Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller skrifar 13. september 2024 10:54 Í gær birti Róbert Spanó grein á visir.is þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni um að hafna beiðni ríkissaksóknara um að víkja vararíkissaksóknara frá störfum. Í greininni fjallar hann eingöngu um þann hluta málsins sem snýr að tjáningarfrelsi vararíkissaksóknara enda var niðurstaða dómsmálaráðherra á því byggð. Síðar sama dag tók ríkissaksóknari undir sjónarmið Róberts og taldi niðurstöðu ráðherra órökrétta. Vararíkissaksóknari er embættismaður skipaður af ráðherra. Að lögum getur ráðherra einn veitt vararíkissaksóknara lausn. Í tilviki eins og því sem hér um ræðir getur ráðherra ekki veitt lausn án undanfarandi áminningar. Áminningin er þar með hluti af lausnarferlinu sem er í höndum ráðherra. Við meðferð málsins hjá dómsmálaráðuneytinu var aflað tveggja lögfræðiálita. Í öðru þeirra segir: Að öllu virtu telur LEX að uppi sé verulegur vafi á því hvort annar en ráðherra geti áminnt embættismann sem skipaður er af ráðherra, nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Skal hér einnig höfð hliðsjón af lögmætisreglunni, þeirri grundvallarreglu að stjórnsýslan er bundin af lögum, en í henni felst að stjórnvöld geta almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgarana, nema hafa til þess heimild í lögum. Jafnframt verður að ganga skýrt frá því í lögum, hvaða kvaðir eru á borgarana lagðar. Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla. Álit LEX er ítarlegt og vel rökstutt. Það skal upplýst að í hinu álitinu var komist að öndverðri niðurstöðu. Forsendur þar eru að mínu mati hæpnar. Sama dag og grein Róberts var birt sagði dómsmálaráðherra í viðtali við RÚV: Ég fékk til dæmis álit frá tveimur virtum lögfræðistofum. Og þau álit voru ekki samhljóma um hvort að vararíkissaksóknari hafi farið út fyrir þessi mörk tjáningarfrelsis sem embættismaður. Annað álitið taldi líkur á að hann hafi farið yfir mörkin á meðan hitt taldi svo ekki vera Síðan segir Guðrún: Þegar ég skoða málið heildstætt og hef í huga að þessi ummæli eru látin falla í sérstökum aðstæðum þar sem vararíkissaksóknari var brotaþoli þá finnst mér liggja í hlutarins eðli að ég get ekki tekið íþyngjandi ákvörðun ef ég get ekki treyst því að hún sé réttmæt. Aðfinnsluvert er, með tilliti til þeirrar meðalhófsreglu sem ráðherra vísar til, að hún hafi ekki hafnað erindi ríkissaksóknara á grundvelli valdþurrðar þegar niðurstaða álitsgerðar LEX lá fyrir. Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú. Öllum ber að fara að lögum. Að ríkissaksóknari taki sér vald, sem hún hefur ekki að réttum lögum, til þess að veita vararíkissaksóknara áminningu er meira en aðfinnsluvert. Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Höfundur er lögmaður sem gætti hagsmuna vararíkissaksóknara í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í gær birti Róbert Spanó grein á visir.is þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni um að hafna beiðni ríkissaksóknara um að víkja vararíkissaksóknara frá störfum. Í greininni fjallar hann eingöngu um þann hluta málsins sem snýr að tjáningarfrelsi vararíkissaksóknara enda var niðurstaða dómsmálaráðherra á því byggð. Síðar sama dag tók ríkissaksóknari undir sjónarmið Róberts og taldi niðurstöðu ráðherra órökrétta. Vararíkissaksóknari er embættismaður skipaður af ráðherra. Að lögum getur ráðherra einn veitt vararíkissaksóknara lausn. Í tilviki eins og því sem hér um ræðir getur ráðherra ekki veitt lausn án undanfarandi áminningar. Áminningin er þar með hluti af lausnarferlinu sem er í höndum ráðherra. Við meðferð málsins hjá dómsmálaráðuneytinu var aflað tveggja lögfræðiálita. Í öðru þeirra segir: Að öllu virtu telur LEX að uppi sé verulegur vafi á því hvort annar en ráðherra geti áminnt embættismann sem skipaður er af ráðherra, nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Skal hér einnig höfð hliðsjón af lögmætisreglunni, þeirri grundvallarreglu að stjórnsýslan er bundin af lögum, en í henni felst að stjórnvöld geta almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgarana, nema hafa til þess heimild í lögum. Jafnframt verður að ganga skýrt frá því í lögum, hvaða kvaðir eru á borgarana lagðar. Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla. Álit LEX er ítarlegt og vel rökstutt. Það skal upplýst að í hinu álitinu var komist að öndverðri niðurstöðu. Forsendur þar eru að mínu mati hæpnar. Sama dag og grein Róberts var birt sagði dómsmálaráðherra í viðtali við RÚV: Ég fékk til dæmis álit frá tveimur virtum lögfræðistofum. Og þau álit voru ekki samhljóma um hvort að vararíkissaksóknari hafi farið út fyrir þessi mörk tjáningarfrelsis sem embættismaður. Annað álitið taldi líkur á að hann hafi farið yfir mörkin á meðan hitt taldi svo ekki vera Síðan segir Guðrún: Þegar ég skoða málið heildstætt og hef í huga að þessi ummæli eru látin falla í sérstökum aðstæðum þar sem vararíkissaksóknari var brotaþoli þá finnst mér liggja í hlutarins eðli að ég get ekki tekið íþyngjandi ákvörðun ef ég get ekki treyst því að hún sé réttmæt. Aðfinnsluvert er, með tilliti til þeirrar meðalhófsreglu sem ráðherra vísar til, að hún hafi ekki hafnað erindi ríkissaksóknara á grundvelli valdþurrðar þegar niðurstaða álitsgerðar LEX lá fyrir. Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú. Öllum ber að fara að lögum. Að ríkissaksóknari taki sér vald, sem hún hefur ekki að réttum lögum, til þess að veita vararíkissaksóknara áminningu er meira en aðfinnsluvert. Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Höfundur er lögmaður sem gætti hagsmuna vararíkissaksóknara í málinu.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun