„Við verðum að fylgja lögum“ Hópur listafólks skrifar 23. september 2024 11:03 „Öll börn eru jöfn. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.“ „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ „Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau.“ Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er skýr. Hann þarf að vera það því honum er ætlað hið mikilvæga hlutverk á heimsvísu, að vernda öll börn. Það er því óbærilegt að íslensk stjórnvöld skuli þráfalt brjóta þennan sáttmála og vísvitandi skjóta sér undan ábyrgð gagnvart börnum með því að fela sig á bak við reglugerð um vegabréfsáritanir frá Dyflinni. „Börn eiga rétt á vernd í stríði.“ Við erum hópur einstaklinga sem störfum við barnamenningu og látum okkur hana varða. Við vinnum með Barnasáttmálann að leiðarljósi og höfum kynnt okkur hann rækilega. Við leggjum okkur fram við að kynna hann fyrir börnum, foreldrum og fólki á vinnustöðum okkar. Auk þess er Barnasáttmálinn er kenndur í öllum grunnskólum landsins. Það er því þungbært að fylgjast ítrekað með því þegar Barnasáttmálinn er brotinn. Þegar löggjafar- og framkvæmdarvaldið í landinu brýtur gegn tólf ára barni í viðkvæmustu stöðu. Langveiku barni er með grófri lögregluaðgerð vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni - barni sem er á flótta undan skelfilegum stríðsátökum. Í kjölfarið koma ráðherrar ríkisstjórnarinnar fram og endurtaka hver á eftir öðrum: „það verður bara að fylgja lögum.“ Og við þessi orð: „að fylgja lögum“ þá brestur eitthvað innra með okkur. Eru alþjóðleg lög til verndar börnum bara hentistefna á tyllidögum? Eru þau einskis virði gagnvart tilfallandi reglugerðum? Nei. Það eru þau ekki og eiga aldrei að vera. Barnasáttmálinn á að vera leiðarstef í öllum aðgerðum stjórnvalda þar sem börn eiga í hlut. Til þess var hann saminn á sínum tíma og sendur af stað út í heim. Sáttmálinn var lögfestur á Alþingi árið 2013. Með þeirri lögfestu skuldbinda stjórnvöld sig til þess að gæta þess að öll börn njóti allra þeirra réttinda sem þar eru upp talin. Barnasáttmálanum var þannig ætlað að ná yfir öll önnur lög þegar taka þarf ákvarðanir sem snerta börn. Við fögnum umræðunni sem hefur átt sér stað undanfarnar vikur um mikilvægi þess að hlúa sérstaklega að börnum þessa lands. Það er og verður hlutverk okkar allra. En um leið hvetjum við stjórnvöld og öll þau sem fara með vald yfir velferð barna til að sækja sér réttindafræðslu UNICEF. Með aukinni þekkingu á réttindum barna er vernd þeirra og umönnun betur tryggð í samfélaginu. Við skorum á ráðamenn, löggæslu og öll þau sem koma að málum barna að kynna sér Barnasáttmálann og virða hann í verki sem og önnur lög sem gilda um velferð og réttindi barna. Við getum ekki breytt því sem gerðist síðastliðinn mánudag. Gert er gert. En við biðlum til ráðamanna að læra af mistökum. Það sem Yazan Tamimi gekk í gegnum þessa nótt má aldrei endurtaka sig. Aude Busson, sviðslistakona og verkefnastjóri Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri dagskrárgerðar Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri Eva Signý Berger, leikmynda- og búningahönnuður Einar Aron, töframaður og félagsráðgjafi Gunnar Helgason, rithöfundur Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona Ingibjörg Fríða Helgadóttir, tónlistar- og dagskrárgerðakona Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og dramatúrg Sigríður Sunna Reynisdóttir, sviðslistakona og hönnuður Sóley Stefánsdóttir, tónlistarkona Tinna Grétarsdóttir, dansari og danshöfundur Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikkona Ævar Þór Benediktsson, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Sjá meira
„Öll börn eru jöfn. Aldrei skal koma fram við barn af óréttlæti.“ „Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ „Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau.“ Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna er skýr. Hann þarf að vera það því honum er ætlað hið mikilvæga hlutverk á heimsvísu, að vernda öll börn. Það er því óbærilegt að íslensk stjórnvöld skuli þráfalt brjóta þennan sáttmála og vísvitandi skjóta sér undan ábyrgð gagnvart börnum með því að fela sig á bak við reglugerð um vegabréfsáritanir frá Dyflinni. „Börn eiga rétt á vernd í stríði.“ Við erum hópur einstaklinga sem störfum við barnamenningu og látum okkur hana varða. Við vinnum með Barnasáttmálann að leiðarljósi og höfum kynnt okkur hann rækilega. Við leggjum okkur fram við að kynna hann fyrir börnum, foreldrum og fólki á vinnustöðum okkar. Auk þess er Barnasáttmálinn er kenndur í öllum grunnskólum landsins. Það er því þungbært að fylgjast ítrekað með því þegar Barnasáttmálinn er brotinn. Þegar löggjafar- og framkvæmdarvaldið í landinu brýtur gegn tólf ára barni í viðkvæmustu stöðu. Langveiku barni er með grófri lögregluaðgerð vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni - barni sem er á flótta undan skelfilegum stríðsátökum. Í kjölfarið koma ráðherrar ríkisstjórnarinnar fram og endurtaka hver á eftir öðrum: „það verður bara að fylgja lögum.“ Og við þessi orð: „að fylgja lögum“ þá brestur eitthvað innra með okkur. Eru alþjóðleg lög til verndar börnum bara hentistefna á tyllidögum? Eru þau einskis virði gagnvart tilfallandi reglugerðum? Nei. Það eru þau ekki og eiga aldrei að vera. Barnasáttmálinn á að vera leiðarstef í öllum aðgerðum stjórnvalda þar sem börn eiga í hlut. Til þess var hann saminn á sínum tíma og sendur af stað út í heim. Sáttmálinn var lögfestur á Alþingi árið 2013. Með þeirri lögfestu skuldbinda stjórnvöld sig til þess að gæta þess að öll börn njóti allra þeirra réttinda sem þar eru upp talin. Barnasáttmálanum var þannig ætlað að ná yfir öll önnur lög þegar taka þarf ákvarðanir sem snerta börn. Við fögnum umræðunni sem hefur átt sér stað undanfarnar vikur um mikilvægi þess að hlúa sérstaklega að börnum þessa lands. Það er og verður hlutverk okkar allra. En um leið hvetjum við stjórnvöld og öll þau sem fara með vald yfir velferð barna til að sækja sér réttindafræðslu UNICEF. Með aukinni þekkingu á réttindum barna er vernd þeirra og umönnun betur tryggð í samfélaginu. Við skorum á ráðamenn, löggæslu og öll þau sem koma að málum barna að kynna sér Barnasáttmálann og virða hann í verki sem og önnur lög sem gilda um velferð og réttindi barna. Við getum ekki breytt því sem gerðist síðastliðinn mánudag. Gert er gert. En við biðlum til ráðamanna að læra af mistökum. Það sem Yazan Tamimi gekk í gegnum þessa nótt má aldrei endurtaka sig. Aude Busson, sviðslistakona og verkefnastjóri Ása Berglind Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri dagskrárgerðar Bergur Þór Ingólfsson, leikari og leikstjóri Eva Signý Berger, leikmynda- og búningahönnuður Einar Aron, töframaður og félagsráðgjafi Gunnar Helgason, rithöfundur Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona Ingibjörg Fríða Helgadóttir, tónlistar- og dagskrárgerðakona Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur Maríanna Clara Lúthersdóttir, leikkona og dramatúrg Sigríður Sunna Reynisdóttir, sviðslistakona og hönnuður Sóley Stefánsdóttir, tónlistarkona Tinna Grétarsdóttir, dansari og danshöfundur Þórunn Arna Kristjánsdóttir, leikstjóri og leikkona Ævar Þór Benediktsson, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun