Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Árni Sæberg skrifar 19. september 2024 16:46 Einar Örn Ólafsson er stærsti hluthafi Gnitaness, sem vill sjá Seljuveg 12 á nauðungarsölu. Vísir/Fasteignamarkaðurinn Fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í eigu forstjóra flugfélagsins Play meðal annarra, hefur farið fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi athafnamannsins Jóni Óðins Ragnarssonar vegna krafna að upphæð 44 milljóna króna. Húsið er á sölu sem stendur og uppsett verð er tæpar 300 milljónir króna. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu yfir nauðungarsölur á höfuðborgarsvæðinu má sjá eignina Seljugerði 12 í eigu Hótels Valhallar ehf.. Athafnamaðurinn Jón Óðinn Ragnarsson er eini eigandi félagsins. Stöndugt félag vill húsið selt Gerðarbeiðandi er fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í meirihlutaeigu Einars Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, eiginkonu hans. Gnitanes er umsvifamikið fjárfestingafélag og á til að mynda stóran hlut í flugfélaginu Play. Félagið hagnaðist um rúman milljarð króna í fyrra og hálfan milljarð árið þar áður. Eigið fé þess nemur rúmlega tíu milljörðum króna. Skrautlegur ferill Gerðarþoli er sem áður segir Hótel Valhöll ehf., sem nefnt er eftir samnefndu hóteli á Þingvöllum sem brann til kaldra kola árið 2009. Félagið er í eigu athafna- og veitingamannsins Jóns Óðins Ragnarssonar, sem hefur komið víða við á áratugalöngum ferli. Auk þess að reka Hótel Valhöll um árabil rak hann Regnbogann, keypti Hótel Örk og seldi tvisvar og opnaði hið umdeilda Hótel Cabin. Ferill Jóns þótti svo skrautlegur að árið 2014 ákvað Vísir að taka feril hans saman. Sundlaug í kjallaranum Gnitanes fer fram á nauðungarsölu á fasteign félagsins að Seljugerði 12 í Reykjavík vegna krafna upp á 43,8 milljónir króna, en ekki liggur fyrir hvernig þær kröfur stofnuðust. Fasteignin ætti að duga upp í kröfurnar og vel það, enda er hún öll hin glæsilegasta. Eignin er á tveimur hæðum auk kjallara, sem ekki er talinn með í 334 fermetrum hússins. Kjallarinn er þó með rúmlega fullri lofthæð og sundlaug í þokkabót, að því er segir í fasteignaauglýsingu hér á Vísi. Ásett verð samkvæmt auglýsingunni er 295 milljónir króna. Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu yfir nauðungarsölur á höfuðborgarsvæðinu má sjá eignina Seljugerði 12 í eigu Hótels Valhallar ehf.. Athafnamaðurinn Jón Óðinn Ragnarsson er eini eigandi félagsins. Stöndugt félag vill húsið selt Gerðarbeiðandi er fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í meirihlutaeigu Einars Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, eiginkonu hans. Gnitanes er umsvifamikið fjárfestingafélag og á til að mynda stóran hlut í flugfélaginu Play. Félagið hagnaðist um rúman milljarð króna í fyrra og hálfan milljarð árið þar áður. Eigið fé þess nemur rúmlega tíu milljörðum króna. Skrautlegur ferill Gerðarþoli er sem áður segir Hótel Valhöll ehf., sem nefnt er eftir samnefndu hóteli á Þingvöllum sem brann til kaldra kola árið 2009. Félagið er í eigu athafna- og veitingamannsins Jóns Óðins Ragnarssonar, sem hefur komið víða við á áratugalöngum ferli. Auk þess að reka Hótel Valhöll um árabil rak hann Regnbogann, keypti Hótel Örk og seldi tvisvar og opnaði hið umdeilda Hótel Cabin. Ferill Jóns þótti svo skrautlegur að árið 2014 ákvað Vísir að taka feril hans saman. Sundlaug í kjallaranum Gnitanes fer fram á nauðungarsölu á fasteign félagsins að Seljugerði 12 í Reykjavík vegna krafna upp á 43,8 milljónir króna, en ekki liggur fyrir hvernig þær kröfur stofnuðust. Fasteignin ætti að duga upp í kröfurnar og vel það, enda er hún öll hin glæsilegasta. Eignin er á tveimur hæðum auk kjallara, sem ekki er talinn með í 334 fermetrum hússins. Kjallarinn er þó með rúmlega fullri lofthæð og sundlaug í þokkabót, að því er segir í fasteignaauglýsingu hér á Vísi. Ásett verð samkvæmt auglýsingunni er 295 milljónir króna.
Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira