Ringulreið á lánamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2024 19:17 Sífelldar breytingar og hækkanir hafa verið á íbúðalánum undanfarin misseri. Helen Sigurðardóttir lántaki og fasteignasali segir ringulreið ríkja á markaðnum og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. VísirBjarni Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Fjármálakerfið fylgir stýrivöxtum Seðlabankans sem hafa verið 9,25 prósent í ríflega ár en þrátt fyrir það er verðbólga enn um sex prósent. Stýrivextir voru lágir 2019 og en byrjuðu svo aftur að hækka 2021. Meðan þeir voru lágir tók stór hluti lántakenda óverðtryggð lán og festi vexti til nokkurra ára. Vextir þeirra lána hafa nú verið að losna og nú er svo komið að um sex af hverjum tíu íbúðalánum eru verðtryggðen restin óverðtryggð samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Allt stefnir í að fleiri taki verðtryggð lán Búast má við að enn fleiri þurfi að taka verðtryggð lán á næstunni þegar vextir á um fimmtán prósent allra óverðtryggðra húsnæðislána losna á á þessu ári og fyrri hluta næsta árs. Aðeins ríflega tvö ár eru síðan seðlabankastjóri varaði við verðtryggðum lánum. Verðtryggðir vextir hækka Nú hafa allir stóru viðskiptabankarnir hækkað breytilega verðtryggða vexti húsnæðislána. Arion banki hækkaði mest í síðustu viku um 0,60 prósentustig, þá Íslandsbanki um 0,5 prósentustig og Landsbankinn í dag um 0,25 prósentustig. Afborgunin meira en tvöfaldaðist Fjölskylda sem tók óverðtryggt íbúðalán fyrir nokkrum árum hefur vegna þróunarinnar þurft að gera miklar breytingar undanfarin misseri. „Við byrjuðum að greiða 180 þúsund krónur í afborgun af húsnæðisláninu á mánuði. Afborgunin hækkaði svo í 440 þúsund á mánuði þegar vextirnir á óverðtryggða láninu losnuðu,“ segir Helen Sigurðardóttir lántakandi og fasteignasali. Dýr verðtryggð lán Fjölskyldan þurfti svo að stækka við sig nýlega og taka hærra lán. Ekki var um annað að ræða en að taka verðtryggt lán. „Núna þurftum við að taka verðtryggt lán. Þá þarf að skoða vextina en ofan á þá leggjast verðbætur. Það getur leitt til þess að lánið hækkar stöðugt þó að greitt sé af því. Þá er þetta lán í raun ekki miklu ódýrara en óverðtryggða lánið því vextirnir eru svo háir þegar verðbæturnar leggjast ofan á. Ég reiknaði út mánaðarlega afborgun á 43 milljón króna verðtryggðu fasteignaláni hjá Arion banka á breytilegum vöxtum eftir vaxtahækkunina í síðustu viku. Samkvæmt mínum útreikningum hækkar mánaðargreiðsla á því um 21 þúsund krónur á mánuði sem gerir 250 þúsund krónur á ári,“ segir Helen. Óskiljanlegt ástand Helen segir oft erfitt að gera sér grein fyrir hver heildar lánskostnaður sé. Hvað sé hagstætt að gera og hvenær. „Það er ringulreið á lánamarkaði. Það er alveg óskiljanlegt að bankarnir séu að hækka vextina. Ég vona að það verði eitthvað gert. Ég skil ekki af hverju stjórnvöld skapa ekki betri aðstæður fyrir fjölskyldur og ungt fólk í landinu. Bitnar þetta ástand ekki fyrst og fremst á þeim?“ spyr Helen. Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Alþingi Landsbankinn Arion banki Íslandsbanki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Vonumst til að sem flestir fari svo í óverðtryggð íbúðalán“ Stóru viðskiptabankarnir hafa nú allir hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum en Landsbankinn fylgdi í fótspor Arion og Íslandsbanka í dag. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Bankastjórinn segir vaxtahækkunina hóflega miðað við aðra banka og tilkomna vegna hækkunar á fjármagnskostnaði. 23. september 2024 17:33 Eiga íbúðir að vera heimili fólks eða fjárfestingarkostur og munaðarvara? Fæði, klæði og húsaskjól eru helstu öryggisþarfir mannsins. Ef þær þarfir eru uppfylltar þá getur fólk áhyggjulaust einbeitt sér að öðru eins og námi eða atvinnu, hag barna sinna, námi þeirra og tómstundum, sambandi við vini og vandamenn, heilsurækt, áhuga- og félagsmálum. 23. september 2024 10:02 „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fjármálakerfið fylgir stýrivöxtum Seðlabankans sem hafa verið 9,25 prósent í ríflega ár en þrátt fyrir það er verðbólga enn um sex prósent. Stýrivextir voru lágir 2019 og en byrjuðu svo aftur að hækka 2021. Meðan þeir voru lágir tók stór hluti lántakenda óverðtryggð lán og festi vexti til nokkurra ára. Vextir þeirra lána hafa nú verið að losna og nú er svo komið að um sex af hverjum tíu íbúðalánum eru verðtryggðen restin óverðtryggð samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Allt stefnir í að fleiri taki verðtryggð lán Búast má við að enn fleiri þurfi að taka verðtryggð lán á næstunni þegar vextir á um fimmtán prósent allra óverðtryggðra húsnæðislána losna á á þessu ári og fyrri hluta næsta árs. Aðeins ríflega tvö ár eru síðan seðlabankastjóri varaði við verðtryggðum lánum. Verðtryggðir vextir hækka Nú hafa allir stóru viðskiptabankarnir hækkað breytilega verðtryggða vexti húsnæðislána. Arion banki hækkaði mest í síðustu viku um 0,60 prósentustig, þá Íslandsbanki um 0,5 prósentustig og Landsbankinn í dag um 0,25 prósentustig. Afborgunin meira en tvöfaldaðist Fjölskylda sem tók óverðtryggt íbúðalán fyrir nokkrum árum hefur vegna þróunarinnar þurft að gera miklar breytingar undanfarin misseri. „Við byrjuðum að greiða 180 þúsund krónur í afborgun af húsnæðisláninu á mánuði. Afborgunin hækkaði svo í 440 þúsund á mánuði þegar vextirnir á óverðtryggða láninu losnuðu,“ segir Helen Sigurðardóttir lántakandi og fasteignasali. Dýr verðtryggð lán Fjölskyldan þurfti svo að stækka við sig nýlega og taka hærra lán. Ekki var um annað að ræða en að taka verðtryggt lán. „Núna þurftum við að taka verðtryggt lán. Þá þarf að skoða vextina en ofan á þá leggjast verðbætur. Það getur leitt til þess að lánið hækkar stöðugt þó að greitt sé af því. Þá er þetta lán í raun ekki miklu ódýrara en óverðtryggða lánið því vextirnir eru svo háir þegar verðbæturnar leggjast ofan á. Ég reiknaði út mánaðarlega afborgun á 43 milljón króna verðtryggðu fasteignaláni hjá Arion banka á breytilegum vöxtum eftir vaxtahækkunina í síðustu viku. Samkvæmt mínum útreikningum hækkar mánaðargreiðsla á því um 21 þúsund krónur á mánuði sem gerir 250 þúsund krónur á ári,“ segir Helen. Óskiljanlegt ástand Helen segir oft erfitt að gera sér grein fyrir hver heildar lánskostnaður sé. Hvað sé hagstætt að gera og hvenær. „Það er ringulreið á lánamarkaði. Það er alveg óskiljanlegt að bankarnir séu að hækka vextina. Ég vona að það verði eitthvað gert. Ég skil ekki af hverju stjórnvöld skapa ekki betri aðstæður fyrir fjölskyldur og ungt fólk í landinu. Bitnar þetta ástand ekki fyrst og fremst á þeim?“ spyr Helen.
Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Alþingi Landsbankinn Arion banki Íslandsbanki Fjármál heimilisins Tengdar fréttir „Vonumst til að sem flestir fari svo í óverðtryggð íbúðalán“ Stóru viðskiptabankarnir hafa nú allir hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum en Landsbankinn fylgdi í fótspor Arion og Íslandsbanka í dag. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Bankastjórinn segir vaxtahækkunina hóflega miðað við aðra banka og tilkomna vegna hækkunar á fjármagnskostnaði. 23. september 2024 17:33 Eiga íbúðir að vera heimili fólks eða fjárfestingarkostur og munaðarvara? Fæði, klæði og húsaskjól eru helstu öryggisþarfir mannsins. Ef þær þarfir eru uppfylltar þá getur fólk áhyggjulaust einbeitt sér að öðru eins og námi eða atvinnu, hag barna sinna, námi þeirra og tómstundum, sambandi við vini og vandamenn, heilsurækt, áhuga- og félagsmálum. 23. september 2024 10:02 „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Vonumst til að sem flestir fari svo í óverðtryggð íbúðalán“ Stóru viðskiptabankarnir hafa nú allir hækkað vexti á verðtryggðum íbúðalánum en Landsbankinn fylgdi í fótspor Arion og Íslandsbanka í dag. Aðeins fyrstu kaupendur geta fengið verðtryggð íbúðalán með jöfnum greiðslum. Bankastjórinn segir vaxtahækkunina hóflega miðað við aðra banka og tilkomna vegna hækkunar á fjármagnskostnaði. 23. september 2024 17:33
Eiga íbúðir að vera heimili fólks eða fjárfestingarkostur og munaðarvara? Fæði, klæði og húsaskjól eru helstu öryggisþarfir mannsins. Ef þær þarfir eru uppfylltar þá getur fólk áhyggjulaust einbeitt sér að öðru eins og námi eða atvinnu, hag barna sinna, námi þeirra og tómstundum, sambandi við vini og vandamenn, heilsurækt, áhuga- og félagsmálum. 23. september 2024 10:02
„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. 14. september 2024 20:31