„Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2024 06:57 Selenskí hefur meðal annars heimsótt vopnaverksmiðjur í Bandaríkjunum. AP/Bandaríkjaher „Ég tel okkur vera nærri friði en menn halda... Við erum nærri endalokum stríðsins,“ sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í samtali við Good Morning America. Selenskí er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, meðal annars til að efla stuðning við Úkraínu og freista þess að fá ráðamenn til að samþykkja notkun langdrægra vopna gegn skotmörkum í Rússlandi. Hann mun verða viðstaddur nokkra fundi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, auk þess að leggja fram „áætlun til sigurs“ fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta og forsetaefnin Kamölu Harris og Donald Trump. Í viðtalinu við Good Morning America, sem sýnt verður í dag, sagði Selenskí meðal annars að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri uggandi vegna innrásar Úkraínumanna í Kursk, þar sem herinn hefði tekið yfir meira en þúsund ferkílómetra svæði. Watch the full interview TOMORROW only on @GMA. https://t.co/y8q4DRPDDH— Good Morning America (@GMA) September 24, 2024 Selenskí sagði á Telegram að Bandaríkin hefðu gengt „úrslitahlutverki“ í því að standa vörð um frelsi um heim allan og lofaði bandaríska þingið og bæði Demókrataflokkinn og Repúblikanaflokkinn fyrir stuðning sinn við þann málstað. „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu,“ sagði Selenskí í viðtali við The New Yorker. „Ég er sannfærður um það.“ Hann gæti ekki hugsað þá hugsun til enda að njóta ekki stuðnings Bandaríkjamanna. Repúblikanaflokkurinn er klofinn í afstöðu sinni varðandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og í gær gerði Trump, forsetaefni flokksins, því skóna að Selenskí vildi að Harris ynni í kosningunum í febrúar. „Mér finnst Selenskí magnaðasti sölumaður sögunnar. Í hvert sinn sem hann kemur til landsins gengur hann á brott með 60 milljarða dollara,“ sagði Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu. „Hann vill svo mikið að [Demókratar] sigri í kosningunum.“ Trump hefur ítrekað hreykt sér af því að geta bundið enda á stíðið í Úkraínu komist hann aftur í Hvíta húsið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Selenskí er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, meðal annars til að efla stuðning við Úkraínu og freista þess að fá ráðamenn til að samþykkja notkun langdrægra vopna gegn skotmörkum í Rússlandi. Hann mun verða viðstaddur nokkra fundi á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, auk þess að leggja fram „áætlun til sigurs“ fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta og forsetaefnin Kamölu Harris og Donald Trump. Í viðtalinu við Good Morning America, sem sýnt verður í dag, sagði Selenskí meðal annars að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri uggandi vegna innrásar Úkraínumanna í Kursk, þar sem herinn hefði tekið yfir meira en þúsund ferkílómetra svæði. Watch the full interview TOMORROW only on @GMA. https://t.co/y8q4DRPDDH— Good Morning America (@GMA) September 24, 2024 Selenskí sagði á Telegram að Bandaríkin hefðu gengt „úrslitahlutverki“ í því að standa vörð um frelsi um heim allan og lofaði bandaríska þingið og bæði Demókrataflokkinn og Repúblikanaflokkinn fyrir stuðning sinn við þann málstað. „Sterk Úkraína mun neyða Pútín að samningaborðinu,“ sagði Selenskí í viðtali við The New Yorker. „Ég er sannfærður um það.“ Hann gæti ekki hugsað þá hugsun til enda að njóta ekki stuðnings Bandaríkjamanna. Repúblikanaflokkurinn er klofinn í afstöðu sinni varðandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og í gær gerði Trump, forsetaefni flokksins, því skóna að Selenskí vildi að Harris ynni í kosningunum í febrúar. „Mér finnst Selenskí magnaðasti sölumaður sögunnar. Í hvert sinn sem hann kemur til landsins gengur hann á brott með 60 milljarða dollara,“ sagði Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu. „Hann vill svo mikið að [Demókratar] sigri í kosningunum.“ Trump hefur ítrekað hreykt sér af því að geta bundið enda á stíðið í Úkraínu komist hann aftur í Hvíta húsið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira