafsfirði um verkefnið og umræðan hefur verið þannig, sérstaklega vegna þess að sveitarfélögunum á svæðinu er lofuð sneið af kökunni, að um jákvæða framkvæmd sé að ræða. Okkar skoðun er sú að það megi alls ekki gleyma því, þó að fjárhagslegum gróða sé lofað, að um er að ræða framkvæmd sem er náttúrunni alls ekki í hag. Auk þess er ennþá mjög svo á gráu svæði, að okkar mati, hvernig framkvæmdin eigi að vera. SUNN heldur vökulu auga með framvindu málsins, og ég hvet þau sem bera hag náttúru Norðurlands fyrir brjósti, hvort sem það er á láði eða legi, að hafa samband við okkur og taka þátt í starfi samtakanna. Aðalfundur félagsins verður á Amtsbókasafninu á mánudaginn næstkomandi, kl 20.00, þar sem öll eru velkomin. Aldrei hefur náttúra Íslands þurft meira á málsvörum að halda. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjallabyggð Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Kleifar fiskeldi áformar að hefja fiskeldi í Fjallabyggð. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins þann 4.september síðastliðinn á að koma upp eldi á ófrjóum laxi í Fjallabyggð og er áformað að framleiðslugeta eldisins verði 20 þúsund tonn árlega. Samkvæmt fréttinni er áætlað að vera með seiðaeldi á Siglufirði, landeldi í Ólafsfirði og áframeldi í sjókvíum í fjörðum á Tröllaskaga. Róbert Guðfinnsson er í forsvari fyrir Kleifar fiskeldi. „Sjö nærliggjandi sveitarfélögum verður boðinn um 1,4% hlutur í Kleifum endurgjaldslaust, eða samtals 10,1%. Þannig munu sveitarfélögin sem gefa samþykki sitt fá 10,1% af öllum arðgreiðslum félagsins um ókomna framtíð,“ segir Róbert við Morgunblaðið. Fyrir hönd SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi lýsi ég yfir áhyggjum og undrun vegna þessa. Umræðan í samfélaginu varðandi sjókvíaeldi hefur ekki verið jákvæð, með réttu, enda eru umhverfisáhrif þeirra mjög slæm. Heldur hefur okkur þótt umræðan stefna í áttina að því að beina orkunni meira að landeldi sem hefur gefið góða raun og neikvæð umhverfisáhrif ekki nálægt því jafn fyrirferðarmikil. Áætlanir Kleifa fiskeldis koma því svolítið eins og þruma úr heiðskíru lofti, auk þess sem margt varðandi framkvæmdina stenst ekki skoðun. Eins og staðan er í dag, er Siglufjörður bannsvæði fyrir sjókvíar samkvæmt lögum. Einnig er hann, sem og hinir tveir firðirnir í Fjallabyggð; Héðinsfjörður og Ólafsfjörður, of grunnir fyrir sjókvíar. Þessir firðir eru á bilinu 30 - 40 metra djúpir þar sem dýpst er, en sjókvíar eru 20 metra djúpar. Sem dæmi má nefna að Arnarlax er með starfsleyfi í Dýrafirði og þar eru kvíarnar 20 metra djúpar en fjarlægð frá nót kvíar að botni er um 50 m. Bjarkey Olsen matvælaráðherra er með nýtt frumvarp um lagareldi á borðinu sem er ennþá í mótun, aðallega vegna þess að auðlindahlutinn hefur verið umdeildur. Samkvæmt frumvarpinu myndi leyfisveiting til fiskeldis vera ótímabundin, sem hefur valdið mörgum áhyggjum. Ef þetta frumvarp myndi vera samþykkt eins og það er í dag, yrðu Eyjafjörður, Ólafsfjörður og Héðinsfjörður líka lokaðir fyrir sjókvíaeldi. Annað sem er umhugsunarvert er að áætlað er að nota ófrjóan lax. Lítil reynsla er komin á það að ala ófrjóan lax enn sem komið er. Að lokum má nefna að grunnir firðir við norðvestanverðan Tröllaskaga henta varla fyrir sjókvíar vegna þess að þeir eru galopnir fyrir haföldu. Eyjafjörður er þar undanskilinn, innan við Hrísey. Haldinn hefur verið kynningarfundur á Ólafsfirði um verkefnið og umræðan hefur verið þannig, sérstaklega vegna þess að sveitarfélögunum á svæðinu er lofuð sneið af kökunni, að um jákvæða framkvæmd sé að ræða. Okkar skoðun er sú að það megi alls ekki gleyma því, þó að fjárhagslegum gróða sé lofað, að um er að ræða framkvæmd sem er náttúrunni alls ekki í hag. Auk þess er ennþá mjög svo á gráu svæði, að okkar mati, hvernig framkvæmdin eigi að vera. SUNN heldur vökulu auga með framvindu málsins, og ég hvet þau sem bera hag náttúru Norðurlands fyrir brjósti, hvort sem það er á láði eða legi, að hafa samband við okkur og taka þátt í starfi samtakanna. Aðalfundur félagsins verður á Amtsbókasafninu á mánudaginn næstkomandi, kl 20.00, þar sem öll eru velkomin. Aldrei hefur náttúra Íslands þurft meira á málsvörum að halda. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun