Sjálfbærni er góður „business“ hjá Orkuveitunni Hólmfríður Sigurðardóttir skrifar 17. september 2024 07:46 Auðlindir íslenskrar náttúru eru undirstaða reksturs Orkuveitunnar og lífsgæða þess samfélags sem fyrirtækið þjónar. Athafnasvæði Orkuveitunnar nær frá Grundarfirði á Vesturlandi og að Hvolsvelli á Suðurlandi. Stór hluti þessa landssvæðis er innan verndarsvæða, það eru vatnsverndarsvæði, friðlýst svæði, svæði á náttúruminjaskrá og svæði sem lúta sérstakri vernd. Líffræðileg fjölbreytni er órjúfanlegur hluti þessara svæða. Undanfarin misseri hefur Orkuveitan þróað markmið og mælikvarða um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni á lendum og athafnasvæðum fyrirtækisins. Eftirspurn er eftir þessum upplýsingum því þær gera stjórnendum Orkuveitunnar, leyfisveitendum og lána- og fjármálastofnunum kleift að taka ákvarðanir um orkuöflun og fjárfestingar þeim tengdum, á ábyrgan hátt. Líffræðileg fjölbreytni og auðlindamælikvarði Orkuveitunnar Líffræðileg fjölbreytni er hluti af auðlindamælikvarða Orkuveitunnar. Það þýðir að lagt er mat á þá áhættu sem öflun heits vatns til húshitunar, öflun kalds vatns til neyslu, framleiðsla raforku og rekstur fráveitu, ljósleiðara og kolefnisbindingar hefur í för með sér fyrir lífríkið. Einnig er horft til mögulegra tækifæra sem geta falist í þessari starfsemi fyrir líffræðilega fjölbreytni. Dæmi um áhættu sem orkuöflun og rekstur Orkuveitunnar hefur fyrir líffræðilega fjölbreytni er: Jarðvegs- og gróðureyðing og röskun á landi vegna framkvæmda. Mengun vatns og sjávar og loftmengun vegna útblásturs og ýmis konar losunar út í umhverfið. Dæmi um tækifæri eru hins vegar: Verndun landslagsheilda og búsvæða með tilheyrandi gróðri og lífríki á eignarlandi Orkuveitunnar áður en ráðist er í framkvæmdir. Það hefur til dæmis verið gert á Hengilssvæðinu. Notkun staðargróðurs við frágang á raski vegna framkvæmda eins og á Hellisheiði og við Andakílsá. Endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal eftir að Orkuveitan hætti að reka vatnsaflsvirkjun í dalnum. Líffræðileg fjölbreytni hefur áhrif á afkomu Orkuveitunnar Öflugt og fjölbreytt búsvæði og lífríki hafa áhrif á afkomu fyrirtækja á borð við Orkuveituna. Dæmi um það er að Orkuveitan treystir á að það vatn sem aflað er til neyslu íbúa og atvinnulífs sé hreint og heilnæmt. Gögn um líffræðilega fjölbreytni varpa ljósi á hvernig búsvæði og tegundir gróðurs, dýra og annars lífríkis leggja sitt af mörkum til að binda jarðveg og halda honum stöðugum. Lífríkið getur þannig dregið út hættu á að jarðvegsörverur berist í vatnsból og mengi neysluvatn. Með því að greina gögn um líffræðilega fjölbreytni hefur Orkuveitan til dæmis varpað ljósi á umhverfis- og rekstraráhættu vegna varmamengunar frá Nesjavallavirkjun við strönd Þingvallavatn og að hvaða marki uppfyllt séu ákvæði starfsleyfa og náttúruverndarlaga. Þekking á áhættunni hefur nú þegar leitt til framþróunar á niðurdælingu á jarðhitavatni við virkjanir á Hengilssvæðinu. Ennfremur er unnið að nýsköpunarverkefni með blöndun jarðhitavatns frá virkjunum við hitaveituvatn á höfuðborgarsvæðinu. Takist þetta verkefni mun rekstrarfyrirkomulag hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu gjörbreytast til hins betra ásamt varmaframleiðslu virkjananna. Þannig er stefnt að því til frambúðar að nýta betur þann varma sem framleiddur er í virkjunum sem mun með tímanum draga úr varmamengun við strönd Þingvallavatns. Sjálfbærni er góður „business“ Skilningur stjórnenda og starfsfólks Orkuveitunnar á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni á heilsu vistkerfa gerir fyrirtækinu kleift að tileinka sér sjálfbærari starfshætti. Það leiðir til sveigjanlegri viðskiptalíkana, nýrra grænna viðskiptatækifæra sem eru fallin til þess að takast á við loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa og auknar opinberar kröfur. Dæmin sem tilgreind eru hér á undan sýna að Orkuveitan stendur við skuldbindingar sínar um að standa vörð um vistkerfi og íslenska náttúru. Það eflir traust, bætir orðspor, laðar að viðskiptavini og gott starfsfólk og stuðlar þannig að langtíma seiglu og þrautseigju fyrirtækisins. Sjálfbærni er sannanlega góður „business“. Höfundur er umhverfisstjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sjálfbærni Jarðhiti Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Auðlindir íslenskrar náttúru eru undirstaða reksturs Orkuveitunnar og lífsgæða þess samfélags sem fyrirtækið þjónar. Athafnasvæði Orkuveitunnar nær frá Grundarfirði á Vesturlandi og að Hvolsvelli á Suðurlandi. Stór hluti þessa landssvæðis er innan verndarsvæða, það eru vatnsverndarsvæði, friðlýst svæði, svæði á náttúruminjaskrá og svæði sem lúta sérstakri vernd. Líffræðileg fjölbreytni er órjúfanlegur hluti þessara svæða. Undanfarin misseri hefur Orkuveitan þróað markmið og mælikvarða um stöðu líffræðilegrar fjölbreytni á lendum og athafnasvæðum fyrirtækisins. Eftirspurn er eftir þessum upplýsingum því þær gera stjórnendum Orkuveitunnar, leyfisveitendum og lána- og fjármálastofnunum kleift að taka ákvarðanir um orkuöflun og fjárfestingar þeim tengdum, á ábyrgan hátt. Líffræðileg fjölbreytni og auðlindamælikvarði Orkuveitunnar Líffræðileg fjölbreytni er hluti af auðlindamælikvarða Orkuveitunnar. Það þýðir að lagt er mat á þá áhættu sem öflun heits vatns til húshitunar, öflun kalds vatns til neyslu, framleiðsla raforku og rekstur fráveitu, ljósleiðara og kolefnisbindingar hefur í för með sér fyrir lífríkið. Einnig er horft til mögulegra tækifæra sem geta falist í þessari starfsemi fyrir líffræðilega fjölbreytni. Dæmi um áhættu sem orkuöflun og rekstur Orkuveitunnar hefur fyrir líffræðilega fjölbreytni er: Jarðvegs- og gróðureyðing og röskun á landi vegna framkvæmda. Mengun vatns og sjávar og loftmengun vegna útblásturs og ýmis konar losunar út í umhverfið. Dæmi um tækifæri eru hins vegar: Verndun landslagsheilda og búsvæða með tilheyrandi gróðri og lífríki á eignarlandi Orkuveitunnar áður en ráðist er í framkvæmdir. Það hefur til dæmis verið gert á Hengilssvæðinu. Notkun staðargróðurs við frágang á raski vegna framkvæmda eins og á Hellisheiði og við Andakílsá. Endurheimt náttúrugæða í Elliðaárdal eftir að Orkuveitan hætti að reka vatnsaflsvirkjun í dalnum. Líffræðileg fjölbreytni hefur áhrif á afkomu Orkuveitunnar Öflugt og fjölbreytt búsvæði og lífríki hafa áhrif á afkomu fyrirtækja á borð við Orkuveituna. Dæmi um það er að Orkuveitan treystir á að það vatn sem aflað er til neyslu íbúa og atvinnulífs sé hreint og heilnæmt. Gögn um líffræðilega fjölbreytni varpa ljósi á hvernig búsvæði og tegundir gróðurs, dýra og annars lífríkis leggja sitt af mörkum til að binda jarðveg og halda honum stöðugum. Lífríkið getur þannig dregið út hættu á að jarðvegsörverur berist í vatnsból og mengi neysluvatn. Með því að greina gögn um líffræðilega fjölbreytni hefur Orkuveitan til dæmis varpað ljósi á umhverfis- og rekstraráhættu vegna varmamengunar frá Nesjavallavirkjun við strönd Þingvallavatn og að hvaða marki uppfyllt séu ákvæði starfsleyfa og náttúruverndarlaga. Þekking á áhættunni hefur nú þegar leitt til framþróunar á niðurdælingu á jarðhitavatni við virkjanir á Hengilssvæðinu. Ennfremur er unnið að nýsköpunarverkefni með blöndun jarðhitavatns frá virkjunum við hitaveituvatn á höfuðborgarsvæðinu. Takist þetta verkefni mun rekstrarfyrirkomulag hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu gjörbreytast til hins betra ásamt varmaframleiðslu virkjananna. Þannig er stefnt að því til frambúðar að nýta betur þann varma sem framleiddur er í virkjunum sem mun með tímanum draga úr varmamengun við strönd Þingvallavatns. Sjálfbærni er góður „business“ Skilningur stjórnenda og starfsfólks Orkuveitunnar á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni á heilsu vistkerfa gerir fyrirtækinu kleift að tileinka sér sjálfbærari starfshætti. Það leiðir til sveigjanlegri viðskiptalíkana, nýrra grænna viðskiptatækifæra sem eru fallin til þess að takast á við loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa og auknar opinberar kröfur. Dæmin sem tilgreind eru hér á undan sýna að Orkuveitan stendur við skuldbindingar sínar um að standa vörð um vistkerfi og íslenska náttúru. Það eflir traust, bætir orðspor, laðar að viðskiptavini og gott starfsfólk og stuðlar þannig að langtíma seiglu og þrautseigju fyrirtækisins. Sjálfbærni er sannanlega góður „business“. Höfundur er umhverfisstjóri Orkuveitunnar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun