Nýir vendir sópa best Arnar Þór Jónsson, Kári Allansson og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifa 2. október 2024 11:00 Stofnun Lýðræðisflokksins er nauðsynlegt andsvar við þeim doða sem lagst hefur yfir íslensk stjórnmál. Í landi þar sem stór hluti almennings þorir ekki að tjá skoðanir sínar halda margir að framtíðin verði best tryggð með því að þegja, brosa og hlýða yfirvaldinu. Gömlu stjórnmálaflokkarnir eru myndbirting þessa vandamáls og þjóna hagsmunum flokkseigenda fremur en kjósenda. Ríkisreknir fjölmiðlar og ríkisreknir stjórnmálaflokkar sameinast um að þjóna kerfinu sem til er orðið. Það útskýrir sterk viðbrögð við Lýðræðisflokknum sem lofar að þjóna almenningi og efla beint lýðræði. Í umhverfi þar sem stefnumál flokka sjást ekki í framkvæmd bregðast flokkarnir hagsmunum kjósenda sinna daglega. Við slíkar aðstæður er brýn nauðsyn á pólitískri endurnýjun. Á þremur sólarhringum, síðan tilkynnt var um stofnun Lýðræðisflokksins hafa komið fram eftirfarandi áherslumál flokksins: Á Íslandi búi frjáls þjóð í frjálsu landi: Staðinn verði traustur vörður um frelsi fólks til orðs og athafna. Í stað áframhaldandi stofnanavæðingar stjórnmálaflokka fái almenningur að endurheimta áhrif sín og sjálfsvirðingu með þátttöku í beinu lýðræði um mikilvægustu mál. Að innviðir íslensks samfélags, sem grotnað hafa niður á síðustu árum, verði treystir að nýju. Miklu lægri skattar, tollar og opinber gjöld: Þetta verður ekki gert nema með því að skrúfa fyrir stjórnlausan leka úr ríkiskassanum, m.a. í loftslagsmál, hælisleitendamál og daglega útþenslu ríkisins. Ríkið hætti að vasast í málum sem ekki falla undir grundvallarhlutverk þess, en eftirláti einstaklingum og fyrirtækjum að stýra sínum eigin málum. Fjölmiðlar: Samkvæmt fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga 2025 eiga tæplega 6,5 milljarðar af almannafé að renna til RÚV á því ári. Þetta er tímaskekkja. Þær aðstæður sem réttlættu stofnun Ríkisútvarps á sínum tíma eiga ekki lengur við nú á dögum. Eigi nefskattur að standa áfram ber að veita skattgreiðendum frjálst val um hvaða fjölmiðill fær útvarpsgjaldið sem hver og einn greiðir. RÚV ohf. á að selja eða leggja niður. Húsnæðismál: Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Lækkun vaxta og verðbólgu: Áhrif 80.000 útlendinga sem dveljast á Íslandi og ríflega tvær milljónir ferðamanna árlega setja gríðarlegt álag á innviði, ekki síst á húsnæðismarkað. Peningastefna yfirvalda stefni að nýju marki, þ.e. að bæta hag almennings fremur en að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um það sem þarf að gera og verður gert, sbr. stefnuyfirlýsingu Lýðræðisflokksins og 12 loforð til kjósenda sem birt verða á næstunni. Höfundar eru stofnendur Lýðræðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Lýðræðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stofnun Lýðræðisflokksins er nauðsynlegt andsvar við þeim doða sem lagst hefur yfir íslensk stjórnmál. Í landi þar sem stór hluti almennings þorir ekki að tjá skoðanir sínar halda margir að framtíðin verði best tryggð með því að þegja, brosa og hlýða yfirvaldinu. Gömlu stjórnmálaflokkarnir eru myndbirting þessa vandamáls og þjóna hagsmunum flokkseigenda fremur en kjósenda. Ríkisreknir fjölmiðlar og ríkisreknir stjórnmálaflokkar sameinast um að þjóna kerfinu sem til er orðið. Það útskýrir sterk viðbrögð við Lýðræðisflokknum sem lofar að þjóna almenningi og efla beint lýðræði. Í umhverfi þar sem stefnumál flokka sjást ekki í framkvæmd bregðast flokkarnir hagsmunum kjósenda sinna daglega. Við slíkar aðstæður er brýn nauðsyn á pólitískri endurnýjun. Á þremur sólarhringum, síðan tilkynnt var um stofnun Lýðræðisflokksins hafa komið fram eftirfarandi áherslumál flokksins: Á Íslandi búi frjáls þjóð í frjálsu landi: Staðinn verði traustur vörður um frelsi fólks til orðs og athafna. Í stað áframhaldandi stofnanavæðingar stjórnmálaflokka fái almenningur að endurheimta áhrif sín og sjálfsvirðingu með þátttöku í beinu lýðræði um mikilvægustu mál. Að innviðir íslensks samfélags, sem grotnað hafa niður á síðustu árum, verði treystir að nýju. Miklu lægri skattar, tollar og opinber gjöld: Þetta verður ekki gert nema með því að skrúfa fyrir stjórnlausan leka úr ríkiskassanum, m.a. í loftslagsmál, hælisleitendamál og daglega útþenslu ríkisins. Ríkið hætti að vasast í málum sem ekki falla undir grundvallarhlutverk þess, en eftirláti einstaklingum og fyrirtækjum að stýra sínum eigin málum. Fjölmiðlar: Samkvæmt fylgiriti með frumvarpi til fjárlaga 2025 eiga tæplega 6,5 milljarðar af almannafé að renna til RÚV á því ári. Þetta er tímaskekkja. Þær aðstæður sem réttlættu stofnun Ríkisútvarps á sínum tíma eiga ekki lengur við nú á dögum. Eigi nefskattur að standa áfram ber að veita skattgreiðendum frjálst val um hvaða fjölmiðill fær útvarpsgjaldið sem hver og einn greiðir. RÚV ohf. á að selja eða leggja niður. Húsnæðismál: Sveitarfélögum verði gert skylt að tryggja nægilegt lóðaframboð og byggingareglugerð verði einfölduð. Lækkun vaxta og verðbólgu: Áhrif 80.000 útlendinga sem dveljast á Íslandi og ríflega tvær milljónir ferðamanna árlega setja gríðarlegt álag á innviði, ekki síst á húsnæðismarkað. Peningastefna yfirvalda stefni að nýju marki, þ.e. að bæta hag almennings fremur en að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um það sem þarf að gera og verður gert, sbr. stefnuyfirlýsingu Lýðræðisflokksins og 12 loforð til kjósenda sem birt verða á næstunni. Höfundar eru stofnendur Lýðræðisflokksins.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar