„Þetta reddast“ og heilsan að húfi? Alexander Aron Guðjónsson og Ásta Logadóttir skrifa 23. september 2024 09:31 Við eyðum stórum hluta lífsins á vinnustaðnum, og því skiptir máli að vinnuumhverfið sé ekki bara heilnæmt, heldur einnig þægilegt. Í nútímasamfélagi, þar sem fólk vinnur að jafnaði innandyra, gleymist stundum hversu mikilvægt það er að innivist sé í lagi. En hver ber ábyrgð á að tryggja heilnæmt vinnuumhverfi? Samkvæmt dómi sem féll 26. febrúar í ár þá bera bæði fasteignaeigendur og fyrirtæki sem leigutakar ábyrgð á að veita starfsfólki heilsusamlegt starfsumhverfi. Dómurinn sýnir svart á hvítu að fyrirtæki hafa frumkvæðiskyldu til að tryggja heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir starfsmenn sína með því að afstýra heilsutjóni, samanber 13. gr. laga um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum. Að bera skyldu til frumkvæðis, það er ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Það þýðir að fyrirtæki þurfa að vera meðvituð um hvaða áhrif umhverfisþættir í byggingunum þeirra geta haft á starfsfólk og bregðast við á viðeigandi hátt. Í tilviki dómsins var um að ræða myglu og þurrt loft sem olli óheilsusamlegu starfsumhverfi. Þrátt fyrir að fasteignaeigandi hefði tilkynnt leigutaka um ástandið, þá beið fyrirtækið of lengi með að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólks. Fyrirtækið taldi sig geta beðið eftir að fasteignaeigandi myndi leysa vandann, en á meðan versnaði ástandið og starfsfólk fór að finna fyrir heilsufarslegum áhrifum vegna myglu og of lágum loftraka. Í dómnum var fyrirtækið sakfellt fyrir að hafa ekki brugðist nægilega fljótt við til að vernda starfsfólk sitt, og það dæmt til skaðabóta. Það kemur vel fram í þessum dómi að ábyrgðin er skýr. Vinnuveitendur bera ábyrgð á því að starfsfólk starfi við heilnæmar aðstæður. Það er ábyrgð fyrirtækis að vera upplýst um heilsufarsþætti sem hafa áhrif á starfsumhverfi starfsmanna. Það er einnig ábyrgð fyrirtækisins að vera með frumkvæði að því að bregðast við ef heilsu starfsmanna er ógnað hvort sem það felur í sér eigin aðgerðir eða að fá fasteignaeigendur með í vegferðina. Heilsa starfsfólks má ekki bíða þess að málið dragist á langinn. Innivist eru þeir umhverfisþættir sem við erum útsett fyrir þegar við dveljum inni í byggingum. Sumir umhverfisþættir hafa bein áhrif á heilsuna, sem dæmi: lýsing, loftraki, mygla og rafsegulgeislun. Umhverfisþættirnir loftgæði, hiti, hljóðvist, lýsing, loftraki, mygla og útsýni hafa áhrif á afköst, þægindi, líðan og stress. Þetta vekur upp spurningar sem við öll ættum að íhuga: Hvernig er ástandið á mínum vinnustað? Hafa vinnuveitendur og eigendur hússins gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að heilsa starfsfólks sé í fyrirrúmi? Aðgerðarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og vellíðan starfsfólks, og í þessu máli var það staðfest með dómi. Innivist á vinnustöðum er ekki bara eitthvað sem á að skoða þegar vandamál kemur upp. Það ætti að vera forgangsmál að vinna í heilnæmu og þægilegu umhverfi, þar sem starfsfólk getur treyst því að það verði ekki fyrir neikvæðum heilsufarslegum áhrifum og fá tækifæri til að dafna í umhverfi sem styður við afkastagetu. Með reglulegum úttektum á ástandi og viðhaldi á húsnæði er hægt að koma í veg fyrir vandamál áður en þau hafa alvarlegar afleiðingar. Áður en þú snýrð aftur að vinnudeginum þínum skaltu spyrja þig: Er innivistin mín í lagi? Alexander Aron Guðjónsson, lýsingarhönnuður hjá Lotu Ásta Logadóttir, PhD verkfræðingur hjá Lotu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Við eyðum stórum hluta lífsins á vinnustaðnum, og því skiptir máli að vinnuumhverfið sé ekki bara heilnæmt, heldur einnig þægilegt. Í nútímasamfélagi, þar sem fólk vinnur að jafnaði innandyra, gleymist stundum hversu mikilvægt það er að innivist sé í lagi. En hver ber ábyrgð á að tryggja heilnæmt vinnuumhverfi? Samkvæmt dómi sem féll 26. febrúar í ár þá bera bæði fasteignaeigendur og fyrirtæki sem leigutakar ábyrgð á að veita starfsfólki heilsusamlegt starfsumhverfi. Dómurinn sýnir svart á hvítu að fyrirtæki hafa frumkvæðiskyldu til að tryggja heilsusamlegt starfsumhverfi fyrir starfsmenn sína með því að afstýra heilsutjóni, samanber 13. gr. laga um aðbúnað, hollustu og öryggi á vinnustöðum. Að bera skyldu til frumkvæðis, það er ábyrgð sem ber að taka alvarlega. Það þýðir að fyrirtæki þurfa að vera meðvituð um hvaða áhrif umhverfisþættir í byggingunum þeirra geta haft á starfsfólk og bregðast við á viðeigandi hátt. Í tilviki dómsins var um að ræða myglu og þurrt loft sem olli óheilsusamlegu starfsumhverfi. Þrátt fyrir að fasteignaeigandi hefði tilkynnt leigutaka um ástandið, þá beið fyrirtækið of lengi með að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi starfsfólks. Fyrirtækið taldi sig geta beðið eftir að fasteignaeigandi myndi leysa vandann, en á meðan versnaði ástandið og starfsfólk fór að finna fyrir heilsufarslegum áhrifum vegna myglu og of lágum loftraka. Í dómnum var fyrirtækið sakfellt fyrir að hafa ekki brugðist nægilega fljótt við til að vernda starfsfólk sitt, og það dæmt til skaðabóta. Það kemur vel fram í þessum dómi að ábyrgðin er skýr. Vinnuveitendur bera ábyrgð á því að starfsfólk starfi við heilnæmar aðstæður. Það er ábyrgð fyrirtækis að vera upplýst um heilsufarsþætti sem hafa áhrif á starfsumhverfi starfsmanna. Það er einnig ábyrgð fyrirtækisins að vera með frumkvæði að því að bregðast við ef heilsu starfsmanna er ógnað hvort sem það felur í sér eigin aðgerðir eða að fá fasteignaeigendur með í vegferðina. Heilsa starfsfólks má ekki bíða þess að málið dragist á langinn. Innivist eru þeir umhverfisþættir sem við erum útsett fyrir þegar við dveljum inni í byggingum. Sumir umhverfisþættir hafa bein áhrif á heilsuna, sem dæmi: lýsing, loftraki, mygla og rafsegulgeislun. Umhverfisþættirnir loftgæði, hiti, hljóðvist, lýsing, loftraki, mygla og útsýni hafa áhrif á afköst, þægindi, líðan og stress. Þetta vekur upp spurningar sem við öll ættum að íhuga: Hvernig er ástandið á mínum vinnustað? Hafa vinnuveitendur og eigendur hússins gripið til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að heilsa starfsfólks sé í fyrirrúmi? Aðgerðarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu og vellíðan starfsfólks, og í þessu máli var það staðfest með dómi. Innivist á vinnustöðum er ekki bara eitthvað sem á að skoða þegar vandamál kemur upp. Það ætti að vera forgangsmál að vinna í heilnæmu og þægilegu umhverfi, þar sem starfsfólk getur treyst því að það verði ekki fyrir neikvæðum heilsufarslegum áhrifum og fá tækifæri til að dafna í umhverfi sem styður við afkastagetu. Með reglulegum úttektum á ástandi og viðhaldi á húsnæði er hægt að koma í veg fyrir vandamál áður en þau hafa alvarlegar afleiðingar. Áður en þú snýrð aftur að vinnudeginum þínum skaltu spyrja þig: Er innivistin mín í lagi? Alexander Aron Guðjónsson, lýsingarhönnuður hjá Lotu Ásta Logadóttir, PhD verkfræðingur hjá Lotu
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun