Látum þá hlæja því þeir tapa hvort sem er Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar 21. september 2024 09:31 Ég ákvað að skrifa þessa grein fyrir alla sem orðið hafa verið fyrir einelti og öllu því ofbeldi sem fylgir. Þú ert ekki ein/n, því mjög margir eru með þér. Lestu áfram. Við eigum öll okkar sögu. Sum okkar verða fyrir harkalegu einelti og félagslegu og andlegu ofbeldi þar sem við erum harkalega gagnrýnd og einfaldlega niðurlægð og barinn niður. Það er svo mikið af fólki sem finnst það vera misskilið af öðrum, útilokaðir frá öllum og öllu og eru algjörlega einir í heiminum. Það eru svo margir sem finnast þeim vera án ástar, án kærleika og umhyggju frá öðrum. Einfaldlega óelskaðir. Það eru svo margir sem upplifa að vera notaðir af öðrum og hlegið af og gert grín af og ekki bara yngri kynslóðin heldur sú eldri líka. Það eru svo margir sem finnast þeir ekki eiga heima í þessum heimi vegna þess að þeir upplifa sig sem skrítna, öðruvísi en aðrir vegna þess hvernig er komið fram við þá. Þessir einstaklingar upplifa sig eins og á svona hlutlausu svæði í myrkrinu án nokkurrar félagslegrar tengingar sem gefur þeim bara sársauka hvern einasta dag. Þeir eiga engan raunverulegan vin eða er tekið af öðrum eins og það raunverulega er og enginn virðist taka eftir því eða lokar augunum fyrir því. Og það lifir með grímu hvern einasta dag til að fela sársaukann. Fela hversu brotið það er. Það verður fyrir lygum, baktali, gróusögum sem algjörlega fara með það andlega og oftar en ekki leiðist þetta fólk út í fíkniefni og slæman félagsskap. Og bara af því að það fékk aldrei tækifæri til að vera tekið af öðrum eins og það er og algjörlega lokað á það með ljótu ofbeldi í sínu mörgu myndum. Einelti hefur margar birtingarmyndir ofbeldis eins og ég hef sagt hér fyrir ofan. Í 90% tilvika er einelti gert í hópum gegn einni manneskju. Einelti er mjög dulið og margslungið og gert til að niðurlægja, særa, valda sársaukafullri líðan og algjörlega mismuna og útiloka manneskjuna. Og fullt af fólki horfir á einstaklinga verða fyrir einelti hvort sem það er fullorðið eða af yngri kynslóðinni en gerir ekkert, sennilega út af hræðslu af því að lenda sjálft í einelti. Einelti er sálfræðilegt, líkamlegt, félagslegt og gert til að gjörsamlega eyðileggja orðspor og ímynd einstaklingsins. Búa til sögur um hann sem endurspeglar hann ekki nè hans karakter eða persónuleika. Þetta getur leitt til mikillar hræðslu og ótta. Lélegar og brotinnar sjálfsmyndar, einmanaleika, þunglyndi, kvíða, áráttu og þráhyggjuröskun og já sjálfsmorðshugsana og að vilja bara hverfa úr þessum heimi. Einstaklingurinn byrjar að rífa sig niður fyrir að vera ekki nógu góður og telur sig jafnvel heimskan, ljótan og algjörlega misheppnaðan í lífinu. Að enginn vilji hann eða raunverulega sjá hann og skilja. Og hann felur sig því á bakvið "brosið og reynir að komast í gegnum hvern einasta dag sem er eins og martröð." En málið er að þeir sem leggja aðra í einelti eru mjög óöruggir með sjálfan sig og hafa líklega orðið fyrir einhverskonar ofbeldi á yngri árum hvort sem það var á heimili sínu eða annarsstaðar. Þeir varpa sínum eigin sársauka á aðra og niðurlægja þá til að fá einhverskonar vald eða líðan sem var tekið af þeim í æsku. Einelti markast af hegðun sem víkur verulega frá félagslega viðmiðinu og þeir sem beita því eru mjög líklegir til að fara illa út úr lífinu á allan hátt og enda í fíkniefnum, glæpum og svo framvegis og þeir eru því langt frá því að vera andlega félagslegir á heilbrigðan hátt. Ég lít svo á að flestir sem beita einelti glími við einhverskonar persónuleikaröskun og að uppeldisaðstæður hafi líklega haft sterk áhrif á þá. Sérstaklega ef einstaklingurinn hefur alist upp í ógnandi heimilisaðstæðum. En sem betur fer að margir sem verða fyrir eineltinu ná sér út úr því og ofbeldið sem þeir hafa orðið fyrir endar. Þeir hætta að rífa sig niður með sjálfshatri og enda uppi sem sigurvegarar í lífinu og fá loksins þá ást, frið, umhyggju og þá viðurkenningu sem það á skilið. Að vera séð og tekið af öðrum algjörlega eins og það er. Að geta verið algjörlega sá sem þú ert. Og það er mesta frelsið og gleðin sem þú getur fengið í heiminum. Ég veit það sjálfur því ég er einn af þeim. Ég er einn af ykkur. Að lokum vil ég deila með öllum sem lent hafa í einelti lag eftir Brandi Marie Carlile sem ég hlusta mjög oft á. En þetta lag gaf henni fyrstu Grammy verðlaunin sín. Þetta er einfaldlega eitt fallegasta lag sem samið hefur verið síðustu áratugina og er ákveðinn þjóðsöngur fyrir alla minnihlutahópa og þá sem hafa lent í einelti og öllu því ofbeldi sem fylgir því. Á endanum, þá tapa þeir í lífinu sem beita einelti og ofbeldi. Þannig þú ert sigurvegari. Þú vannst þessa baráttu og komst út hinumegin á endanum. Þetta lag er fyrir þig. Ást og friður. https://youtu.be/ON0yCLjr9nw?si=zNLzZBNkmIoeryI4 Höfundur er eilífðarstúdent. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég ákvað að skrifa þessa grein fyrir alla sem orðið hafa verið fyrir einelti og öllu því ofbeldi sem fylgir. Þú ert ekki ein/n, því mjög margir eru með þér. Lestu áfram. Við eigum öll okkar sögu. Sum okkar verða fyrir harkalegu einelti og félagslegu og andlegu ofbeldi þar sem við erum harkalega gagnrýnd og einfaldlega niðurlægð og barinn niður. Það er svo mikið af fólki sem finnst það vera misskilið af öðrum, útilokaðir frá öllum og öllu og eru algjörlega einir í heiminum. Það eru svo margir sem finnast þeim vera án ástar, án kærleika og umhyggju frá öðrum. Einfaldlega óelskaðir. Það eru svo margir sem upplifa að vera notaðir af öðrum og hlegið af og gert grín af og ekki bara yngri kynslóðin heldur sú eldri líka. Það eru svo margir sem finnast þeir ekki eiga heima í þessum heimi vegna þess að þeir upplifa sig sem skrítna, öðruvísi en aðrir vegna þess hvernig er komið fram við þá. Þessir einstaklingar upplifa sig eins og á svona hlutlausu svæði í myrkrinu án nokkurrar félagslegrar tengingar sem gefur þeim bara sársauka hvern einasta dag. Þeir eiga engan raunverulegan vin eða er tekið af öðrum eins og það raunverulega er og enginn virðist taka eftir því eða lokar augunum fyrir því. Og það lifir með grímu hvern einasta dag til að fela sársaukann. Fela hversu brotið það er. Það verður fyrir lygum, baktali, gróusögum sem algjörlega fara með það andlega og oftar en ekki leiðist þetta fólk út í fíkniefni og slæman félagsskap. Og bara af því að það fékk aldrei tækifæri til að vera tekið af öðrum eins og það er og algjörlega lokað á það með ljótu ofbeldi í sínu mörgu myndum. Einelti hefur margar birtingarmyndir ofbeldis eins og ég hef sagt hér fyrir ofan. Í 90% tilvika er einelti gert í hópum gegn einni manneskju. Einelti er mjög dulið og margslungið og gert til að niðurlægja, særa, valda sársaukafullri líðan og algjörlega mismuna og útiloka manneskjuna. Og fullt af fólki horfir á einstaklinga verða fyrir einelti hvort sem það er fullorðið eða af yngri kynslóðinni en gerir ekkert, sennilega út af hræðslu af því að lenda sjálft í einelti. Einelti er sálfræðilegt, líkamlegt, félagslegt og gert til að gjörsamlega eyðileggja orðspor og ímynd einstaklingsins. Búa til sögur um hann sem endurspeglar hann ekki nè hans karakter eða persónuleika. Þetta getur leitt til mikillar hræðslu og ótta. Lélegar og brotinnar sjálfsmyndar, einmanaleika, þunglyndi, kvíða, áráttu og þráhyggjuröskun og já sjálfsmorðshugsana og að vilja bara hverfa úr þessum heimi. Einstaklingurinn byrjar að rífa sig niður fyrir að vera ekki nógu góður og telur sig jafnvel heimskan, ljótan og algjörlega misheppnaðan í lífinu. Að enginn vilji hann eða raunverulega sjá hann og skilja. Og hann felur sig því á bakvið "brosið og reynir að komast í gegnum hvern einasta dag sem er eins og martröð." En málið er að þeir sem leggja aðra í einelti eru mjög óöruggir með sjálfan sig og hafa líklega orðið fyrir einhverskonar ofbeldi á yngri árum hvort sem það var á heimili sínu eða annarsstaðar. Þeir varpa sínum eigin sársauka á aðra og niðurlægja þá til að fá einhverskonar vald eða líðan sem var tekið af þeim í æsku. Einelti markast af hegðun sem víkur verulega frá félagslega viðmiðinu og þeir sem beita því eru mjög líklegir til að fara illa út úr lífinu á allan hátt og enda í fíkniefnum, glæpum og svo framvegis og þeir eru því langt frá því að vera andlega félagslegir á heilbrigðan hátt. Ég lít svo á að flestir sem beita einelti glími við einhverskonar persónuleikaröskun og að uppeldisaðstæður hafi líklega haft sterk áhrif á þá. Sérstaklega ef einstaklingurinn hefur alist upp í ógnandi heimilisaðstæðum. En sem betur fer að margir sem verða fyrir eineltinu ná sér út úr því og ofbeldið sem þeir hafa orðið fyrir endar. Þeir hætta að rífa sig niður með sjálfshatri og enda uppi sem sigurvegarar í lífinu og fá loksins þá ást, frið, umhyggju og þá viðurkenningu sem það á skilið. Að vera séð og tekið af öðrum algjörlega eins og það er. Að geta verið algjörlega sá sem þú ert. Og það er mesta frelsið og gleðin sem þú getur fengið í heiminum. Ég veit það sjálfur því ég er einn af þeim. Ég er einn af ykkur. Að lokum vil ég deila með öllum sem lent hafa í einelti lag eftir Brandi Marie Carlile sem ég hlusta mjög oft á. En þetta lag gaf henni fyrstu Grammy verðlaunin sín. Þetta er einfaldlega eitt fallegasta lag sem samið hefur verið síðustu áratugina og er ákveðinn þjóðsöngur fyrir alla minnihlutahópa og þá sem hafa lent í einelti og öllu því ofbeldi sem fylgir því. Á endanum, þá tapa þeir í lífinu sem beita einelti og ofbeldi. Þannig þú ert sigurvegari. Þú vannst þessa baráttu og komst út hinumegin á endanum. Þetta lag er fyrir þig. Ást og friður. https://youtu.be/ON0yCLjr9nw?si=zNLzZBNkmIoeryI4 Höfundur er eilífðarstúdent.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar