Ragnheiður Theodórs ein af fimm til PLAIO Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 09:41 Nýju starfsmennirnir fimm hjá PLAIO. PLAIO Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur ráðið til sín fimm starfsmenn, þvert á allar deildir fyrirtækisins. Markmiðið með ráðningunum er að styðja betur við innleiðingu nýrra viðskiptavina PLAIO, en þeim hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum. Sömuleiðis hefur ný deild verið sett á laggirnar sem snýr að fagþjónustu (Professional Services) og styður við samþættingu á tækni viðskiptavina og PLAIO hugbúnaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PLAIO. Ragnheiður Theodórsdóttir gegnir stöðu sérfræðings í viðskiptaþróun. Hún er með B.A. gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Syddansk Universitet í Danmörku. Undanfarin ár hefur hún búið og starfað í Danmörku, Bretlandi og Rússlandi. Ragnheiður starfaði áður sem viðskiptaþróunarstjóri hjá The Reykjavík EDITION og markaðsstjóri RIFF, auk þess hefur hún rekið eigið fyrirtæki í markaðsþjónustu fyrirtækja. Hún er sögð koma dýrmæta reynslu af alþjóðamarkaðnum í viðskiptaþróunarteymi PLAIO. Júlíus Ingi Guðmundsson er sérfræðingur í líkanagerð og aðgerðargreiningu. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Júlíus starfaði áður hjá Controlant við að greina og besta ferla, en þar áður var hann gagnasérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann mun sjá um að beita hagnýtum reikniritum til að minnka sóun og stuðla að betri ákvarðanatöku fyrir viðskiptavini PLAIO. Viljar Rúnarsson er sérfræðingur í samþættingu. Hann er með M.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Aalto University í Finnlandi og B.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Viljar starfaði áður hjá AGR þar sem hann leiddi hugbúnaðarhönnun fyrir samþættingar ásamt því að koma að ráðgjöf í sölu, innleiðingu og stafrænum innviðum. Hann mun koma til með að þróa og hanna tengimöguleika og viðmót PLAIO kerfisins. Þórdís Pétursdóttir er bakendaforritari. Hún er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Síðan þá hefur hún starfað hjá bæði Stokki og Controlant, þar sem hún hefur sérhæft sig í þróun veflausna með megináherslu á bakendakerfi og DevOps. Hún mun starfa við þróun bakendakerfa með það að markmiði að stuðla að aukinni skilvirkni og öryggi. Pálmi Pétursson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri fagþjónustu. Hann er með M.Sc. gráðu í verkfræði DTU í Danmörku. Hann hefur starfað síðustu 25 ár hjá AGR við þróun og ráðgjöf viðskiptalausna í innkaupa og birgðastýringu fyrir framleiðslu, lyfjaiðnað, heildsölu og smásölu. Pálmi hefur síðustu ár leitt ráðgjafateymi félagsins frá skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn og gegnt lykilhlutverki í vexti fyrirtækisins á Norðurlöndunum. „PLAIO er í kröftugum vexti þessa dagana og við sjáum eftirspurn og þörf á markaðnum skila sér í nýjum viðskiptavinum. Við erum gríðarlega ánægð með þessar ráðningar, þetta er allt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem mun styðja við þennan vöxt,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO. „PLAIO þróar byltingarkenndan hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðlar að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir m.a. gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.“ Vistaskipti Lyf Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira
Sömuleiðis hefur ný deild verið sett á laggirnar sem snýr að fagþjónustu (Professional Services) og styður við samþættingu á tækni viðskiptavina og PLAIO hugbúnaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PLAIO. Ragnheiður Theodórsdóttir gegnir stöðu sérfræðings í viðskiptaþróun. Hún er með B.A. gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Syddansk Universitet í Danmörku. Undanfarin ár hefur hún búið og starfað í Danmörku, Bretlandi og Rússlandi. Ragnheiður starfaði áður sem viðskiptaþróunarstjóri hjá The Reykjavík EDITION og markaðsstjóri RIFF, auk þess hefur hún rekið eigið fyrirtæki í markaðsþjónustu fyrirtækja. Hún er sögð koma dýrmæta reynslu af alþjóðamarkaðnum í viðskiptaþróunarteymi PLAIO. Júlíus Ingi Guðmundsson er sérfræðingur í líkanagerð og aðgerðargreiningu. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Júlíus starfaði áður hjá Controlant við að greina og besta ferla, en þar áður var hann gagnasérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann mun sjá um að beita hagnýtum reikniritum til að minnka sóun og stuðla að betri ákvarðanatöku fyrir viðskiptavini PLAIO. Viljar Rúnarsson er sérfræðingur í samþættingu. Hann er með M.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Aalto University í Finnlandi og B.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Viljar starfaði áður hjá AGR þar sem hann leiddi hugbúnaðarhönnun fyrir samþættingar ásamt því að koma að ráðgjöf í sölu, innleiðingu og stafrænum innviðum. Hann mun koma til með að þróa og hanna tengimöguleika og viðmót PLAIO kerfisins. Þórdís Pétursdóttir er bakendaforritari. Hún er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Síðan þá hefur hún starfað hjá bæði Stokki og Controlant, þar sem hún hefur sérhæft sig í þróun veflausna með megináherslu á bakendakerfi og DevOps. Hún mun starfa við þróun bakendakerfa með það að markmiði að stuðla að aukinni skilvirkni og öryggi. Pálmi Pétursson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri fagþjónustu. Hann er með M.Sc. gráðu í verkfræði DTU í Danmörku. Hann hefur starfað síðustu 25 ár hjá AGR við þróun og ráðgjöf viðskiptalausna í innkaupa og birgðastýringu fyrir framleiðslu, lyfjaiðnað, heildsölu og smásölu. Pálmi hefur síðustu ár leitt ráðgjafateymi félagsins frá skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn og gegnt lykilhlutverki í vexti fyrirtækisins á Norðurlöndunum. „PLAIO er í kröftugum vexti þessa dagana og við sjáum eftirspurn og þörf á markaðnum skila sér í nýjum viðskiptavinum. Við erum gríðarlega ánægð með þessar ráðningar, þetta er allt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem mun styðja við þennan vöxt,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO. „PLAIO þróar byltingarkenndan hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðlar að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir m.a. gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.“
Vistaskipti Lyf Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sjá meira