Gerðu umfangsmikla atlögu að leiðtoga Hezbollah Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 16:02 Reykur frá árásinni séður frá öðru hverfi Beirút. AP Ísraelski herinn gerði fyrir skömmu umfangsmiklar árásir á suðurhluta Beirút í Líbanon, sem sagðar eru hafa beinst að höfuðstöðvum Hezbollah-samtakanna og Hassan Nasrallah, leiðtoga þeirra. Svo virðist sem að um stærstu árás Ísraela á Beirút frá því þeir fóru að skiptast á skotum við Hezbollah í október í fyrra sé að ræða. Reuters hefur eftir heimildarmanni sínum að nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah hafi verið þar sem loftárásirnar voru gerðar. Heimildarmenn fréttaveitunnar í Líbanon segja að háttsettir leiðtogar Hezbollah séu tíðir gestir á svæðinu þar sem árásin var gerð. Ekki liggur fyrir hvort Nasrallah, eða aðrir leiðtogar voru felldir í árásinni. Ísraelskir fjölmiðlar segja að verið sé að kanna hvort Nasrallah hafi verið í höfuðstöðvunum þegar árásin var gerð. Miðlar sem tengjast Hezbollah segja Nasrallah á lífi og í öruggu skjóli. AFP hefur það sama eftir heimildarmanni sínum en samtökin hafa enn ekkert gefið út. Óstaðfestar fregnir hafa borist af því að Hashem Sadieddine, næstráðandi Nasrallah, hafi fallið í árásinni. Þá er ekki ljóst hvort óbreyttir borgarar féllu en líkur eru á því að þeir hafi verið margir, miðað við umfang árásanna og að enginn var varaður við þeim, eins og Ísraelar hafa oft gert áður. Nokkrar byggingar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu í árásunum í Dahiyeh, úthverfi Beirút. AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmanni sem tengist Hezbollah að sex byggingar hafi verið jafnaðar við jörðu en aðrir fjölmiðlar hafa talað um fjögur fjölbýlishús. Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að árásir hafi verið gerðar á höfuðstöðvar Hezbollah. Leiðtogar samtakanna hafi vísvitandi byggt þær höfuðstöðvar undir íbúðarhúsum svo óbreyttir borgarar hafi getað verið notaðir til að skýla þeim. Fréttin hefur verið uppfærð. #BREAKING: Massive strike by #Israel on #Hezbollah’s Central Headquarters in Beirut. pic.twitter.com/ntHFXJSAvu— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 27, 2024 Carnage on the ground. pic.twitter.com/pGY4OuyYYe— doge (@IntelDoge) September 27, 2024 The massive Israeli strikes on Beirut have levelled at least 4 residential buildings. IDF says they targeted a Hezbullah HQ. pic.twitter.com/GDYcbGQfLQ— Jenan Moussa (@jenanmoussa) September 27, 2024 Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Svo virðist sem að um stærstu árás Ísraela á Beirút frá því þeir fóru að skiptast á skotum við Hezbollah í október í fyrra sé að ræða. Reuters hefur eftir heimildarmanni sínum að nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah hafi verið þar sem loftárásirnar voru gerðar. Heimildarmenn fréttaveitunnar í Líbanon segja að háttsettir leiðtogar Hezbollah séu tíðir gestir á svæðinu þar sem árásin var gerð. Ekki liggur fyrir hvort Nasrallah, eða aðrir leiðtogar voru felldir í árásinni. Ísraelskir fjölmiðlar segja að verið sé að kanna hvort Nasrallah hafi verið í höfuðstöðvunum þegar árásin var gerð. Miðlar sem tengjast Hezbollah segja Nasrallah á lífi og í öruggu skjóli. AFP hefur það sama eftir heimildarmanni sínum en samtökin hafa enn ekkert gefið út. Óstaðfestar fregnir hafa borist af því að Hashem Sadieddine, næstráðandi Nasrallah, hafi fallið í árásinni. Þá er ekki ljóst hvort óbreyttir borgarar féllu en líkur eru á því að þeir hafi verið margir, miðað við umfang árásanna og að enginn var varaður við þeim, eins og Ísraelar hafa oft gert áður. Nokkrar byggingar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu í árásunum í Dahiyeh, úthverfi Beirút. AFP fréttaveitan hefur eftir heimildarmanni sem tengist Hezbollah að sex byggingar hafi verið jafnaðar við jörðu en aðrir fjölmiðlar hafa talað um fjögur fjölbýlishús. Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum segir að árásir hafi verið gerðar á höfuðstöðvar Hezbollah. Leiðtogar samtakanna hafi vísvitandi byggt þær höfuðstöðvar undir íbúðarhúsum svo óbreyttir borgarar hafi getað verið notaðir til að skýla þeim. Fréttin hefur verið uppfærð. #BREAKING: Massive strike by #Israel on #Hezbollah’s Central Headquarters in Beirut. pic.twitter.com/ntHFXJSAvu— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 27, 2024 Carnage on the ground. pic.twitter.com/pGY4OuyYYe— doge (@IntelDoge) September 27, 2024 The massive Israeli strikes on Beirut have levelled at least 4 residential buildings. IDF says they targeted a Hezbullah HQ. pic.twitter.com/GDYcbGQfLQ— Jenan Moussa (@jenanmoussa) September 27, 2024
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira