Er padda í vaskinum? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2024 11:01 Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. Undanfarið hafa verið fluttar fréttir af skorti á eftirliti til dæmis á vinnusvæðum og nú síðast berast fréttir af hræðilegu vinnumansali. Hvernig má það vera? Þegar kemur að hvers konar eftirliti förum við ýmist í ökkla eða eyra. Nýlega heyrði ég viðtal við konu sem á breskan tengdason sem starfar við vinnueftirlit í Bretlandi. Hann hafði verið hér á ferð, litið við á nokkrum byggingavinnusvæðum og gekk svo langt að segja að í Bretlandi hefði mörgum þeirra verið lokað. Ekki þarf að rifja upp hér hversu mörg alvarleg slys hafa verið á slíkum svæðum undanfarin ár. Það er eitthvað brogað við vinnuverndarlöggjöfina og greinilegt að auka þar kröfur og í kjölfarið, eftirlit með þessum vinnusvæðum. Eigum við að nefna heilbrigðiskerfið sem er eitt það fjárfrekasta í íslensku samfélagi? Þar er nánast ekkert eftirlit haft með þeim fjármunum sem renna til hinna ýmsu stofnana. Reglulega fáum við líka fréttir af illri meðferð á dýrum. Þá hefur MAST stundum brugðist bogalistin við eftirlit af þeirra hálfu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um slæman aðbúnað dýra. Nýjasta dæmið er vinnumansalið. Kveikur tók nokkur dæmi um ömurlegar aðstæður og brot á erlendu vinnuafli. Upplýsingarnar sem komu fram í þættinum voru sláandi. Það sem slær mig núna er að verkalýðshreyfingin segist ekki hafa burði til að bregðast við. Hverjir eiga þá að gera það? Við borgum okkar stéttarfélagsgjöld hvort sem við viljum vera í félagi eða ekki. Þau hafa þann eina tilgang að gæta hagsmuna vinnandi fólks. Ekki bara þegar kemur að launum og vinnutíma. Þau sinna til dæmis erindum félagsmanna sem telja að brotið hafi verið á sér í formi eineltis og áreitis sem er vitaskuld mjög gott og mikilvægt að sé gert. Hvers vegan ekki í tilfelli þeirra brota sem við sáum dæmi um í Kveik? Ein er þó sú stofnun sem stendur sig þegar kemur að eftirliti en það er Heilbrigðiseftirlitið. Þar er fylgst með því hvort ekki séu vaskar út um allt og að ekki séu pöddur í vaskinum. Gott hjá þeim! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stéttarfélög Mansal Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er stundum svo „öðruvísi“. Undanfarið hafa verið fluttar fréttir af skorti á eftirliti til dæmis á vinnusvæðum og nú síðast berast fréttir af hræðilegu vinnumansali. Hvernig má það vera? Þegar kemur að hvers konar eftirliti förum við ýmist í ökkla eða eyra. Nýlega heyrði ég viðtal við konu sem á breskan tengdason sem starfar við vinnueftirlit í Bretlandi. Hann hafði verið hér á ferð, litið við á nokkrum byggingavinnusvæðum og gekk svo langt að segja að í Bretlandi hefði mörgum þeirra verið lokað. Ekki þarf að rifja upp hér hversu mörg alvarleg slys hafa verið á slíkum svæðum undanfarin ár. Það er eitthvað brogað við vinnuverndarlöggjöfina og greinilegt að auka þar kröfur og í kjölfarið, eftirlit með þessum vinnusvæðum. Eigum við að nefna heilbrigðiskerfið sem er eitt það fjárfrekasta í íslensku samfélagi? Þar er nánast ekkert eftirlit haft með þeim fjármunum sem renna til hinna ýmsu stofnana. Reglulega fáum við líka fréttir af illri meðferð á dýrum. Þá hefur MAST stundum brugðist bogalistin við eftirlit af þeirra hálfu þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um slæman aðbúnað dýra. Nýjasta dæmið er vinnumansalið. Kveikur tók nokkur dæmi um ömurlegar aðstæður og brot á erlendu vinnuafli. Upplýsingarnar sem komu fram í þættinum voru sláandi. Það sem slær mig núna er að verkalýðshreyfingin segist ekki hafa burði til að bregðast við. Hverjir eiga þá að gera það? Við borgum okkar stéttarfélagsgjöld hvort sem við viljum vera í félagi eða ekki. Þau hafa þann eina tilgang að gæta hagsmuna vinnandi fólks. Ekki bara þegar kemur að launum og vinnutíma. Þau sinna til dæmis erindum félagsmanna sem telja að brotið hafi verið á sér í formi eineltis og áreitis sem er vitaskuld mjög gott og mikilvægt að sé gert. Hvers vegan ekki í tilfelli þeirra brota sem við sáum dæmi um í Kveik? Ein er þó sú stofnun sem stendur sig þegar kemur að eftirliti en það er Heilbrigðiseftirlitið. Þar er fylgst með því hvort ekki séu vaskar út um allt og að ekki séu pöddur í vaskinum. Gott hjá þeim! Höfundur er áhugamaður um almenna velferð.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar