Er Miðflokkurinn fyrir ungt fólk? Anton Sveinn McKee skrifar 26. september 2024 14:01 Viðbrögðin sem stjórnin í Freyfaxa, ungliðahreyfingu Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið eftir stofnfundinn föstudaginn 20. september hafa verið mögnuð og birtingarmynd þess að ungt fólk var að bíða eftir nýjum valkosti fyrir ungliðahreyfingu. Besta svarið við spurningunni sem titill þessarar greinar leggur fram er að spyrja sjálfan sig: Finnst þér núverandi ríkisstjórn vinna fyrir hagsmunum yngri kynslóða og þjóðarinnar? Ég upplifi það ekki og þess vegna tók ég þátt í stofnun Freyfaxa. Framtíðarsýn hreyfingarinnar er Ísland sem land tækifæranna – þar sem allir hafa tækifæri til að blómstra. Þó er ljóst að áskoranirnar sem þjóðin stendur frammi fyrir eru erfiðar. Einstaklingur þarf ekki að vera hagfræðingur til að sjá að verðbólga og hátt húsnæðisverð gera ungu fólki erfitt fyrir að komast inn á markaðinn. Skólakerfið, sem er burðarás framtíðarinnar, þarf umbætur til að mæta alþjóðlegum stöðlum. Borgarar upplifa sig óörugga og fleiri fréttir af skipulögðum glæpasamtökum á Íslandi birtast á miðlum. Stefna í orkumálum, sem er ein af grunnstoðum atvinnustarfsemi á landinu, hefur hægt og rólega verið að sigla í átt að ísjaka og munum við nú horfa fram á glötuð atvinnutækifæri sem verða ekki til vegna yfirvofandi orkuskorts. Það vantar aðhald í ríkisfjármálum sem þýðir að yngri kynslóðir munu þurfa að axla þungar byrðar þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur? Íslenska þjóðin stendur á krossgötum. Til að tryggja áframhaldandi velferð og tækifæri fyrir komandi kynslóðir þarf að nálgast pólitíkina á lausnarmiðaðan hátt og með skynsamari stefnumótun. Miðflokkurinn mun leiða þessa breytingu því undirstöður flokksins eru gildi sem standa með landi og þjóð af skynsemishyggju og skapa vettvang þar sem ungt fólk getur tekið virkan þátt og mótað sína eigin framtíð. Freyfaxi mun vera leiðandi afl í að virkja ungt fólk í Suðvesturkjördæmi til að skapa betra Ísland til frambúðar. Nú er tíminn til að taka af skarið og móta framtíðina saman. Vertu hluti af þessari breytingu og taktu þátt með okkur á Nýliðakvöldi Freyfaxa þann 28. september kl. 20:00 í Hamraborg 1. Áfram Ísland! Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Viðbrögðin sem stjórnin í Freyfaxa, ungliðahreyfingu Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið eftir stofnfundinn föstudaginn 20. september hafa verið mögnuð og birtingarmynd þess að ungt fólk var að bíða eftir nýjum valkosti fyrir ungliðahreyfingu. Besta svarið við spurningunni sem titill þessarar greinar leggur fram er að spyrja sjálfan sig: Finnst þér núverandi ríkisstjórn vinna fyrir hagsmunum yngri kynslóða og þjóðarinnar? Ég upplifi það ekki og þess vegna tók ég þátt í stofnun Freyfaxa. Framtíðarsýn hreyfingarinnar er Ísland sem land tækifæranna – þar sem allir hafa tækifæri til að blómstra. Þó er ljóst að áskoranirnar sem þjóðin stendur frammi fyrir eru erfiðar. Einstaklingur þarf ekki að vera hagfræðingur til að sjá að verðbólga og hátt húsnæðisverð gera ungu fólki erfitt fyrir að komast inn á markaðinn. Skólakerfið, sem er burðarás framtíðarinnar, þarf umbætur til að mæta alþjóðlegum stöðlum. Borgarar upplifa sig óörugga og fleiri fréttir af skipulögðum glæpasamtökum á Íslandi birtast á miðlum. Stefna í orkumálum, sem er ein af grunnstoðum atvinnustarfsemi á landinu, hefur hægt og rólega verið að sigla í átt að ísjaka og munum við nú horfa fram á glötuð atvinnutækifæri sem verða ekki til vegna yfirvofandi orkuskorts. Það vantar aðhald í ríkisfjármálum sem þýðir að yngri kynslóðir munu þurfa að axla þungar byrðar þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið á undanförnum árum. Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur? Íslenska þjóðin stendur á krossgötum. Til að tryggja áframhaldandi velferð og tækifæri fyrir komandi kynslóðir þarf að nálgast pólitíkina á lausnarmiðaðan hátt og með skynsamari stefnumótun. Miðflokkurinn mun leiða þessa breytingu því undirstöður flokksins eru gildi sem standa með landi og þjóð af skynsemishyggju og skapa vettvang þar sem ungt fólk getur tekið virkan þátt og mótað sína eigin framtíð. Freyfaxi mun vera leiðandi afl í að virkja ungt fólk í Suðvesturkjördæmi til að skapa betra Ísland til frambúðar. Nú er tíminn til að taka af skarið og móta framtíðina saman. Vertu hluti af þessari breytingu og taktu þátt með okkur á Nýliðakvöldi Freyfaxa þann 28. september kl. 20:00 í Hamraborg 1. Áfram Ísland! Höfundur er formaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun