Sjö hundruð liggja í valnum eftir vikuna Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 13:02 Björgunarsveitarmenn að störfum eftir loftárás Ísraela í Beirút. AP/Bilal Hussein Nærri því sjö hundruð manns hafa fallið í árásum Ísraela á Líbanon í þessari viku, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon. Ísraelar hafa gert umfangsmiklar árásir á landið og segja þær beinast gegn hryðjuverkasamtökunum Hezbollah, hergögnum þeirra og leiðtogum. AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsamtökum og frá því í að Hezbollah-liðar byrjuðu að skjóta eldflaugum að norðanverðu Ísrael í kjölfar árása Ísraela á Gasaströndina, hafi rúmlega tvö hundruð þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja að 1.540 manns hafi fallið í árásum Ísraela á þessum tíma. Allt að sjötíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín í norðanverðu landinu, vegna árása Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þeir vilji reka vígamenn Hezbollah frá sunnanverðu Líbanon til að stöðva þessar árásir. Þeir hafa jafnvel gefið til kynna að innrás sé í vændum. Sjá einnig: Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Árásir Ísraela hafa verið sérstaklega umfangsmiklar. Óttast sömu örlög og Gasa Fólk í Líbanon óttast að þau muni hljóta sömu örlög og íbúar Gasastrandarinnar. Það er að segja að árásirnar muni valda gífurlegri eyðileggingu og miklu mannfalli meðal óbreytta borgara. Ísraelar hafa sent íbúum tiltekinna svæða í Líbanon skilaboð um að flýja í aðdraganda árása og að halda sig frá stöðum þar sem vopn Hezbollah eru geymd. Flestir íbúa Líbanon hafa þó enga hugmynd um hvar þeir staðir eru. Háttsettir embættismenn og ráðamenn í Ísrael hafa hótað árásum af slíku umfangi, hætti Hezbollah-liðar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael. Sjá einnig: Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í morgun að ríkisstjórn hans myndi halda áfram að ræða mögulegt vopnahlé á komandi dögum en utanríkisráðherra hans hafnaði vopnahléi alfarið í gær og að aðrir embættismenn hafi tekið undir það. Þeirra á meðal var Netanjahús sjálfur. Í frétt Reuters er haft eftir forsætisráðherranum að ísraelskir erindrekar hafi rætt við erindreka frá Bandaríkjunum um tillögur að vopnahléi og að hann kunni að meta viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á friði. Í yfirlýsingu frá Netanjahú vísaði hann ekkert til áðurnefndra ummæla utanríkisráðherrans. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsamtökum og frá því í að Hezbollah-liðar byrjuðu að skjóta eldflaugum að norðanverðu Ísrael í kjölfar árása Ísraela á Gasaströndina, hafi rúmlega tvö hundruð þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Líbanon. Yfirvöld í Líbanon segja að 1.540 manns hafi fallið í árásum Ísraela á þessum tíma. Allt að sjötíu þúsund Ísraelar hafa þurft að flýja heimili sín í norðanverðu landinu, vegna árása Hezbollah. Ráðamenn í Ísrael hafa sagt að þeir vilji reka vígamenn Hezbollah frá sunnanverðu Líbanon til að stöðva þessar árásir. Þeir hafa jafnvel gefið til kynna að innrás sé í vændum. Sjá einnig: Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Árásir Ísraela hafa verið sérstaklega umfangsmiklar. Óttast sömu örlög og Gasa Fólk í Líbanon óttast að þau muni hljóta sömu örlög og íbúar Gasastrandarinnar. Það er að segja að árásirnar muni valda gífurlegri eyðileggingu og miklu mannfalli meðal óbreytta borgara. Ísraelar hafa sent íbúum tiltekinna svæða í Líbanon skilaboð um að flýja í aðdraganda árása og að halda sig frá stöðum þar sem vopn Hezbollah eru geymd. Flestir íbúa Líbanon hafa þó enga hugmynd um hvar þeir staðir eru. Háttsettir embættismenn og ráðamenn í Ísrael hafa hótað árásum af slíku umfangi, hætti Hezbollah-liðar ekki að skjóta eldflaugum að Ísrael. Sjá einnig: Segir tortímingu eða uppgjöf Hezbollah einu lausnin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, sagði í morgun að ríkisstjórn hans myndi halda áfram að ræða mögulegt vopnahlé á komandi dögum en utanríkisráðherra hans hafnaði vopnahléi alfarið í gær og að aðrir embættismenn hafi tekið undir það. Þeirra á meðal var Netanjahús sjálfur. Í frétt Reuters er haft eftir forsætisráðherranum að ísraelskir erindrekar hafi rætt við erindreka frá Bandaríkjunum um tillögur að vopnahléi og að hann kunni að meta viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á friði. Í yfirlýsingu frá Netanjahú vísaði hann ekkert til áðurnefndra ummæla utanríkisráðherrans.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Sjá meira
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15
Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40
Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. 24. september 2024 13:27
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03