Segir lögin skipta máli en líka mannúð Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:49 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir mikilvægt að dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að fresta brottvísun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. Hún segir það mjög mikilvægt, fyrir ríkisstjórnina, að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að brottvísun yrði frestað þar til málið hafi verið rætt í ríkisstjórn. „Við ræddum það hér frá mjög mörgum hliðum,“ segir Svandís og að málið hafi sérstaklega verið rætt út frá hliðum veiks fólks og barna. Hvað ráðherrar Vinstri grænna hefðu gert hefði Guðrún ekki orðið við beiðninni segir Svandís það ekki liggja fyrir. Það hafi ekki þurft að hugsa til þess því Guðrún varð við beiðninni. Svandís segist hafa heyrt af brottvísuninni í fjölmiðlum. Eiginmaður hennar hafi vakið hana klukkan 5 og hún strax hringt í Guðmund Inga. Þau hafi staðið í þeirri trú að það yrði ekki ráðist í lögregluaðgerð á spítalanum og þau hafi því rætt það hvort að tilefni væri til að ræða það við forsætisráðherra. Fram hefur komið að eftir nokkra daga, þann 22. september, rennur út sá frestur sem yfirvöld hafa til að leggja málið í hendur yfirvalda á Spáni. Úrskurður kærunefndar hafi legið fyrir í mars og eftir það hafi yfirvöld sex mánuði til að vísa þeim úr landi. Sá frestur renni út á laugardag. Svandís segir að á laugardag verði þannig til réttur til endurupptöku máls hjá Útlendingastofnun og að þá geti fjölskyldan fengið efnismeðferð. „Það er þriðjudagur í dag og við þurfum að sjá hverju vindur fram,“ segir Svandís. Það sé samt þannig að ákvörðun um að bíða eða eitthvað slíkt sé ekki tekin á borði ríkisstjórnarinnar. Gleymi því ekki að vera manneskja Hvað varðar mannúð og hvort hún geti sigrað lögin segir Svandís það skipta miklu máli að fylgja lögum en það skipti jafn miklu máli að fólk í stjórnmálum gleymi því ekki hvernig það er að vera manneskja. „Í þessu mali þá snýst þetta dálítið um það að halda því til haga að þetta snýst um langveikt og fatlað barn sem er í mjög sérstakri stöðu og mér finnst að við eigum að opna hjartað fyrir því.“ Svandís segir það ástæðuna fyrir því að ráðherrar Vinstri grænna hafi óskað þess að málið yrði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. „Þetta varðar mannúð, þetta varðar hagsmuni barns. Þetta var sársaukafull aðgerð sem var þarna í uppsiglingu sem okkur fannst tilefni til þess að velta vöngum yfir hér í ríkisstjórn.“ Ekki ákvörðun ríkisstjórnarinnar Svandís segir það ekki á þeirra borði að taka ákvarðanir um framhaldið en að það hafi verið rætt hvort það sé tilefni til að skoða ýmis mál sem þessu tengjast. Eins og hagsmuni barna, sjúklinga og löregluaðgerð inni á sjúkrahúsi. „Það eru sjónarmið þarna sem þarf að ræða og taka til skoðunar,“ segir hún og að það skipti máli að fólk sé í skjóli á sjúkrahúsi. Hún segir spítalann sjálfan hafa vakið athygli á þessu og að það verði að skoða hver eigi að njóta vafans við þessar aðstæður. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Hún segir það mjög mikilvægt, fyrir ríkisstjórnina, að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að brottvísun yrði frestað þar til málið hafi verið rætt í ríkisstjórn. „Við ræddum það hér frá mjög mörgum hliðum,“ segir Svandís og að málið hafi sérstaklega verið rætt út frá hliðum veiks fólks og barna. Hvað ráðherrar Vinstri grænna hefðu gert hefði Guðrún ekki orðið við beiðninni segir Svandís það ekki liggja fyrir. Það hafi ekki þurft að hugsa til þess því Guðrún varð við beiðninni. Svandís segist hafa heyrt af brottvísuninni í fjölmiðlum. Eiginmaður hennar hafi vakið hana klukkan 5 og hún strax hringt í Guðmund Inga. Þau hafi staðið í þeirri trú að það yrði ekki ráðist í lögregluaðgerð á spítalanum og þau hafi því rætt það hvort að tilefni væri til að ræða það við forsætisráðherra. Fram hefur komið að eftir nokkra daga, þann 22. september, rennur út sá frestur sem yfirvöld hafa til að leggja málið í hendur yfirvalda á Spáni. Úrskurður kærunefndar hafi legið fyrir í mars og eftir það hafi yfirvöld sex mánuði til að vísa þeim úr landi. Sá frestur renni út á laugardag. Svandís segir að á laugardag verði þannig til réttur til endurupptöku máls hjá Útlendingastofnun og að þá geti fjölskyldan fengið efnismeðferð. „Það er þriðjudagur í dag og við þurfum að sjá hverju vindur fram,“ segir Svandís. Það sé samt þannig að ákvörðun um að bíða eða eitthvað slíkt sé ekki tekin á borði ríkisstjórnarinnar. Gleymi því ekki að vera manneskja Hvað varðar mannúð og hvort hún geti sigrað lögin segir Svandís það skipta miklu máli að fylgja lögum en það skipti jafn miklu máli að fólk í stjórnmálum gleymi því ekki hvernig það er að vera manneskja. „Í þessu mali þá snýst þetta dálítið um það að halda því til haga að þetta snýst um langveikt og fatlað barn sem er í mjög sérstakri stöðu og mér finnst að við eigum að opna hjartað fyrir því.“ Svandís segir það ástæðuna fyrir því að ráðherrar Vinstri grænna hafi óskað þess að málið yrði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. „Þetta varðar mannúð, þetta varðar hagsmuni barns. Þetta var sársaukafull aðgerð sem var þarna í uppsiglingu sem okkur fannst tilefni til þess að velta vöngum yfir hér í ríkisstjórn.“ Ekki ákvörðun ríkisstjórnarinnar Svandís segir það ekki á þeirra borði að taka ákvarðanir um framhaldið en að það hafi verið rætt hvort það sé tilefni til að skoða ýmis mál sem þessu tengjast. Eins og hagsmuni barna, sjúklinga og löregluaðgerð inni á sjúkrahúsi. „Það eru sjónarmið þarna sem þarf að ræða og taka til skoðunar,“ segir hún og að það skipti máli að fólk sé í skjóli á sjúkrahúsi. Hún segir spítalann sjálfan hafa vakið athygli á þessu og að það verði að skoða hver eigi að njóta vafans við þessar aðstæður.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira