Orðræða seðlabankastjóra veldur mér áhyggjum Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 26. september 2024 07:45 Ég hefði talið að það væri öllum ljóst að þörf væri á frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis um allt land. Þetta sýna auðvitað allar tölur, með sterku ákalli frá verkalýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sér um að greina stöðuna á húsnæðismarkaði mjög markvisst. Þessu mati, allra þessara aðila og fleiri, virðist seðlabankastjóri fullkomlega ósammála og lét hafa eftir sér á fundi Fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans í morgun að umræðan um að of lítið væri byggt, væri á villigötum. Skoðum tölurnar Þrátt fyrir mesta uppbyggingartímabil Íslandssögunnar árin 2019-2024, þá erum við þó að byggja langt undir áætlaðri íbúðaþörf. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir að þörf sé á 4 til 5 þúsund íbúðum á hverju ári til 2033. Talningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á íbúðum í byggingu benda til þess að árlega muni 2 til 3 þúsund íbúðir koma inn á markað árin 2024-2026. Það er langt frá því að vera nóg. Það er líka svo að þegar það verður dýrt að byggja (háir vextir) og erfitt að selja/kaupa (lánþegaskilyrðin) þá dregur úr framkvæmdavilja, þvert á það sem við þurfum í dag. Það þýðir ekkert fyrir seðlabankastjóra að hneykslast yfir sig á þessum staðreyndum, sem hann virðist samt sem áður gera og jafnvel kveinka sér undan þeim. Þetta sjáum við til að mynda vel á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem samþykkt var árið 2015 og gildir til ársins 2040. Það skipulag vanmetur vænta fjölgun íbúa, en skipulagið gerir ráð fyrir að íbúum svæðisins myndi fjölga um 70 þúsund á tímabilinu 2015-2040. Nú þegar hefur okkur fjölgað um 38 þúsund og árið er 2024. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir 52 þúsund íbúa fjölgun til viðbótar til ársins 2032. Þá þegar er fjölgunin 90 þúsund, eða 20 þúsund meira en áætlanir gerðu ráð fyrir til ársins 2040 og árið er 2024. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands fyrir árin 2032-2040 má búast við fjölgun um 32 þúsund íbúa til viðbótar. Það þýðir ekki endalaust að hlusta á draumsýn embættismanna, heldur þurfa stjórnmálamenn að þora að horfast í augu við breyttar forsendur líkt og hér um ræðir og taka um leið réttar ákvarðanir. Seðlabankastjóri á villigötum Ekki er langt síðan seðlabankastjóri lét þau ummæli falla að allir þeir sem gætu haldið á hamri væru komnir að smíða. Þau ummæli vöktu upp talsverða reiði meðal iðnaðarmanna og Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði sendi frá sér sérstaka ályktun eftir stjórnarfund þar sem ummælin voru sögð taktlaus og röng á sama tíma og félagið lýsti yfir fullum vilja og getu sinna félagsmanna til að taka þátt í aukinni uppbyggingu húsnæðis. En hvað gerist? Seðlabankastjóri stígur á bensíngjöfina og gefur í. Í könnun sem Samtök iðnaðarins lét framkvæma koma fram vísbendingar um að samdráttur sé í vændum. Það sést meðal annars í verkefnastöðu arkitekta og verkfræðinga sem þýðir að á næstu árum væri um að ræða minna framboð íbúðarhúsnæðis. Í könnun sem gerð var meðal arkitekta- og verkfræðistofa innan Samtaka iðnaðarins nú í september kemur fram að yfir 60% þeirra segja að verkefnum hafi fækkað og ekki nema 9% sem segja að verkefnum hafi fjölgað. Hér ættu öll viðvörunarljós að blikka um leið. Ekki hjá seðlabankastjóra. Á undanförnum árum hef ég fjallað mikið um húsnæðismál hér á landi og viðrað áhyggjur mínar af stöðunni til framtíðar ef ekkert yrði að gert. Þetta hef ég gert bæði sem sveitarstjórnarmaður á sínum tíma og nú sem þingmaður. Það er að afleiðingarnar af óbreyttri stöðu yrðu á endanum hátt fasteigna- og leiguverð sem leiða myndi að óbreyttu til aukins þrýstings á verðbólgu. Seðlabankastjóri lokar augunum. Seðlabankinn þarf að sjá ljósið Ríkisstjórnin hefur komið að mikilvægum aðgerðum sem snúa að kröftugri húsnæðisuppbyggingu sem gagnast þeim sem eru eignalitlir og tekjulágir og hafa því átt erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið á undanförnum árum. Hér er um að ræða aðgerðir sem eru bæði raunverulegar og skynsamlegar. Einnig tel ég brýnt að lífeyrissjóðir nýti sér þá auknu heimild sem Alþingi veitti þeim í sumar og mun auðvelda þeim að fjárfesta í leigufélögum. Það mun styðja okkur í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk sem það kýs. Almenni markaðurinn þarf þó einnig að koma með því staðreyndin er sú að við erum að byggja of lítið. Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði og skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Lækkun vaxta, skynsamleg skref til baka þegar kemur að lánþegaskilyrðum og fjölgun lóða er það sem til þarf. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Seðlabankinn Framsóknarflokkurinn Alþingi Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég hefði talið að það væri öllum ljóst að þörf væri á frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis um allt land. Þetta sýna auðvitað allar tölur, með sterku ákalli frá verkalýðshreyfingunni, Samtökum atvinnulífsins, Samtökum iðnaðarins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sér um að greina stöðuna á húsnæðismarkaði mjög markvisst. Þessu mati, allra þessara aðila og fleiri, virðist seðlabankastjóri fullkomlega ósammála og lét hafa eftir sér á fundi Fjármálastöðuleikanefndar Seðlabankans í morgun að umræðan um að of lítið væri byggt, væri á villigötum. Skoðum tölurnar Þrátt fyrir mesta uppbyggingartímabil Íslandssögunnar árin 2019-2024, þá erum við þó að byggja langt undir áætlaðri íbúðaþörf. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir að þörf sé á 4 til 5 þúsund íbúðum á hverju ári til 2033. Talningar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á íbúðum í byggingu benda til þess að árlega muni 2 til 3 þúsund íbúðir koma inn á markað árin 2024-2026. Það er langt frá því að vera nóg. Það er líka svo að þegar það verður dýrt að byggja (háir vextir) og erfitt að selja/kaupa (lánþegaskilyrðin) þá dregur úr framkvæmdavilja, þvert á það sem við þurfum í dag. Það þýðir ekkert fyrir seðlabankastjóra að hneykslast yfir sig á þessum staðreyndum, sem hann virðist samt sem áður gera og jafnvel kveinka sér undan þeim. Þetta sjáum við til að mynda vel á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins sem samþykkt var árið 2015 og gildir til ársins 2040. Það skipulag vanmetur vænta fjölgun íbúa, en skipulagið gerir ráð fyrir að íbúum svæðisins myndi fjölga um 70 þúsund á tímabilinu 2015-2040. Nú þegar hefur okkur fjölgað um 38 þúsund og árið er 2024. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir 52 þúsund íbúa fjölgun til viðbótar til ársins 2032. Þá þegar er fjölgunin 90 þúsund, eða 20 þúsund meira en áætlanir gerðu ráð fyrir til ársins 2040 og árið er 2024. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands fyrir árin 2032-2040 má búast við fjölgun um 32 þúsund íbúa til viðbótar. Það þýðir ekki endalaust að hlusta á draumsýn embættismanna, heldur þurfa stjórnmálamenn að þora að horfast í augu við breyttar forsendur líkt og hér um ræðir og taka um leið réttar ákvarðanir. Seðlabankastjóri á villigötum Ekki er langt síðan seðlabankastjóri lét þau ummæli falla að allir þeir sem gætu haldið á hamri væru komnir að smíða. Þau ummæli vöktu upp talsverða reiði meðal iðnaðarmanna og Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði sendi frá sér sérstaka ályktun eftir stjórnarfund þar sem ummælin voru sögð taktlaus og röng á sama tíma og félagið lýsti yfir fullum vilja og getu sinna félagsmanna til að taka þátt í aukinni uppbyggingu húsnæðis. En hvað gerist? Seðlabankastjóri stígur á bensíngjöfina og gefur í. Í könnun sem Samtök iðnaðarins lét framkvæma koma fram vísbendingar um að samdráttur sé í vændum. Það sést meðal annars í verkefnastöðu arkitekta og verkfræðinga sem þýðir að á næstu árum væri um að ræða minna framboð íbúðarhúsnæðis. Í könnun sem gerð var meðal arkitekta- og verkfræðistofa innan Samtaka iðnaðarins nú í september kemur fram að yfir 60% þeirra segja að verkefnum hafi fækkað og ekki nema 9% sem segja að verkefnum hafi fjölgað. Hér ættu öll viðvörunarljós að blikka um leið. Ekki hjá seðlabankastjóra. Á undanförnum árum hef ég fjallað mikið um húsnæðismál hér á landi og viðrað áhyggjur mínar af stöðunni til framtíðar ef ekkert yrði að gert. Þetta hef ég gert bæði sem sveitarstjórnarmaður á sínum tíma og nú sem þingmaður. Það er að afleiðingarnar af óbreyttri stöðu yrðu á endanum hátt fasteigna- og leiguverð sem leiða myndi að óbreyttu til aukins þrýstings á verðbólgu. Seðlabankastjóri lokar augunum. Seðlabankinn þarf að sjá ljósið Ríkisstjórnin hefur komið að mikilvægum aðgerðum sem snúa að kröftugri húsnæðisuppbyggingu sem gagnast þeim sem eru eignalitlir og tekjulágir og hafa því átt erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið á undanförnum árum. Hér er um að ræða aðgerðir sem eru bæði raunverulegar og skynsamlegar. Einnig tel ég brýnt að lífeyrissjóðir nýti sér þá auknu heimild sem Alþingi veitti þeim í sumar og mun auðvelda þeim að fjárfesta í leigufélögum. Það mun styðja okkur í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk sem það kýs. Almenni markaðurinn þarf þó einnig að koma með því staðreyndin er sú að við erum að byggja of lítið. Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði og skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Lækkun vaxta, skynsamleg skref til baka þegar kemur að lánþegaskilyrðum og fjölgun lóða er það sem til þarf. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun