Hvað lærum við af hinum sem er ósammála? Samtal um loftslagsmál Haukur Logi Jóhannsson skrifar 24. september 2024 10:31 Ég rakst á áhugaverðan TED fyrirlestur á YouTube sem vakti mig til umhugsunar. Leikskáldið David Finnigan fjallaði þar um sýninguna sína frá árinu 2014, „Kill Climate Deniers,“ sem olli miklu fjaðrafoki. Finnigan hafði ekki búist við þeim viðbrögðum sem fylgdu titlinum, sérstaklega frá fólki sem efaðist um alvarleika loftslagsbreytinga. Það sem gerði þessa reynslu svo merkilega var hvernig þessi viðbrögð leiddu til óvæntra samtala sem kenndu honum mikið um hvernig við, sem samfélag, nálgumst og hugsum um loftslagsmálin. Titillinn „Kill Climate Deniers“ var vissulega ætlaður til að ögra, en viðbrögðin komu honum samt í opna skjöldu. Í stað þess að kveikja á samræðum um lausnir á loftslagskrísunni, virkaði titillinn eins og neisti í púðurtunnu, þar sem margir upplifðu hann sem persónulega árás. Samtöl við andstæðinga sýningarinnar komu honum síðan á óvart. Hann tók eftir að margir þeirra höfðu ekki endilega áhuga á vísindalegri umræðu, heldur snerist andstaðan oft um tilfinningalegar áhyggjur af afleiðingum aðgerða á þeirra daglega líf. Þetta dregur upp mynd af því hve djúpt rótgróin viðhorf geta verið og hvernig við, sem trúum á vísindin, höfum tilhneigingu til þess að líta á þessa ógn sem vísindalega staðreynd. En jafnvel þó að við vitum að loftslagsbreytingar eru raunverulegar og yfirvofandi, hegðum við okkur oft ekki í samræmi við alvöru málsins. Við fljúgum enn á milli landa, kaupum óþarfa vörur og keyrum bensínbíla þrátt fyrir að við skiljum afleiðingarnar. Þetta skapar togstreitu sem er alvarleg. Við erum öll í eðli okkar mótsagnakennd, og hafa margir stórir miðlar og mikils metnir höfundar, í mörgum greinum, lýst þessari hegðun sem „loftslagshræsni.“ Þrátt fyrir að við viljum bjarga plánetunni og stöðva hlýnun jarðar, höldum við áfram að lifa eins og ógnin sé fjarlæg, aðgerðalaus í eigin neyslu. Rannsóknir sýna að jafnvel þau sem taka málið alvarlega upplifa gjarnan vandkvæði á því að breyta daglegri hegðun sinni. Í stað þess að skamma þá sem ekki trúa eða hafna loftslagsvísindum, lærði Finnigan að samtalið þarf að fara út fyrir vísindin sjálf. Það þarf að fjalla um þau tilfinningalegu viðbrögð sem ógnin vekur og hvernig við bregðumst við henni á persónulegum nótum. Við sjáum þetta í fréttum þar sem mikið er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og viðskipti. Umræður um orkuöryggi, fjárhagslegan stöðugleika og samfélagslegt réttlæti eru nú jafn mikilvægar og vísindin sjálf. Hvernig nálgumst við þá lausnir? Eitt af því sem Finnigan lærði af andstöðunni við sýninguna sína var að það er ekki nóg að styðja loftslagsvísindi, það þarf líka að skilja hvers vegna fólk er hrætt við breytingar. Fólk sem dregur úr mikilvægi loftslagsaðgerða, hvort sem það er af fjárhagslegum ástæðum eða af ótta við að tapa lífsgæðum, er oft að bregðast við raunverulegri ógn við þeirra eigin veruleika. Þau eru ekki endilega að hafna staðreyndum, heldur eru þau að verja sinn veruleika. Þessi mannlega þáttur er það sem Finnigan gerði sér grein fyrir að skipti mestu máli. Sýningin hans, sem átti að vera ögrandi, breyttist í samtal um hvernig við getum brúa bilið á milli ólíkra sjónarmiða. Ef við sem trúum á loftslagsvísindi getum tekið þetta samtal og notað það til að finna lausnir sem sameina fremur en að sundra, getum við mögulega skapað raunverulegar breytingar. Við þurfum að líta á ágreining ekki sem hindrun heldur sem tækifæri til að finna nýjar leiðir til að bregðast við þessari gríðarlegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Og kannski er það stærsta áskorunin fyrir okkur sjálf, að viðurkenna að þó við trúum á vísindin, verðum við að byrja að lifa eftir þeim, ekki aðeins með orðum heldur einnig með gjörðum. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Logi Jóhannsson Loftslagsmál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ég rakst á áhugaverðan TED fyrirlestur á YouTube sem vakti mig til umhugsunar. Leikskáldið David Finnigan fjallaði þar um sýninguna sína frá árinu 2014, „Kill Climate Deniers,“ sem olli miklu fjaðrafoki. Finnigan hafði ekki búist við þeim viðbrögðum sem fylgdu titlinum, sérstaklega frá fólki sem efaðist um alvarleika loftslagsbreytinga. Það sem gerði þessa reynslu svo merkilega var hvernig þessi viðbrögð leiddu til óvæntra samtala sem kenndu honum mikið um hvernig við, sem samfélag, nálgumst og hugsum um loftslagsmálin. Titillinn „Kill Climate Deniers“ var vissulega ætlaður til að ögra, en viðbrögðin komu honum samt í opna skjöldu. Í stað þess að kveikja á samræðum um lausnir á loftslagskrísunni, virkaði titillinn eins og neisti í púðurtunnu, þar sem margir upplifðu hann sem persónulega árás. Samtöl við andstæðinga sýningarinnar komu honum síðan á óvart. Hann tók eftir að margir þeirra höfðu ekki endilega áhuga á vísindalegri umræðu, heldur snerist andstaðan oft um tilfinningalegar áhyggjur af afleiðingum aðgerða á þeirra daglega líf. Þetta dregur upp mynd af því hve djúpt rótgróin viðhorf geta verið og hvernig við, sem trúum á vísindin, höfum tilhneigingu til þess að líta á þessa ógn sem vísindalega staðreynd. En jafnvel þó að við vitum að loftslagsbreytingar eru raunverulegar og yfirvofandi, hegðum við okkur oft ekki í samræmi við alvöru málsins. Við fljúgum enn á milli landa, kaupum óþarfa vörur og keyrum bensínbíla þrátt fyrir að við skiljum afleiðingarnar. Þetta skapar togstreitu sem er alvarleg. Við erum öll í eðli okkar mótsagnakennd, og hafa margir stórir miðlar og mikils metnir höfundar, í mörgum greinum, lýst þessari hegðun sem „loftslagshræsni.“ Þrátt fyrir að við viljum bjarga plánetunni og stöðva hlýnun jarðar, höldum við áfram að lifa eins og ógnin sé fjarlæg, aðgerðalaus í eigin neyslu. Rannsóknir sýna að jafnvel þau sem taka málið alvarlega upplifa gjarnan vandkvæði á því að breyta daglegri hegðun sinni. Í stað þess að skamma þá sem ekki trúa eða hafna loftslagsvísindum, lærði Finnigan að samtalið þarf að fara út fyrir vísindin sjálf. Það þarf að fjalla um þau tilfinningalegu viðbrögð sem ógnin vekur og hvernig við bregðumst við henni á persónulegum nótum. Við sjáum þetta í fréttum þar sem mikið er fjallað um áhrif loftslagsbreytinga á samfélög og viðskipti. Umræður um orkuöryggi, fjárhagslegan stöðugleika og samfélagslegt réttlæti eru nú jafn mikilvægar og vísindin sjálf. Hvernig nálgumst við þá lausnir? Eitt af því sem Finnigan lærði af andstöðunni við sýninguna sína var að það er ekki nóg að styðja loftslagsvísindi, það þarf líka að skilja hvers vegna fólk er hrætt við breytingar. Fólk sem dregur úr mikilvægi loftslagsaðgerða, hvort sem það er af fjárhagslegum ástæðum eða af ótta við að tapa lífsgæðum, er oft að bregðast við raunverulegri ógn við þeirra eigin veruleika. Þau eru ekki endilega að hafna staðreyndum, heldur eru þau að verja sinn veruleika. Þessi mannlega þáttur er það sem Finnigan gerði sér grein fyrir að skipti mestu máli. Sýningin hans, sem átti að vera ögrandi, breyttist í samtal um hvernig við getum brúa bilið á milli ólíkra sjónarmiða. Ef við sem trúum á loftslagsvísindi getum tekið þetta samtal og notað það til að finna lausnir sem sameina fremur en að sundra, getum við mögulega skapað raunverulegar breytingar. Við þurfum að líta á ágreining ekki sem hindrun heldur sem tækifæri til að finna nýjar leiðir til að bregðast við þessari gríðarlegu áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Og kannski er það stærsta áskorunin fyrir okkur sjálf, að viðurkenna að þó við trúum á vísindin, verðum við að byrja að lifa eftir þeim, ekki aðeins með orðum heldur einnig með gjörðum. Höfundur er umhverfis- og auðlindafræðingur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun