Samrýmist það samfélagslegri ábyrgð ef fyrirtæki þitt er aðili að Viðskiptaráði? Andri Snær Magnason skrifar 21. september 2024 13:02 Ímyndum okkur að vírus breiddist yfir jörðina og allir veðurfræðingar, jöklafræðingar, sjávarlíffræðingar ásamt gestum á COP ráðstefnum vöknuðu einn daginn og gætu bara sagt: EBITA EBITA! EBITA. Alveg sama hver spurningin væri, þá væri svarið bara EBITA! Öllum væri ljóst að þeir væru fallnir fyrir einhverjum Zombí-vírus. Þá þyrfti annað fólk að stíga inn, bara þú og afi þinn, allir sem einn, lesa gögnin, reyna að skilja þau, setja í samhengi við framtíð barna okkar og jarðarinnar og taka ábyrgð. Staðan er nefnilega ekki góð, sbr. nýlegar fréttir af bláa blettinum undan Grænlandi, Amazon skógarnir brenna sem aldrei fyrr og flóð sem eiga að koma á þúsund ára fresti koma á tíu ára fresti. Nú hefur Viðskiptaráð komist að þeirri niðurstöðu að langflestar loftslagsaðgerðir Ríkisstjórnar Íslands hafi „neikvæð efnahagsleg áhrif“. Ég held að öllum sé ljóst að breytingarnar sem þarf að gera næstu 30 árin fela í sér mikið rask á mörgum atvinnugreinum. Það er óhjákvæmlegt, ekki síst þegar atvinnugreinin var vitlaust hönnuð í upphafi. Hið opinbera þarf vissulega aðhald og stundum eru settar reglur sem hafa öfug áhrif, stundum eru sett markmið sem eru óraunhæf eða loftkennd og það er hárrétt að vitlausar aðgerðir gætu valdið kollsteypu. En þegar excel-skjal Viðskiptaráðs er skoðað, þá er viðmiðið þeirra mjög einfalt. Ef hið opinbera setur lög, stuðlar að verkefnum eða fjárfestir í þeim þá fær verkefnið falleinkun „Endurheimt votlendis á jörðum í eigu ríkisins“. Falleinkun. „Vernd og endurheimt birkiskóga á þjóðlendum?“ Falleinkun. Reiðhjólastígar fá mínus stig. Krafa um förgun gróðurhúsalofttegunda við jarðvarmavirkjanir eins og gert er í Hellisheiðarvirkjun. Falleinkunn. Áætlun um útfösun F-gasa. Falleinkun. Hleðslustöðvar í höfnum landsins? Falleinkun. Í Viðskiptaráði situr ungt fólk í einhverri þægilegustu innivinnu í sögu mannkyns. Ef samtökin eiga að taka sig alvarlega verða þau sjálf að koma fram með plan sem samrýmist loftslagsáherslum heimsins. Það er ekki hægt að þykjast vera geimvera sem stendur utan við málefnið og segir bara EBITA EBITA. Ef ekki er hægt að fella hugmyndafræði Viðskiptaráðs að framtíð lífs á jörðinni, hvort á að víkja? Viðskiptaráð hefur á síðustu árum birst sem furðusamtök, metnaðarleysið í þessum málaflokki er óábyrgt og nánast glæpsamlegt. Það er tímabært að taka bara skýrt fram: Eins og stendur þá er ekki samfélagslega ábyrgt af fyrirtæki í nútíma samfélagi að vera í Viðskiptaráði. Er þitt fyrirtæki þar? Þinn vinnustaður? Þá er fyrirtæki þitt að styðja við leti og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Lestu excel-skjal Viðskiptaráðs. Lestu skýrslur Sameinuðu Þjóðanna. Reiknaðu út hvenær börnin þín fara á eftirlaun og berðu saman við spár vísindamanna. Spurðu svo fyrirtækið þitt af hverju það leggur fé í heimsendakölt sem getur bara sagt EBITA. Hlekkur í viðskiptaráð er hér og þar má sjá excel-skjalið. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Ímyndum okkur að vírus breiddist yfir jörðina og allir veðurfræðingar, jöklafræðingar, sjávarlíffræðingar ásamt gestum á COP ráðstefnum vöknuðu einn daginn og gætu bara sagt: EBITA EBITA! EBITA. Alveg sama hver spurningin væri, þá væri svarið bara EBITA! Öllum væri ljóst að þeir væru fallnir fyrir einhverjum Zombí-vírus. Þá þyrfti annað fólk að stíga inn, bara þú og afi þinn, allir sem einn, lesa gögnin, reyna að skilja þau, setja í samhengi við framtíð barna okkar og jarðarinnar og taka ábyrgð. Staðan er nefnilega ekki góð, sbr. nýlegar fréttir af bláa blettinum undan Grænlandi, Amazon skógarnir brenna sem aldrei fyrr og flóð sem eiga að koma á þúsund ára fresti koma á tíu ára fresti. Nú hefur Viðskiptaráð komist að þeirri niðurstöðu að langflestar loftslagsaðgerðir Ríkisstjórnar Íslands hafi „neikvæð efnahagsleg áhrif“. Ég held að öllum sé ljóst að breytingarnar sem þarf að gera næstu 30 árin fela í sér mikið rask á mörgum atvinnugreinum. Það er óhjákvæmlegt, ekki síst þegar atvinnugreinin var vitlaust hönnuð í upphafi. Hið opinbera þarf vissulega aðhald og stundum eru settar reglur sem hafa öfug áhrif, stundum eru sett markmið sem eru óraunhæf eða loftkennd og það er hárrétt að vitlausar aðgerðir gætu valdið kollsteypu. En þegar excel-skjal Viðskiptaráðs er skoðað, þá er viðmiðið þeirra mjög einfalt. Ef hið opinbera setur lög, stuðlar að verkefnum eða fjárfestir í þeim þá fær verkefnið falleinkun „Endurheimt votlendis á jörðum í eigu ríkisins“. Falleinkun. „Vernd og endurheimt birkiskóga á þjóðlendum?“ Falleinkun. Reiðhjólastígar fá mínus stig. Krafa um förgun gróðurhúsalofttegunda við jarðvarmavirkjanir eins og gert er í Hellisheiðarvirkjun. Falleinkunn. Áætlun um útfösun F-gasa. Falleinkun. Hleðslustöðvar í höfnum landsins? Falleinkun. Í Viðskiptaráði situr ungt fólk í einhverri þægilegustu innivinnu í sögu mannkyns. Ef samtökin eiga að taka sig alvarlega verða þau sjálf að koma fram með plan sem samrýmist loftslagsáherslum heimsins. Það er ekki hægt að þykjast vera geimvera sem stendur utan við málefnið og segir bara EBITA EBITA. Ef ekki er hægt að fella hugmyndafræði Viðskiptaráðs að framtíð lífs á jörðinni, hvort á að víkja? Viðskiptaráð hefur á síðustu árum birst sem furðusamtök, metnaðarleysið í þessum málaflokki er óábyrgt og nánast glæpsamlegt. Það er tímabært að taka bara skýrt fram: Eins og stendur þá er ekki samfélagslega ábyrgt af fyrirtæki í nútíma samfélagi að vera í Viðskiptaráði. Er þitt fyrirtæki þar? Þinn vinnustaður? Þá er fyrirtæki þitt að styðja við leti og metnaðarleysi í loftslagsmálum. Lestu excel-skjal Viðskiptaráðs. Lestu skýrslur Sameinuðu Þjóðanna. Reiknaðu út hvenær börnin þín fara á eftirlaun og berðu saman við spár vísindamanna. Spurðu svo fyrirtækið þitt af hverju það leggur fé í heimsendakölt sem getur bara sagt EBITA. Hlekkur í viðskiptaráð er hér og þar má sjá excel-skjalið. Höfundur er rithöfundur.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun