Að skapa sér stöðu og heimta pening! Haraldur Þór Jónsson skrifar 13. september 2024 10:00 Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er því slegið upp að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé að skapa sér stöðu og að sveitarfélagið hafi heimtað greiðslu frá Landsvirkjun til þess að Landsvirkjun fengi að byggja Búrfellslund. Ljóst er að slík fullyrðing stenst ekki og er útúrsnúningur á þeirri flóknu stöðu sem komin er upp í uppbyggingu á orkumannvirkjum á Íslandi í dag. Ég hef margfjallað um það síðustu 18 mánuði að orkumannvirki skila takmörkuðum efnahagslegum ávinningi til nærsamfélagsins. Í sumum tilfellum, eins og hjá okkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá getum við lent í beinu fjárhagslegu tapi. Þann 15. febrúar 2023 var tekin ákvörðun í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að frekari orkumannvirki verði ekki sett í skipulag sveitarfélagsins þar sem það þjónaði ekki hagsmunum íbúanna í nærumhverfinu. Sú afstaða sveitarfélagsins hefur því verið skýr í meira en 18 mánuði. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur mótmælt Búrfellslundi í gegnum allt ferlið og má sjá þau gögn á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar birtum við kæruna sem við höfum sent til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt gögnum sem við höfum sent til Skipulagsstofnunar og Orkustofnunar í undirbúningsferli Búrfellslundar. Í þeim gögnum kemur skýrt fram að sökum neikvæðra umhverfisáhrifa Búrfellslundar teljum við hann valda okkar sveitarfélagi skaða til framtíðar. Búrfellslundur skilar engum tekjum í nærsamfélagið en veldur gríðarlega neikvæðum umhverfisáhrifum á hálendi Íslands og mun því takmarka möguleika okkar til framtíðar. Í umhverfismati Búrfellslundar sem Landsvirkjun lét vinna er fjallað um mótvægisaðgerðir. Þar kemur fram að Landsvirkjun mun vinna með sveitarfélögum á svæðinu og aðilum í ferðaþjónustu að hugmyndum um hvernig hægt verður að nýta uppbyggingu Búrfellslundar á þann hátt að ný tækifæri skapist í ferðamennsku. Slíkt hefur ekki verið gert og við höfum komið þeim sjónarmiðum í gegnum ferlið til bæði Landsvirkjunar og ráðuneytisins sem fer með málaflokkinn, að forsenda þess að geta sætt sig við slíkt inngrip séu mótvægisaðgerðir gagnvart ferðaþjónustu til að vega upp á móti þeim gríðarlega neikvæðu áhrifum sem Búrfellslundur veldur. Það þýðir á íslensku að styrkja innviði, laga vegi og göngustíga o.s.frv. Sumir vilja greinilega túlka það sem heimtingu á peningum, dæmi hver fyrir sig. Það verður að tryggja að uppbygging orkumannvirkja, sem í flestum tilfellum er á landsbyggðinni, leiði ekki til þess að nærsamfélagið verði veikari með takarkaðri möguleika til að byggja upp sitt samfélag til framtíðar. Slíkt er aðeins hægt að gera með sanngjarnri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga ásamt því að ráðast í viðeigandi mótvægisaðgerðir gagnvart neikvæðum umhverfisáhrifum sem umhverfismatið leiðir í ljós. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Vindorka Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er því slegið upp að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé að skapa sér stöðu og að sveitarfélagið hafi heimtað greiðslu frá Landsvirkjun til þess að Landsvirkjun fengi að byggja Búrfellslund. Ljóst er að slík fullyrðing stenst ekki og er útúrsnúningur á þeirri flóknu stöðu sem komin er upp í uppbyggingu á orkumannvirkjum á Íslandi í dag. Ég hef margfjallað um það síðustu 18 mánuði að orkumannvirki skila takmörkuðum efnahagslegum ávinningi til nærsamfélagsins. Í sumum tilfellum, eins og hjá okkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, þá getum við lent í beinu fjárhagslegu tapi. Þann 15. febrúar 2023 var tekin ákvörðun í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að frekari orkumannvirki verði ekki sett í skipulag sveitarfélagsins þar sem það þjónaði ekki hagsmunum íbúanna í nærumhverfinu. Sú afstaða sveitarfélagsins hefur því verið skýr í meira en 18 mánuði. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hefur mótmælt Búrfellslundi í gegnum allt ferlið og má sjá þau gögn á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar birtum við kæruna sem við höfum sent til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt gögnum sem við höfum sent til Skipulagsstofnunar og Orkustofnunar í undirbúningsferli Búrfellslundar. Í þeim gögnum kemur skýrt fram að sökum neikvæðra umhverfisáhrifa Búrfellslundar teljum við hann valda okkar sveitarfélagi skaða til framtíðar. Búrfellslundur skilar engum tekjum í nærsamfélagið en veldur gríðarlega neikvæðum umhverfisáhrifum á hálendi Íslands og mun því takmarka möguleika okkar til framtíðar. Í umhverfismati Búrfellslundar sem Landsvirkjun lét vinna er fjallað um mótvægisaðgerðir. Þar kemur fram að Landsvirkjun mun vinna með sveitarfélögum á svæðinu og aðilum í ferðaþjónustu að hugmyndum um hvernig hægt verður að nýta uppbyggingu Búrfellslundar á þann hátt að ný tækifæri skapist í ferðamennsku. Slíkt hefur ekki verið gert og við höfum komið þeim sjónarmiðum í gegnum ferlið til bæði Landsvirkjunar og ráðuneytisins sem fer með málaflokkinn, að forsenda þess að geta sætt sig við slíkt inngrip séu mótvægisaðgerðir gagnvart ferðaþjónustu til að vega upp á móti þeim gríðarlega neikvæðu áhrifum sem Búrfellslundur veldur. Það þýðir á íslensku að styrkja innviði, laga vegi og göngustíga o.s.frv. Sumir vilja greinilega túlka það sem heimtingu á peningum, dæmi hver fyrir sig. Það verður að tryggja að uppbygging orkumannvirkja, sem í flestum tilfellum er á landsbyggðinni, leiði ekki til þess að nærsamfélagið verði veikari með takarkaðri möguleika til að byggja upp sitt samfélag til framtíðar. Slíkt er aðeins hægt að gera með sanngjarnri tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga ásamt því að ráðast í viðeigandi mótvægisaðgerðir gagnvart neikvæðum umhverfisáhrifum sem umhverfismatið leiðir í ljós. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun