Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar 26. september 2025 13:00 Í nýlegri grein sem birtist á miðlinum akureyri.net og ber heitið „Stöndum með Háskólanum á Akureyri“ er fjallað um stöðu Háskólans á Bifröst þar sem settar eru fram staðhæfingar sem gefa villandi mynd af starfsemi og stöðu Háskólans á Bifröst. Í ljósi þess og einnig í ljósi þess hversu neikvæð orðræðan um Háskólann á Bifröst hefur verið í tengslum við hugsanlega sameiningu þessara tveggja skóla telur höfundur ástæðu til að leiðrétta nokkur atriði. Fyrst og fremst er rétt að taka fram að Háskólinn á Bifröst er ekki í rekstrarvandræðum og hefur skólinn síðustu ár skilað jákvæðri rekstrarniðustöðu eða allt til ársins 2024 og heldur úti kröftugri starfsemi. Fasteignir í gamla háskólaþorpinu á Bifröst eru ekki lengur nýttar í daglegri starfsemi skólans þar sem kennsla fer nú alfarið fram í fjarnámi. Starfsemin sjálf er þó áfram rótgróin í Borgarfirði, með aðalstarfstöð á Hvanneyri og starfsstöð í Reykjavík. Þetta er meðvitað skref sem endurspeglar þá þróun að Háskólinn á Bifröst er nú fyrst og fremst fjarnámsskóli sem nýtir nútímatækni til að bjóða nemendum tækifæri á námi óháð staðsetningu og án þess að byggja á hefðbundnu háskólaþorpi. Það er jafnframt mikilvægt að undirstrika að Háskólinn á Bifröst hefur sterka stöðu sem fjarnámsskóli og hefur verið í fararbroddi á Íslandi í fjarnámi rúm tuttugu ár. Námið er gæðavottað, nemendur njóta einstaklingsmiðaðrar þjónustu og aðsókn í skólann hefur einungis aukist. Fyrir ári síðan voru skólagjöld skólans felld niður og nú greiða nemendur eingöngu skrásetningargjald eins og nemendur opinberu háskólanna. Nemendafjöldi hefur þrefaldast á þessu rúma ári og stunda nú tæplega tvö þúsund nemendur nám við skólann. Telur höfundur það gefa góða mynd af því hversu eftirsótt hágæða fjarnám við Háskólann á Bifröst er. Fjarnám er í örum vexti á Íslandi og þar hefur Háskólinn á Bifröst verið brautryðjandi í að þróa aðferðir og námsleiðir sem henta fólki á öllum aldri og við ólík lífsskilyrði. Staðhæfing Jóns Bjarnasonar „Ef Háskólinn á Bifröst sem málið snýst um, er ekki lengur fær um að vera rekinn sem sjálfstæð menntastofnun er mun nær að láta hann renna inn í Háskóla í Reykjavík þar sem nánast allir starfsmenn hans búa og skrifstofur skólans eru“ á sér ekki stoð og er mikilvægt að leiðrétta hana, sem og allar þær rangfærslur sem hafa verið hafðar eftir velunnurum Háskólans á Akureyri í fjölmiðlum á meðan sameiningarumræður hafa staðið yfir, þar sem orðspor Háskólans á Bifröst hefur oft á tíðum verið dregið í efa að ósekju. Þá má nefna hér að háskólinn var í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem stóðust ströng skilyrði CreditInfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Háskólinn á Bifröst þarf ekki að renna inn í neinn annan skóla þar sem hann stendur föstum fótum einn og sér í nýju rekstrarformi sem styrkir skólann til framtíðar og þjónar betur þeim nemendahópum sem hann hefur sérhæft sig í að ná til. Umræðan um framtíð háskólastigsins á Íslandi er nauðsynleg og hugmyndir um aukið samstarf eða sameiningu skóla geta verið verðugur vettvangur fyrir ný tækifæri. En sú umræða verður að byggjast á réttum upplýsingum um stöðu hvers skóla fyrir sig. Í tilviki Háskólans á Bifröst er staðan sú að skólinn er virkur, gæðastimplaður og vinsæll fjarnámsskóli með starfsemi á Hvanneyri og í Reykjavík og er vel í stakk búinn til að halda áfram sjálfstæðum rekstri. Í lokin má taka fram að höfundur er sjálfur Akureyringur og með reynslu af námi við Háskólann á Akureyri. Höfundur stendur því ekki utan við þann hóp sem upprunaleg grein ávarpaði, heldur veltir því upp af eigin reynslu hversu mikilvægt er að standa einnig með Háskólanum á Bifröst. Höfundur er verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst – Bifrestingur og Akureyringur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Borgarbyggð Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein sem birtist á miðlinum akureyri.net og ber heitið „Stöndum með Háskólanum á Akureyri“ er fjallað um stöðu Háskólans á Bifröst þar sem settar eru fram staðhæfingar sem gefa villandi mynd af starfsemi og stöðu Háskólans á Bifröst. Í ljósi þess og einnig í ljósi þess hversu neikvæð orðræðan um Háskólann á Bifröst hefur verið í tengslum við hugsanlega sameiningu þessara tveggja skóla telur höfundur ástæðu til að leiðrétta nokkur atriði. Fyrst og fremst er rétt að taka fram að Háskólinn á Bifröst er ekki í rekstrarvandræðum og hefur skólinn síðustu ár skilað jákvæðri rekstrarniðustöðu eða allt til ársins 2024 og heldur úti kröftugri starfsemi. Fasteignir í gamla háskólaþorpinu á Bifröst eru ekki lengur nýttar í daglegri starfsemi skólans þar sem kennsla fer nú alfarið fram í fjarnámi. Starfsemin sjálf er þó áfram rótgróin í Borgarfirði, með aðalstarfstöð á Hvanneyri og starfsstöð í Reykjavík. Þetta er meðvitað skref sem endurspeglar þá þróun að Háskólinn á Bifröst er nú fyrst og fremst fjarnámsskóli sem nýtir nútímatækni til að bjóða nemendum tækifæri á námi óháð staðsetningu og án þess að byggja á hefðbundnu háskólaþorpi. Það er jafnframt mikilvægt að undirstrika að Háskólinn á Bifröst hefur sterka stöðu sem fjarnámsskóli og hefur verið í fararbroddi á Íslandi í fjarnámi rúm tuttugu ár. Námið er gæðavottað, nemendur njóta einstaklingsmiðaðrar þjónustu og aðsókn í skólann hefur einungis aukist. Fyrir ári síðan voru skólagjöld skólans felld niður og nú greiða nemendur eingöngu skrásetningargjald eins og nemendur opinberu háskólanna. Nemendafjöldi hefur þrefaldast á þessu rúma ári og stunda nú tæplega tvö þúsund nemendur nám við skólann. Telur höfundur það gefa góða mynd af því hversu eftirsótt hágæða fjarnám við Háskólann á Bifröst er. Fjarnám er í örum vexti á Íslandi og þar hefur Háskólinn á Bifröst verið brautryðjandi í að þróa aðferðir og námsleiðir sem henta fólki á öllum aldri og við ólík lífsskilyrði. Staðhæfing Jóns Bjarnasonar „Ef Háskólinn á Bifröst sem málið snýst um, er ekki lengur fær um að vera rekinn sem sjálfstæð menntastofnun er mun nær að láta hann renna inn í Háskóla í Reykjavík þar sem nánast allir starfsmenn hans búa og skrifstofur skólans eru“ á sér ekki stoð og er mikilvægt að leiðrétta hana, sem og allar þær rangfærslur sem hafa verið hafðar eftir velunnurum Háskólans á Akureyri í fjölmiðlum á meðan sameiningarumræður hafa staðið yfir, þar sem orðspor Háskólans á Bifröst hefur oft á tíðum verið dregið í efa að ósekju. Þá má nefna hér að háskólinn var í hópi 2% íslenskra fyrirtækja sem stóðust ströng skilyrði CreditInfo til að verða Framúrskarandi fyrirtæki árið 2024. Háskólinn á Bifröst þarf ekki að renna inn í neinn annan skóla þar sem hann stendur föstum fótum einn og sér í nýju rekstrarformi sem styrkir skólann til framtíðar og þjónar betur þeim nemendahópum sem hann hefur sérhæft sig í að ná til. Umræðan um framtíð háskólastigsins á Íslandi er nauðsynleg og hugmyndir um aukið samstarf eða sameiningu skóla geta verið verðugur vettvangur fyrir ný tækifæri. En sú umræða verður að byggjast á réttum upplýsingum um stöðu hvers skóla fyrir sig. Í tilviki Háskólans á Bifröst er staðan sú að skólinn er virkur, gæðastimplaður og vinsæll fjarnámsskóli með starfsemi á Hvanneyri og í Reykjavík og er vel í stakk búinn til að halda áfram sjálfstæðum rekstri. Í lokin má taka fram að höfundur er sjálfur Akureyringur og með reynslu af námi við Háskólann á Akureyri. Höfundur stendur því ekki utan við þann hóp sem upprunaleg grein ávarpaði, heldur veltir því upp af eigin reynslu hversu mikilvægt er að standa einnig með Háskólanum á Bifröst. Höfundur er verkefnastjóri við Háskólann á Bifröst – Bifrestingur og Akureyringur.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar