Ekki útilokað að stýrivextir lækki Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 1. október 2024 22:12 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir ekki útilokað að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á morgun. Hann spáir þó óbreyttum vöxtum en segir styttast í lækkun þeirra. Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir stýrivaxtaákvörðun sína klukkan hálf níu í fyrramálið, og verður blaðamannafundurinn í beinni útsendingu á Vísi. Vextirnir hafa staðið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra og bíða margir í ofvæni eftir því að þeir lækki á ný. Sérfræðingar stóru bankanna hafa ekki verið alltof bjartsýnir á lækkun vaxta. „Ég á von á því að peningastefnunefndin haldi vöxtum óbreyttum, en ég yrði hissa ef þau myndu ekki opna á það að það sé að styttast í lækkun vaxta. Það er í rauninni innistæða fyrir því að breyta kúrsinum miðað við hvernig þróunin hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Jón. Verðbólgan hafi minnkað hraðar en flestir bjuggust við og álag á markaði hafi farið niður. Eitt og annað hafi dottið með Seðlabankanum. Það bendir allt til þess að þeir verði þeir sömu, en eru einhverjar líkur á að þeir muni lækka vextina eins og margir bíða eftir? „Það er ekki útilokað. Allir sem að gefa út opinberar spár hafa reyndar spáð óbreyttum vöxtum, en á markaði eru greinilega skiptar skoðanir og þá er kannski nærtækt að horfa til Bandaríkjanna í aðdraganda að vaxtalækkun þar um daginn þar sem flestir kollegar mínir spáðu smáu skrefi, en markaðirnir höfðu rétt fyrir sér og það var tekið stærra skref heldur en almennt hafði verið spáð,“ segir Jón. Hann útiloki því ekkert, en verði ekki farið í vaxtalækkun á morgun séu teljandi líkur á því að stigið verði stærra skref í nóvember en búist væri við. „Kannski hálf prósenta, sú stærðargráða eða þvíumlíkt,“ segir Jón. Efnahagsmál Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnir stýrivaxtaákvörðun sína klukkan hálf níu í fyrramálið, og verður blaðamannafundurinn í beinni útsendingu á Vísi. Vextirnir hafa staðið óbreyttir síðan í ágúst í fyrra og bíða margir í ofvæni eftir því að þeir lækki á ný. Sérfræðingar stóru bankanna hafa ekki verið alltof bjartsýnir á lækkun vaxta. „Ég á von á því að peningastefnunefndin haldi vöxtum óbreyttum, en ég yrði hissa ef þau myndu ekki opna á það að það sé að styttast í lækkun vaxta. Það er í rauninni innistæða fyrir því að breyta kúrsinum miðað við hvernig þróunin hefur verið undanfarnar vikur,“ segir Jón. Verðbólgan hafi minnkað hraðar en flestir bjuggust við og álag á markaði hafi farið niður. Eitt og annað hafi dottið með Seðlabankanum. Það bendir allt til þess að þeir verði þeir sömu, en eru einhverjar líkur á að þeir muni lækka vextina eins og margir bíða eftir? „Það er ekki útilokað. Allir sem að gefa út opinberar spár hafa reyndar spáð óbreyttum vöxtum, en á markaði eru greinilega skiptar skoðanir og þá er kannski nærtækt að horfa til Bandaríkjanna í aðdraganda að vaxtalækkun þar um daginn þar sem flestir kollegar mínir spáðu smáu skrefi, en markaðirnir höfðu rétt fyrir sér og það var tekið stærra skref heldur en almennt hafði verið spáð,“ segir Jón. Hann útiloki því ekkert, en verði ekki farið í vaxtalækkun á morgun séu teljandi líkur á því að stigið verði stærra skref í nóvember en búist væri við. „Kannski hálf prósenta, sú stærðargráða eða þvíumlíkt,“ segir Jón.
Efnahagsmál Seðlabankinn Íslandsbanki Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira