Skynsemishyggja Miðflokksins hvarf hratt Kristófer Már Maronsson skrifar 28. september 2024 16:32 Það er gaman fyrir okkur unga Sjálfstæðismenn að loksins heyrist eitthvað í öðrum ungliðahreyfingum í íslenskum stjórnmálum. Það kemur þó úr óvæntri átt en nýlega var stofnuð ungliðahreyfing í Suðvesturkjördæmi hjá Miðflokknum undir formennsku Antons Sveins McKee. Eins og góður maður sagði eitt sinn við mig þá þarf gott fólk í alla flokka. Anton er gæðablóð og hefur verið landi og þjóð til sóma á alþjóðlegum vettvangi. Við gengum saman í Verzlunarskólann og ég hafði hlakkað til að sjá hann, sem stjórnarmann í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, láta til sín taka á milliþingi ungra Sjálfstæðismanna í október. Allt kom þó fyrir ekki. Skynsemishyggju skipt út fyrir tilfinningar? Í viðtali á dögunum sagði Anton: „Ég ákvað að ganga til liðs við Miðflokkinn af því að stefna hans, þá sérstaklega skynsemishyggjan og sígilt frjálslyndið, höfðaði betur til mín. Eins og ég skil skynsemishyggju þá er hún hugmyndafræði sem leggur áherslu á að ákvarðanir séu teknar á grundvelli staðreynda. Í stað þess að láta tilfinningar eða popúlískar skoðanir stýra för þá byggir skynsemishyggja á því að ákvarðanir séu teknar með langtímahugsun og staðreyndir til hliðsjónar.” Það er málflutningur að mínu skapi að byggja á staðreyndum og það hafa Sjálfstæðismenn gert í áratugi, að mestu leyti í baráttu við tilfinningapólitík úr mörgum flokkum og frá flestum fjölmiðlum. Það skaut því skökku við þegar varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sendi frá sér grein þar sem því var haldið fram að Ísland væri land sem ungt fólk flýr. Ég svaraði þeirri grein enda var þar um að ræða bullyrðingu sem átti ekki við rök að styðjast. Í vikunni birtist svo grein eftir formanninn sem spyr hvort Miðflokkurinn sé fyrir ungt fólk. Því hefur verið ágætlega svarað af kollega mínum sem fer yfir eyðimerkurgöngu þingmanna Miðflokksins í málefnum ungs fólks og kraftinn í Sjálfstæðismönnum þegar kemur að málaflokknum. Það sem vakti helst athygli mína í pistli Antons voru þessi orð: „Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur?” Þetta er sannarlega viðsnúningur frá því að leggja áherslu á að ákvarðanir séu teknar á grundvelli staðreynda. Á nú að byggja á tilfinningum? Það hefur oft reynst fólki erfitt að kíkja undir húddið og skoða staðreyndir því þær passa ekki alltaf við umræðuna í samfélaginu. Það hefur verkalýðshreyfingin séð ítrekað þegar hún boðar til mótmæla sem sárafáir mæta á og flestir sem mæta eru að mótmæla öðru en því sem átti að mótmæla. Öll þjóðfélög takast á við áskoranir, Ísland er þar ekki undanskilið. Ofan í heimsfaraldur og fordæmalausa fólksfjölgun höfum við tekist á við Reykjaneselda. Flest samfélög sem fengju þrjár svona stórar áskoranir á stuttum tíma væru rjúkandi rúst - en við stöndum enn. Það er m.a. góðri stöðu þjóðarbúsins áður en yfir dundi að þakka og staðan er betri í dag en menn þorðu að vona fyrir nokkrum árum. Fyrir mörgum er róðurinn þungur, það finnst engum gaman að borga háa vexti eða háa leigu þó að einstaka aðilum þyki gaman að borga skatta. Eftir sem áður vona ég að ungliðahreyfing Miðflokksins muni taka slaginn með ungum Sjálfstæðismönnum hugmyndafræðilega við þá sem hallast til vinstri. Sjálfstæðisstefnan hefur ekki breyst Sjálfstæðisflokkurinn hefur viðhaft sömu grunnstefnu í 95 ár. Einhverjum þykir stefnunni ekki hafa verið fylgt nægilega vel undanfarið og það er ekki ósanngjörn gagnrýni að þessi ríkisstjórn hafi ekki fylgt Sjálfstæðisstefnunni í einu og öllu. Það er því miður ekki hægt að stjórna öllu þegar maður hefur innan við helming þingmanna meirihlutans. Við höfum þurft að kyngja erfiðum málum til að fá okkar í gegn, sér í lagi til að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum og tryggja mikilvæg framfaraskref til að ná stjórn á landamærunum eftir fjölmargar tilraunir. Fólk verður svo að gera upp við sig í næstu kosningum hvort því þyki rétt að við hefðum frekar sett orku- og hælisleitendamálin í hendur vinstri manna og verið valdalaus í stjórnarandstöðu. Þeir sem eldri eru og muna tímana þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk næstum hreinan meirihluta gera eðlilega þá kröfu að sjálfstæðisstefnan umlyki allt í stjórnmálunum. Á þeim tíma tókust Sjálfstæðismenn á innan flokks en flúðu ekki í aðra flokka, eins og vinstri menn hafa blessunarlega gert alla tíð. Þessi óheillaþróun á hægri væng stjórnmálanna gerir hægri mönnum erfiðara fyrir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri innan þings. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisstefnan fær ekki að njóta sín nema Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi á milli kosninga. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það er gaman fyrir okkur unga Sjálfstæðismenn að loksins heyrist eitthvað í öðrum ungliðahreyfingum í íslenskum stjórnmálum. Það kemur þó úr óvæntri átt en nýlega var stofnuð ungliðahreyfing í Suðvesturkjördæmi hjá Miðflokknum undir formennsku Antons Sveins McKee. Eins og góður maður sagði eitt sinn við mig þá þarf gott fólk í alla flokka. Anton er gæðablóð og hefur verið landi og þjóð til sóma á alþjóðlegum vettvangi. Við gengum saman í Verzlunarskólann og ég hafði hlakkað til að sjá hann, sem stjórnarmann í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, láta til sín taka á milliþingi ungra Sjálfstæðismanna í október. Allt kom þó fyrir ekki. Skynsemishyggju skipt út fyrir tilfinningar? Í viðtali á dögunum sagði Anton: „Ég ákvað að ganga til liðs við Miðflokkinn af því að stefna hans, þá sérstaklega skynsemishyggjan og sígilt frjálslyndið, höfðaði betur til mín. Eins og ég skil skynsemishyggju þá er hún hugmyndafræði sem leggur áherslu á að ákvarðanir séu teknar á grundvelli staðreynda. Í stað þess að láta tilfinningar eða popúlískar skoðanir stýra för þá byggir skynsemishyggja á því að ákvarðanir séu teknar með langtímahugsun og staðreyndir til hliðsjónar.” Það er málflutningur að mínu skapi að byggja á staðreyndum og það hafa Sjálfstæðismenn gert í áratugi, að mestu leyti í baráttu við tilfinningapólitík úr mörgum flokkum og frá flestum fjölmiðlum. Það skaut því skökku við þegar varaformaður ungliðahreyfingar Miðflokksins sendi frá sér grein þar sem því var haldið fram að Ísland væri land sem ungt fólk flýr. Ég svaraði þeirri grein enda var þar um að ræða bullyrðingu sem átti ekki við rök að styðjast. Í vikunni birtist svo grein eftir formanninn sem spyr hvort Miðflokkurinn sé fyrir ungt fólk. Því hefur verið ágætlega svarað af kollega mínum sem fer yfir eyðimerkurgöngu þingmanna Miðflokksins í málefnum ungs fólks og kraftinn í Sjálfstæðismönnum þegar kemur að málaflokknum. Það sem vakti helst athygli mína í pistli Antons voru þessi orð: „Þrátt fyrir þetta segja stjórnvöld okkur að ofangreind upptalning sé ekki rétt, við séum einfaldlega að upplifa hlutina rangt; Ísland hafi aldrei áður upplifað eins hagvöxt og hér sé best að búa. En ef almenningur finnur ekki fyrir því, hvaða máli skiptir það hvað Excel-skjölin segja? Fyrir hvern er þessi hagvöxtur?” Þetta er sannarlega viðsnúningur frá því að leggja áherslu á að ákvarðanir séu teknar á grundvelli staðreynda. Á nú að byggja á tilfinningum? Það hefur oft reynst fólki erfitt að kíkja undir húddið og skoða staðreyndir því þær passa ekki alltaf við umræðuna í samfélaginu. Það hefur verkalýðshreyfingin séð ítrekað þegar hún boðar til mótmæla sem sárafáir mæta á og flestir sem mæta eru að mótmæla öðru en því sem átti að mótmæla. Öll þjóðfélög takast á við áskoranir, Ísland er þar ekki undanskilið. Ofan í heimsfaraldur og fordæmalausa fólksfjölgun höfum við tekist á við Reykjaneselda. Flest samfélög sem fengju þrjár svona stórar áskoranir á stuttum tíma væru rjúkandi rúst - en við stöndum enn. Það er m.a. góðri stöðu þjóðarbúsins áður en yfir dundi að þakka og staðan er betri í dag en menn þorðu að vona fyrir nokkrum árum. Fyrir mörgum er róðurinn þungur, það finnst engum gaman að borga háa vexti eða háa leigu þó að einstaka aðilum þyki gaman að borga skatta. Eftir sem áður vona ég að ungliðahreyfing Miðflokksins muni taka slaginn með ungum Sjálfstæðismönnum hugmyndafræðilega við þá sem hallast til vinstri. Sjálfstæðisstefnan hefur ekki breyst Sjálfstæðisflokkurinn hefur viðhaft sömu grunnstefnu í 95 ár. Einhverjum þykir stefnunni ekki hafa verið fylgt nægilega vel undanfarið og það er ekki ósanngjörn gagnrýni að þessi ríkisstjórn hafi ekki fylgt Sjálfstæðisstefnunni í einu og öllu. Það er því miður ekki hægt að stjórna öllu þegar maður hefur innan við helming þingmanna meirihlutans. Við höfum þurft að kyngja erfiðum málum til að fá okkar í gegn, sér í lagi til að rjúfa kyrrstöðuna í orkumálum og tryggja mikilvæg framfaraskref til að ná stjórn á landamærunum eftir fjölmargar tilraunir. Fólk verður svo að gera upp við sig í næstu kosningum hvort því þyki rétt að við hefðum frekar sett orku- og hælisleitendamálin í hendur vinstri manna og verið valdalaus í stjórnarandstöðu. Þeir sem eldri eru og muna tímana þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk næstum hreinan meirihluta gera eðlilega þá kröfu að sjálfstæðisstefnan umlyki allt í stjórnmálunum. Á þeim tíma tókust Sjálfstæðismenn á innan flokks en flúðu ekki í aðra flokka, eins og vinstri menn hafa blessunarlega gert alla tíð. Þessi óheillaþróun á hægri væng stjórnmálanna gerir hægri mönnum erfiðara fyrir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri innan þings. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisstefnan fær ekki að njóta sín nema Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi á milli kosninga. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun