Áskorun til Sjúkratrygginga Íslands – hugsum í lausnum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 18. september 2024 11:31 Á íbúafundi sem haldinn var í Búðardal í nóvember 2023 var m.a. rætt um regluverk Sjúkratrygginga Íslands um greiðslufyrirkomulag stofnunarinnar vegna sjúkraþjálfunar því mikil vinna sjálfboðaliða hefur verið lögð fram í þeim tilgangi að byggja upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í Búðardal en erfiðlega hefur gengið að fá sjúkraþjálfara til starfa fram til þessa. Vöntun er á þjónustunni í byggðarlaginu og fjölmargir sem sækja hana utan þess, með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Meðal þess sem rætt var á fyrrnefndum íbúafundi var að Sjúkratryggingar Íslands greiða þeim sem þurfa að sækja sjúkraþjálfun fyrir aksturinn en sá möguleiki er ekki til staðar í núverandi regluverki og samningum við sjúkraþjálfara að snúa dæminu við. Það gæti verið jákvæð byggðaaðgerð stjórnvalda, og þá Sjúkratrygginga Íslands í þessu tilfelli, að opna á það að greiða sjúkraþjálfurum fyrir akstur á starfsstöð þar sem allur búnaður er til staðar, líkt og nú er í Búðardal þökk sé duglegu og framtakssömu fólki í Ungmennafélaginu okkar. Það verður að segjast að það hlýtur að vera hagkvæmara þjóðhagslega að greiða einum sjúkraþjálfara fyrir akstur heldur en að greiða þeim fjölmörgu íbúum landsbyggðarinnar sem þurfa að sækja þessa mikilvægu þjónustu sem um ræðir fyrir aksturinn. Í fámennum byggðarlögum geta slíkar greiðslur einnig skipt máli upp á að hægt sé að veita þjónustu í heimabyggð því vöntun er á sérfræðingum og greiðslurnar gætu aukið hvatann til að veita þjónustuna í fámennari byggðum og mögulega fleira sem þörf hafa fyrir þjónustu sem þessa nýtt sér. Ég vil með þessari stuttu grein skora á Sjúkratryggingar Íslands og aðra þá sem að málum koma að beita sér fyrir því að opnað verði á þennan möguleika því hér er um að ræða byggðamál og ekki síður lýðheilsumál fyrir landsmenn alla. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Sjúkratryggingar Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Á íbúafundi sem haldinn var í Búðardal í nóvember 2023 var m.a. rætt um regluverk Sjúkratrygginga Íslands um greiðslufyrirkomulag stofnunarinnar vegna sjúkraþjálfunar því mikil vinna sjálfboðaliða hefur verið lögð fram í þeim tilgangi að byggja upp aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara í Búðardal en erfiðlega hefur gengið að fá sjúkraþjálfara til starfa fram til þessa. Vöntun er á þjónustunni í byggðarlaginu og fjölmargir sem sækja hana utan þess, með tilheyrandi kostnaði og vinnutapi. Meðal þess sem rætt var á fyrrnefndum íbúafundi var að Sjúkratryggingar Íslands greiða þeim sem þurfa að sækja sjúkraþjálfun fyrir aksturinn en sá möguleiki er ekki til staðar í núverandi regluverki og samningum við sjúkraþjálfara að snúa dæminu við. Það gæti verið jákvæð byggðaaðgerð stjórnvalda, og þá Sjúkratrygginga Íslands í þessu tilfelli, að opna á það að greiða sjúkraþjálfurum fyrir akstur á starfsstöð þar sem allur búnaður er til staðar, líkt og nú er í Búðardal þökk sé duglegu og framtakssömu fólki í Ungmennafélaginu okkar. Það verður að segjast að það hlýtur að vera hagkvæmara þjóðhagslega að greiða einum sjúkraþjálfara fyrir akstur heldur en að greiða þeim fjölmörgu íbúum landsbyggðarinnar sem þurfa að sækja þessa mikilvægu þjónustu sem um ræðir fyrir aksturinn. Í fámennum byggðarlögum geta slíkar greiðslur einnig skipt máli upp á að hægt sé að veita þjónustu í heimabyggð því vöntun er á sérfræðingum og greiðslurnar gætu aukið hvatann til að veita þjónustuna í fámennari byggðum og mögulega fleira sem þörf hafa fyrir þjónustu sem þessa nýtt sér. Ég vil með þessari stuttu grein skora á Sjúkratryggingar Íslands og aðra þá sem að málum koma að beita sér fyrir því að opnað verði á þennan möguleika því hér er um að ræða byggðamál og ekki síður lýðheilsumál fyrir landsmenn alla. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun