Um vaxtahækkanir og verð á hveiti Haukur Skúlason skrifar 19. september 2024 16:01 Fyrir nokkrum dögum skrifaði bankastjóri ágætisgrein á Vísi.is þar sem hann virtist rökstyðja vaxtahækkanir bankans nýverið á verðtryggðum húsnæðislánum með þeirri samlíkingu að nauðsynlegt sé að hækka verð á brauði ef hveitið er orðið dýrara en brauðið sjálft. Tilefnið var að Arion banki hækkaði álag á verðtryggðum vöxtum húsnæðislána um 0,6% og vísaði í að dýrara væri að fjármagna þau húsnæðislán en áður - fyrst og fremst vegna sérstakra aðstæðna í hagkerfinu þar sem verðbólga fer lækkandi en meginvextir Seðlabankans haldast enn háir. Nú er það algerlega óumdeilt að hægt er að reikna sig niður á það að við núverandi samspil verðbólgu og meginvaxta þrengi að þeim hagnaði sem bankar hafa af verðtryggðum húsnæðislánum og það er auðvelt að tefla fram rökum, þó flókin séu, slíkum hækkunum til stuðnings. En það breytir ekki þeirri einföldu staðreynd að bankarnir sjá fram á að hagnast, tímabundið, aðeins minna á verðtryggðum húsnæðislánum vegna ytri aðstæðna, og þá hækka þeir bara vextina (eða verðið á brauðinu) samstundis og sækja sér ef til vill örlítið meiri hagnað en áður var, í leiðinni. En er þetta samt svona einfalt? Í stað þess að hætta mér inn í flóknar, og hundleiðinlegar, umræður um fínni punkta vaxtaferla og verðbólguvæntinga, eigum við að skoða hvað bakari sem stendur frammi fyrir hækkun á hveitiverði getur gert. Nú er það svo að við bakstur brauðsins sem bankastjórinn vísar í eru notuð fleiri hráefni en hveiti. Það þarf vatn, ger og olíu, og mögulega alls konar önnur hráefni. Svo eru sum brauð með ólíkum tegundum af hveiti. Færa má rök fyrir því að verðin á þessum hráefnum sveiflist upp og niður yfir tíma, en aldrei sér bakarinn ástæðu til að lækka verðið á brauðinu þegar verðin eru honum hagstæð - tækifærið er nýtt til að hækka verðið þegar hægt er, en ekki lækka það þegar aðstæður bjóða upp á það. Bankar nota t.d. innlán til að fjármagna sín útlán og einhvern veginn er það þannig að innlánsvextir bankanna lækka á methraða en hækka seint og illa. Þegar innlánsvextir lækkuðu (og juku þannig hagnaðinn af húsnæðislánunum) var bankinn ekkert að spá í að “velta” þeirri lækkun yfir til viðskiptavina í formi lægri útlánsvaxta. Enda af hverju ætti bakarinn að lækka verðið á brauðinu þegar hagnaðurinn af hverri sölu eykst? Ef við myndum svo skoða hinar eiginlegu hækkanir í umræddu dæmi sjáum við að verðið á hveitinu hefur jú hækkað aðeins (um ca 0,2 prósentustig) en verðið á brauðinu er hækkað um 0,6 prósentustig. Þessar tölur má lesa út úr annars vegar því hversu mikið Arion banki ákvað að hækka álag á verðtryggða vexti og hins vegar á meðaltalsbreytingu á ávöxtunarkröfunni á markaði með sértryggðu skuldabréfin sem notuð eru til að fjármagna hluta þeirra lána. Af hverju hækkar brauðið miklu meira en sem nemur hækkun á hveitinu? Og af hverju er ekki minnst einu orði á hin hráefnin sem hafa lækkað í verði undanfarið, eða staðið í stað á meðan brauðið hefur smám saman verið hækkað í verði? Að auki fær bakarinn hveitið frá mörgum heildsölum, og aðeins einn þeirra (og sá sem selur bankanum í raun minnstan hluta hveitisins) hækkaði verðið svo einhverju nemur. Svo við einföldum þetta enn meira, af hverju hækkaði brauðið um 60 krónur, þegar hveitið hækkaði bara um 20 krónur og verð á öðrum hráefnum hefur jafnvel lækkað? Af hverju hækka vextir á verðtryggðum húsnæðislánum um 0,6% þegar hluti af fjármögnun sumra verðtryggðra húsnæðislána hækkar um 0,2%? Í fyrirtækjarekstri er það alltaf sjálfstæð ákvörðun hvort hækka eigi verð á vöru þegar innkaupsverð hennar hækkar. Í sumum tilvikum er vöruverðið hækkað, í öðrum er tekin ákvörðun um að hækka ekki útsöluverðið, heldur lækka álagningu vörunnar sér í lagi ef fyrirséð er að innkaupsverðið muni á næstu misserum lækka aftur. Og stundum ættu fyrirtæki að huga að því að skipta um birgja og leita hagstæðari tilboða. Arion banki og Íslandsbanki ákváðu að hækka verðið á vörunni umsvifalaust og vísuðu í hækkun á fjármögnunarkostnaði, en viðurkenna á sama tíma að sú hækkun sé til komin vegna tímabundinna aðstæðna á markaði. Lítið hefur farið fyrir vaxtalækkunum banka á útlánum þegar fjármagnsmarkaðir hafa verið þeim hagfelldir - af hverju ættu viðskiptavinir að trúa að þessi hækkun gangi til baka þegar aðstæður breytast? Ég held að meginþorri almennings hafi lítinn skilning á því að sífellt þurfi að verja milljarðatuga hagnað bankanna með því að leggja sífellt þyngri byrðar á herðar viðskiptavinanna. Það sér auðvitað hver sem vill hversu galin þessi vaxtahækkun Arion banka og Íslandsbanka er. Eins og áður segir, þá er vel hægt að rökstyðja hana í Excel, en þegar kemur að heilbrigðri skynsemi og að teknu tilliti til heildarmyndarinnar og stöðu hagkerfisins, er hún einfaldlega galin. Þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir vaxtalækkunum, fylgst er með verðbólgumælingum eins og markatölu í fótboltaleik - og þá taka tveir af stærstu lánveitendum landsins sig til og hækka vextina á grundvallarlánum landsmanna. Af því að þeir sannfærðu sig um að það væri það besta í stöðunni - fyrir þá sjálfa. Okkur hjá indó finnst þessi ákvörðun Arion banka og Íslandsbanka endurspegla það viðhorf bankanna sem við viljum breyta. Það er óeðlilegt að bankar geti bara hækkað verð á sínum vörum þegar þeim hentar án þess að taka strembnar ákvarðanir, til lengri tíma, varðandi fjármögnun, tiltekt í rekstri og annað slíkt, til þess að halda verði á vörum eins lágu og hægt er. Bankarnir eru einfaldlega í fákeppnisstöðu og hafa verið árum og áratugum saman, og því er þeim tamt að færa kostnaðinn umhugsunarlaust yfir á viðskiptavinina í formi hærri útlánsvaxta, lægri innlánsvaxta og nýrra, og oft ansi frumlegra, þjónustugjalda. Þeir einfaldlega gera það að því að þeir geta það. Í bakaragreininni kvartar bankastjórinn yfir því að “nýir” aðilar á markaðnum geti boðið betur af því að þeir bjóði ekki upp á “alhliða” bankaþjónustu eins og Arion. Ég staldra aðeins við þá fullyrðingu. Er bankastjórinn að segja að það sé svo dýrt að bjóða upp á alls konar vörur og þjónustu, að viðskiptavinir Arion þurfi að niðurgreiða sumar þeirra? Af hverju hættir þá bankinn ekki einfaldlega að bjóða upp á niðurgreiddar vörur og lækkar verðið á þeim sem hann þó býður sem því nemur? Hafa bankarnir ekki talað um að það felist svo mikil hagkvæmni í breiddinni og stærðinni? Af hverju er þá ósanngjarnt að samkeppnisaðili bjóði viðskiptavinum betur í krafti einfaldleikans? Það má vel vera að bankastjóra Arion finnist ósanngjarnt að keppa við sparisjóð sem getur boðið betri og hagkvæmari þjónustu. En okkur finnst ekki ósanngjarnt að okkar viðskiptavinir geti notið betri kjara og þaðan af síður finnst okkur ósanngjarnt að viðskiptavinir annarra banka geri sömu kröfur til síns banka. Bankarnir ættu að vita betur en að kvarta undan samkeppninni - ég get fullvissað þá um að þegar allt kemur til alls er hún öllum til góða. Ég veit að raunveruleg samkeppni er bönkunum mögulega framandi hugtak og þeim finnst alls ekki gaman að takast á við hana, en engu að síður er hún komin til að vera og á bak við samkeppnina eru tæplega 70 þúsund landsmenn sem eru okkur sammála. Tæplega 70 þúsund manns, sem hver og einn ákvað að koma til indó, getur þannig sparað um 50 þúsund krónur á ári með því einu að nota indó kortið til daglegrar framfærslu. Mér finnst það sanngjarnt og okkar viðskiptavinum finnst það sanngjarnt. En auðvitað finnst bönkunum það ósanngjarnt. Þó svo að bankana langi til að hækka vexti á útlánum og geti rökstutt það fyrir sjálfum sér með flóknum og óljósum útskýringum, þá er ekki þar með sagt að þeir ættu að gera það. Kannski skiptir meira máli að horfa á hlutina í samhengi. Lántakendur sem í dag eru komnir að ystu þolmörkum í greiðslubyrði vegna himinhárra vaxta og viðvarandi verðbólgu. Þetta eru viðskiptavinir bankanna og okkur finnst mikilvægt að nú sé dregin lína í sandinn og bankarnir standi með sínum viðskiptavinum og leggist á árarnar við að losa um spennitreyju þeirra. Og ef það þýðir að hagnaðurinn af tilteknum útlánum verði ögn lægri í nokkra mánuði, þá er það kannski ekki svo hættulegt, ef við náum í sameiningu að vinna bug á verðbólgudraugnum. Á fákeppnismarkaði er hætt við að lausnin á öllum áskorunum felist einfaldlega í að hækka verð á vörum - alvöru samkeppni krefst þess að leitað sé annarra leiða. Við hjá indó erum öll hluti af samfélaginu og í þeirri frábæru stöðu að geta haft jákvæð áhrif á samfélagið - nokkuð sem við höfum að leiðarljósi allar stundir í vinnunni. Hugsjón okkar er í raun afskaplega einföld: hún er að breyta bankakerfinu, svo það verði meira eftir fyrir fólkið í landinu og minna fyrir bankana - sama hverjir þeir eru og þar eru við ekki undanskilin. Bankarnir eru til fyrir fólkið, ekki öfugt. Saman getum við hjá indó, starfsfólk og viðskiptavinir okkar, breytt þankagangi bankanna. Þankagangi sem í alltof langan tíma hefur gengið út á að bankarnir geti bara sótt auknar tekjur til viðskiptavinanna þegar þeim hentar. Höfundur er annar stofnanda og framkvæmdastjóri indó sparisjóðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Þegar hveitið er dýrara en brauðið Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. 13. september 2024 15:00 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum skrifaði bankastjóri ágætisgrein á Vísi.is þar sem hann virtist rökstyðja vaxtahækkanir bankans nýverið á verðtryggðum húsnæðislánum með þeirri samlíkingu að nauðsynlegt sé að hækka verð á brauði ef hveitið er orðið dýrara en brauðið sjálft. Tilefnið var að Arion banki hækkaði álag á verðtryggðum vöxtum húsnæðislána um 0,6% og vísaði í að dýrara væri að fjármagna þau húsnæðislán en áður - fyrst og fremst vegna sérstakra aðstæðna í hagkerfinu þar sem verðbólga fer lækkandi en meginvextir Seðlabankans haldast enn háir. Nú er það algerlega óumdeilt að hægt er að reikna sig niður á það að við núverandi samspil verðbólgu og meginvaxta þrengi að þeim hagnaði sem bankar hafa af verðtryggðum húsnæðislánum og það er auðvelt að tefla fram rökum, þó flókin séu, slíkum hækkunum til stuðnings. En það breytir ekki þeirri einföldu staðreynd að bankarnir sjá fram á að hagnast, tímabundið, aðeins minna á verðtryggðum húsnæðislánum vegna ytri aðstæðna, og þá hækka þeir bara vextina (eða verðið á brauðinu) samstundis og sækja sér ef til vill örlítið meiri hagnað en áður var, í leiðinni. En er þetta samt svona einfalt? Í stað þess að hætta mér inn í flóknar, og hundleiðinlegar, umræður um fínni punkta vaxtaferla og verðbólguvæntinga, eigum við að skoða hvað bakari sem stendur frammi fyrir hækkun á hveitiverði getur gert. Nú er það svo að við bakstur brauðsins sem bankastjórinn vísar í eru notuð fleiri hráefni en hveiti. Það þarf vatn, ger og olíu, og mögulega alls konar önnur hráefni. Svo eru sum brauð með ólíkum tegundum af hveiti. Færa má rök fyrir því að verðin á þessum hráefnum sveiflist upp og niður yfir tíma, en aldrei sér bakarinn ástæðu til að lækka verðið á brauðinu þegar verðin eru honum hagstæð - tækifærið er nýtt til að hækka verðið þegar hægt er, en ekki lækka það þegar aðstæður bjóða upp á það. Bankar nota t.d. innlán til að fjármagna sín útlán og einhvern veginn er það þannig að innlánsvextir bankanna lækka á methraða en hækka seint og illa. Þegar innlánsvextir lækkuðu (og juku þannig hagnaðinn af húsnæðislánunum) var bankinn ekkert að spá í að “velta” þeirri lækkun yfir til viðskiptavina í formi lægri útlánsvaxta. Enda af hverju ætti bakarinn að lækka verðið á brauðinu þegar hagnaðurinn af hverri sölu eykst? Ef við myndum svo skoða hinar eiginlegu hækkanir í umræddu dæmi sjáum við að verðið á hveitinu hefur jú hækkað aðeins (um ca 0,2 prósentustig) en verðið á brauðinu er hækkað um 0,6 prósentustig. Þessar tölur má lesa út úr annars vegar því hversu mikið Arion banki ákvað að hækka álag á verðtryggða vexti og hins vegar á meðaltalsbreytingu á ávöxtunarkröfunni á markaði með sértryggðu skuldabréfin sem notuð eru til að fjármagna hluta þeirra lána. Af hverju hækkar brauðið miklu meira en sem nemur hækkun á hveitinu? Og af hverju er ekki minnst einu orði á hin hráefnin sem hafa lækkað í verði undanfarið, eða staðið í stað á meðan brauðið hefur smám saman verið hækkað í verði? Að auki fær bakarinn hveitið frá mörgum heildsölum, og aðeins einn þeirra (og sá sem selur bankanum í raun minnstan hluta hveitisins) hækkaði verðið svo einhverju nemur. Svo við einföldum þetta enn meira, af hverju hækkaði brauðið um 60 krónur, þegar hveitið hækkaði bara um 20 krónur og verð á öðrum hráefnum hefur jafnvel lækkað? Af hverju hækka vextir á verðtryggðum húsnæðislánum um 0,6% þegar hluti af fjármögnun sumra verðtryggðra húsnæðislána hækkar um 0,2%? Í fyrirtækjarekstri er það alltaf sjálfstæð ákvörðun hvort hækka eigi verð á vöru þegar innkaupsverð hennar hækkar. Í sumum tilvikum er vöruverðið hækkað, í öðrum er tekin ákvörðun um að hækka ekki útsöluverðið, heldur lækka álagningu vörunnar sér í lagi ef fyrirséð er að innkaupsverðið muni á næstu misserum lækka aftur. Og stundum ættu fyrirtæki að huga að því að skipta um birgja og leita hagstæðari tilboða. Arion banki og Íslandsbanki ákváðu að hækka verðið á vörunni umsvifalaust og vísuðu í hækkun á fjármögnunarkostnaði, en viðurkenna á sama tíma að sú hækkun sé til komin vegna tímabundinna aðstæðna á markaði. Lítið hefur farið fyrir vaxtalækkunum banka á útlánum þegar fjármagnsmarkaðir hafa verið þeim hagfelldir - af hverju ættu viðskiptavinir að trúa að þessi hækkun gangi til baka þegar aðstæður breytast? Ég held að meginþorri almennings hafi lítinn skilning á því að sífellt þurfi að verja milljarðatuga hagnað bankanna með því að leggja sífellt þyngri byrðar á herðar viðskiptavinanna. Það sér auðvitað hver sem vill hversu galin þessi vaxtahækkun Arion banka og Íslandsbanka er. Eins og áður segir, þá er vel hægt að rökstyðja hana í Excel, en þegar kemur að heilbrigðri skynsemi og að teknu tilliti til heildarmyndarinnar og stöðu hagkerfisins, er hún einfaldlega galin. Þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir vaxtalækkunum, fylgst er með verðbólgumælingum eins og markatölu í fótboltaleik - og þá taka tveir af stærstu lánveitendum landsins sig til og hækka vextina á grundvallarlánum landsmanna. Af því að þeir sannfærðu sig um að það væri það besta í stöðunni - fyrir þá sjálfa. Okkur hjá indó finnst þessi ákvörðun Arion banka og Íslandsbanka endurspegla það viðhorf bankanna sem við viljum breyta. Það er óeðlilegt að bankar geti bara hækkað verð á sínum vörum þegar þeim hentar án þess að taka strembnar ákvarðanir, til lengri tíma, varðandi fjármögnun, tiltekt í rekstri og annað slíkt, til þess að halda verði á vörum eins lágu og hægt er. Bankarnir eru einfaldlega í fákeppnisstöðu og hafa verið árum og áratugum saman, og því er þeim tamt að færa kostnaðinn umhugsunarlaust yfir á viðskiptavinina í formi hærri útlánsvaxta, lægri innlánsvaxta og nýrra, og oft ansi frumlegra, þjónustugjalda. Þeir einfaldlega gera það að því að þeir geta það. Í bakaragreininni kvartar bankastjórinn yfir því að “nýir” aðilar á markaðnum geti boðið betur af því að þeir bjóði ekki upp á “alhliða” bankaþjónustu eins og Arion. Ég staldra aðeins við þá fullyrðingu. Er bankastjórinn að segja að það sé svo dýrt að bjóða upp á alls konar vörur og þjónustu, að viðskiptavinir Arion þurfi að niðurgreiða sumar þeirra? Af hverju hættir þá bankinn ekki einfaldlega að bjóða upp á niðurgreiddar vörur og lækkar verðið á þeim sem hann þó býður sem því nemur? Hafa bankarnir ekki talað um að það felist svo mikil hagkvæmni í breiddinni og stærðinni? Af hverju er þá ósanngjarnt að samkeppnisaðili bjóði viðskiptavinum betur í krafti einfaldleikans? Það má vel vera að bankastjóra Arion finnist ósanngjarnt að keppa við sparisjóð sem getur boðið betri og hagkvæmari þjónustu. En okkur finnst ekki ósanngjarnt að okkar viðskiptavinir geti notið betri kjara og þaðan af síður finnst okkur ósanngjarnt að viðskiptavinir annarra banka geri sömu kröfur til síns banka. Bankarnir ættu að vita betur en að kvarta undan samkeppninni - ég get fullvissað þá um að þegar allt kemur til alls er hún öllum til góða. Ég veit að raunveruleg samkeppni er bönkunum mögulega framandi hugtak og þeim finnst alls ekki gaman að takast á við hana, en engu að síður er hún komin til að vera og á bak við samkeppnina eru tæplega 70 þúsund landsmenn sem eru okkur sammála. Tæplega 70 þúsund manns, sem hver og einn ákvað að koma til indó, getur þannig sparað um 50 þúsund krónur á ári með því einu að nota indó kortið til daglegrar framfærslu. Mér finnst það sanngjarnt og okkar viðskiptavinum finnst það sanngjarnt. En auðvitað finnst bönkunum það ósanngjarnt. Þó svo að bankana langi til að hækka vexti á útlánum og geti rökstutt það fyrir sjálfum sér með flóknum og óljósum útskýringum, þá er ekki þar með sagt að þeir ættu að gera það. Kannski skiptir meira máli að horfa á hlutina í samhengi. Lántakendur sem í dag eru komnir að ystu þolmörkum í greiðslubyrði vegna himinhárra vaxta og viðvarandi verðbólgu. Þetta eru viðskiptavinir bankanna og okkur finnst mikilvægt að nú sé dregin lína í sandinn og bankarnir standi með sínum viðskiptavinum og leggist á árarnar við að losa um spennitreyju þeirra. Og ef það þýðir að hagnaðurinn af tilteknum útlánum verði ögn lægri í nokkra mánuði, þá er það kannski ekki svo hættulegt, ef við náum í sameiningu að vinna bug á verðbólgudraugnum. Á fákeppnismarkaði er hætt við að lausnin á öllum áskorunum felist einfaldlega í að hækka verð á vörum - alvöru samkeppni krefst þess að leitað sé annarra leiða. Við hjá indó erum öll hluti af samfélaginu og í þeirri frábæru stöðu að geta haft jákvæð áhrif á samfélagið - nokkuð sem við höfum að leiðarljósi allar stundir í vinnunni. Hugsjón okkar er í raun afskaplega einföld: hún er að breyta bankakerfinu, svo það verði meira eftir fyrir fólkið í landinu og minna fyrir bankana - sama hverjir þeir eru og þar eru við ekki undanskilin. Bankarnir eru til fyrir fólkið, ekki öfugt. Saman getum við hjá indó, starfsfólk og viðskiptavinir okkar, breytt þankagangi bankanna. Þankagangi sem í alltof langan tíma hefur gengið út á að bankarnir geti bara sótt auknar tekjur til viðskiptavinanna þegar þeim hentar. Höfundur er annar stofnanda og framkvæmdastjóri indó sparisjóðs.
Þegar hveitið er dýrara en brauðið Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. 13. september 2024 15:00
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun