Hvað er niðurskurðarstefna? Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. september 2024 09:31 Það var kallað sparnaðarþingið mikla, vorþingið árið 1924, þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins réðist í niðurskurð á öllu sem hægt var að skera niður. Framkvæmdir voru stöðvaðar, snardregið úr fjárframlagi til menntamála, vísinda og lista og ráðist í umfangsmikla einkavæðingu á ríkisstofnunum. Markmiðið var að orðinu til að ná jöfnuði milli tekna og útgjalda og greiða niður skuldir, en sagan átti sér dýpri rætur. Þetta var árið sem niðurskurðarstefna kom til Íslands, fyrir nákvæmlega einni öld. Hún var þá í mótun á alþjóðlegu teikniborði bankamanna og hagfræðinga til að tryggja að reikningurinn fyrir fyrri heimsstyrjöldina lenti á herðum almennings, þvert á lýðræðislegan vilja sem hafði meiri slagkraft en áður vegna almenns kosningaréttar og aukinna félagslegra réttindi víða í Evrópu. Háir vextir eru niðurskurðarstefna Íslenskir erindrekar og stjórnmálamenn kynntu sér stefnur og strauma og hrifust með niðurskurðarstefnunni. Í þeirra huga þjónaði hún líka því hlutverki að sporna gegn metnaðarfullum hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinna um uppbyggingu samfélagsins. Alþjóðastofnanir á borð við Þjóðabandalagið, forveri Sameinuðu þjóðanna, gerðu gjarnan niðurskurðastefnu að skilyrði fyrir lánveitingum til ríkja í vanda, en Ísland tók hana sjálfviljugt upp. Tæpum níutíu árum síðar voru íslensk stjórnvöld ekki eins sjálfviljug þegar þau stóðu andspænis Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem krafðist niðurskurðar í skiptum fyrir lánveitingu. Ísland Hrunsins sætti þá sömu kröfum og fjöldi þróunarríkja hafði gert áratugum saman. Þetta var lenskan hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, sem báðir hafa starfað eftir hugmyndafræði niðurskurðarstefnu. En hvað er niðurskurðarstefna? Clara Mattei hagfræðiprófessor hefur fjallað ítarlega um tilurð og inntak niðurskurðarstefnu. Hún bendir á að niðurskurðarstefna feli ekki eingöngu í sér niðurskurð á ríkisútgjöldum, heldur einnig einkavæðingu, vanrækslu innviða, háa stýrivexti og niðurbrot á kjörum og réttindum launafólks. Enn fremur þá hafa hún og fleiri fræðimenn sýnt fram á að niðurskurðarstefna hefur hvergi virkað til að ná yfirlýstu markmiði, það er að segja að draga úr skuldum og reisa við efnahag í vanda. Niðurskurðarstefna hefur hins vegar náð því markmiði sem sjaldnast er fært í orð og það er að verja fjármagn og misskiptingu fyrir kröfum almennings um sanngjarna dreifingu byrðanna þegar erfiðleikar blasa við. Málþing VR í dag! Í dag, þriðjudag, flytur Clara Mattei erindi á málþingi á vegum VR og í kjölfar erindis hennar verður fjallað um niðurskurðarstefnu í íslensku samhengi. Nú þegar stýrivextir hafa staðið í stað í heilt ár er ljóst að íslensk efnahagsstefna þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Hagsmunaaðilar fjármagnseigenda kalla eftir niðurskurði á útgjöldum hins opinbera og uppi eru kröfur um aukna gjaldheimtu fyrir jafnt vegi sem leikskóla. Er þetta í alvöru eina leiðin? Svarið við þeirri spurningu er nei. Það er hægt að stýra efnahag úr kreppu með hagsmuni almennings að leiðarljósi fremur en þrönga hagsmuni fjármagnseigenda. Til þess þarf hins vegar að skera upp herör gegn þeim kreddum sem hagstjórnin byggir á, hvort sem þær lúta að þeirri lífsseigu mýtu að verðbólga sé öllu öðru fremur komin til vegna launa venjulegs fólks eða þeirri að niðurskurður á þjónustu hins opinbera sé hin eina færa leið til að slá á eftirspurn. Málþing VR um niðurskurðarstefnu undir yfirskriftinni Efnahagsleg nauðsyn eða pólitísk hugmyndafræði? fer fram í samkomusal VR á 9. hæð í Kringlunni 7. Málþingið er öllum opið, hefst kl. 14 og upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á vef VR. Höfundur er varaformaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Það var kallað sparnaðarþingið mikla, vorþingið árið 1924, þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins réðist í niðurskurð á öllu sem hægt var að skera niður. Framkvæmdir voru stöðvaðar, snardregið úr fjárframlagi til menntamála, vísinda og lista og ráðist í umfangsmikla einkavæðingu á ríkisstofnunum. Markmiðið var að orðinu til að ná jöfnuði milli tekna og útgjalda og greiða niður skuldir, en sagan átti sér dýpri rætur. Þetta var árið sem niðurskurðarstefna kom til Íslands, fyrir nákvæmlega einni öld. Hún var þá í mótun á alþjóðlegu teikniborði bankamanna og hagfræðinga til að tryggja að reikningurinn fyrir fyrri heimsstyrjöldina lenti á herðum almennings, þvert á lýðræðislegan vilja sem hafði meiri slagkraft en áður vegna almenns kosningaréttar og aukinna félagslegra réttindi víða í Evrópu. Háir vextir eru niðurskurðarstefna Íslenskir erindrekar og stjórnmálamenn kynntu sér stefnur og strauma og hrifust með niðurskurðarstefnunni. Í þeirra huga þjónaði hún líka því hlutverki að sporna gegn metnaðarfullum hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinna um uppbyggingu samfélagsins. Alþjóðastofnanir á borð við Þjóðabandalagið, forveri Sameinuðu þjóðanna, gerðu gjarnan niðurskurðastefnu að skilyrði fyrir lánveitingum til ríkja í vanda, en Ísland tók hana sjálfviljugt upp. Tæpum níutíu árum síðar voru íslensk stjórnvöld ekki eins sjálfviljug þegar þau stóðu andspænis Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem krafðist niðurskurðar í skiptum fyrir lánveitingu. Ísland Hrunsins sætti þá sömu kröfum og fjöldi þróunarríkja hafði gert áratugum saman. Þetta var lenskan hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, sem báðir hafa starfað eftir hugmyndafræði niðurskurðarstefnu. En hvað er niðurskurðarstefna? Clara Mattei hagfræðiprófessor hefur fjallað ítarlega um tilurð og inntak niðurskurðarstefnu. Hún bendir á að niðurskurðarstefna feli ekki eingöngu í sér niðurskurð á ríkisútgjöldum, heldur einnig einkavæðingu, vanrækslu innviða, háa stýrivexti og niðurbrot á kjörum og réttindum launafólks. Enn fremur þá hafa hún og fleiri fræðimenn sýnt fram á að niðurskurðarstefna hefur hvergi virkað til að ná yfirlýstu markmiði, það er að segja að draga úr skuldum og reisa við efnahag í vanda. Niðurskurðarstefna hefur hins vegar náð því markmiði sem sjaldnast er fært í orð og það er að verja fjármagn og misskiptingu fyrir kröfum almennings um sanngjarna dreifingu byrðanna þegar erfiðleikar blasa við. Málþing VR í dag! Í dag, þriðjudag, flytur Clara Mattei erindi á málþingi á vegum VR og í kjölfar erindis hennar verður fjallað um niðurskurðarstefnu í íslensku samhengi. Nú þegar stýrivextir hafa staðið í stað í heilt ár er ljóst að íslensk efnahagsstefna þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Hagsmunaaðilar fjármagnseigenda kalla eftir niðurskurði á útgjöldum hins opinbera og uppi eru kröfur um aukna gjaldheimtu fyrir jafnt vegi sem leikskóla. Er þetta í alvöru eina leiðin? Svarið við þeirri spurningu er nei. Það er hægt að stýra efnahag úr kreppu með hagsmuni almennings að leiðarljósi fremur en þrönga hagsmuni fjármagnseigenda. Til þess þarf hins vegar að skera upp herör gegn þeim kreddum sem hagstjórnin byggir á, hvort sem þær lúta að þeirri lífsseigu mýtu að verðbólga sé öllu öðru fremur komin til vegna launa venjulegs fólks eða þeirri að niðurskurður á þjónustu hins opinbera sé hin eina færa leið til að slá á eftirspurn. Málþing VR um niðurskurðarstefnu undir yfirskriftinni Efnahagsleg nauðsyn eða pólitísk hugmyndafræði? fer fram í samkomusal VR á 9. hæð í Kringlunni 7. Málþingið er öllum opið, hefst kl. 14 og upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á vef VR. Höfundur er varaformaður VR
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun