Sigmundur góður sessunautur af því að hann mæti sjaldan Árni Sæberg skrifar 2. október 2024 12:03 Ef marka má færslu Björns Levís gerist það sjaldan að setið er í öllum þessum sætum. X „Sigmundur Davíð er sessunautur minn á þessu þingi. Hann hefur verið það einu sinni áður. Hann er mjög góður sessunautur af því að hann situr eiginlega aldrei í sætinu sínu,“ segir þingmaður Pírata um formann Miðflokksins. Hann veltir því fyrir sér hvort leiðin að 19 prósenta fylgi sé að mæta ekki í vinnuna. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson í langri færslu á Facebook, þar sem hann birtir meðal annars einhver konar rappeinvígi milli Sigmundar Davíðs árið 2009 og Sigmundar Davíðs árið 2024, sem samið er af gervigreind. Fær meira pláss í litlum salnum Björn Leví segir það mikinn kost sessunautar á Alþingi að mæta sjaldan á þingfundi, enda fái hann aðeins meira pláss í litlum þingsalnum. Fleiri þingmenn Pírata ættu því að geta fagnað með Birni Leví, enda dróst Sigmundur Davíð á borð með þremur Pírötum. „Stundum hefur mér þótt Píratarnir vera alveg á réttri línu, til dæmis með persónufrelsi og tölvumálin sem þeir eru auðvitað áhugasamir um. En stundum verða þeir alveg mjög skrýtnir. Þannig ég veit ekki alveg hverju ég á von á í þessum hópi. Það var strax byrjað að reyna að sannfæra mig um að ganga til liðs við þennan hóp sem varð þarna til fyrir tilviljun,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Vísi eftir að dregið hafði verið í sæti. Mæti ekki á nefndarfundi heldur Björn Leví segir aftur á móti að mæting á þingfundi segi ekki alla söguna. Mæting í nefndir sé aðeins betri vísbending um það hvernig þingmaður sinni starfi sínu. Sigmundur Davíð sé skráður aðalmaður í tvær nefndir, framtíðarnefnd og utanríkismálanefnd. Miðað við fundargerðir utanríkisnefndar hafi Sigmundur Davíð mætt átta sinnum á réttum tíma á fundi hennar, fjórum sinnum of seint eða farið snemma og 19 sinnum ekki mætt yfir höfuð. Í framtíðarnefnd hafi hann verið fjarverandi á öllum fundum utan þess fyrsta, sem komnar eru fundargerðir fyrir. „Var hann kannski í áheyrnarnefndunum í staðinn? Nei, ég skoðaði svona 30 fundargerðir frá atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd og fann hann hvergi í þeim fundargerðum enda veit ég ekki til þess að hann hafi mætt á neina af þeim fundum og nennti því ekki að leita meira.“ Leiðin að nítján prósenta fylgi? „Er þetta leiðin til þess að fá 19% í skoðanakönnum? Að sinna bara ekki þingstörfunum? Ef svo er þá þarf ég alvarlega að fara að íhuga hvernig ég sinni þessu starfi --- eða ekki,“ segir Björn Leví. Í nýjast þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær mælist Miðflokkur Sigmundar Davíðs með 19 prósenta fylgi og er næststærsti flokkur landsins. Félli ef hann væri í menntaskóla Björn Leví er ekki sá fyrsti til þess að gagnrýna takmarkaða viðveru Sigmundar Davíðs í þinginu. Í grein Lilju Hrundar Lúðvíksdóttur, starfsmanns þingflokks Sjálfstæðiflokksins, á dögunum kom fram að fjarvistarhlutfall Sigmundar Davíðs við atkvæðagreiðslur hefði verið 62 prósent á síðasta þingvetri. Nokkuð ljóst er að enginn kæmist upp með slíka mætingu í menntaskóla. Þá benti Lilja Hrund einnig á að á síðustu sex þingvetrum hafi Sigmundur Davíð aðeins lagt fram frumvarp fimm sinnum, öll um sömu tvö málin. Miðflokkurinn Alþingi Píratar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Þetta segir Björn Leví Gunnarsson í langri færslu á Facebook, þar sem hann birtir meðal annars einhver konar rappeinvígi milli Sigmundar Davíðs árið 2009 og Sigmundar Davíðs árið 2024, sem samið er af gervigreind. Fær meira pláss í litlum salnum Björn Leví segir það mikinn kost sessunautar á Alþingi að mæta sjaldan á þingfundi, enda fái hann aðeins meira pláss í litlum þingsalnum. Fleiri þingmenn Pírata ættu því að geta fagnað með Birni Leví, enda dróst Sigmundur Davíð á borð með þremur Pírötum. „Stundum hefur mér þótt Píratarnir vera alveg á réttri línu, til dæmis með persónufrelsi og tölvumálin sem þeir eru auðvitað áhugasamir um. En stundum verða þeir alveg mjög skrýtnir. Þannig ég veit ekki alveg hverju ég á von á í þessum hópi. Það var strax byrjað að reyna að sannfæra mig um að ganga til liðs við þennan hóp sem varð þarna til fyrir tilviljun,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Vísi eftir að dregið hafði verið í sæti. Mæti ekki á nefndarfundi heldur Björn Leví segir aftur á móti að mæting á þingfundi segi ekki alla söguna. Mæting í nefndir sé aðeins betri vísbending um það hvernig þingmaður sinni starfi sínu. Sigmundur Davíð sé skráður aðalmaður í tvær nefndir, framtíðarnefnd og utanríkismálanefnd. Miðað við fundargerðir utanríkisnefndar hafi Sigmundur Davíð mætt átta sinnum á réttum tíma á fundi hennar, fjórum sinnum of seint eða farið snemma og 19 sinnum ekki mætt yfir höfuð. Í framtíðarnefnd hafi hann verið fjarverandi á öllum fundum utan þess fyrsta, sem komnar eru fundargerðir fyrir. „Var hann kannski í áheyrnarnefndunum í staðinn? Nei, ég skoðaði svona 30 fundargerðir frá atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd og fann hann hvergi í þeim fundargerðum enda veit ég ekki til þess að hann hafi mætt á neina af þeim fundum og nennti því ekki að leita meira.“ Leiðin að nítján prósenta fylgi? „Er þetta leiðin til þess að fá 19% í skoðanakönnum? Að sinna bara ekki þingstörfunum? Ef svo er þá þarf ég alvarlega að fara að íhuga hvernig ég sinni þessu starfi --- eða ekki,“ segir Björn Leví. Í nýjast þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær mælist Miðflokkur Sigmundar Davíðs með 19 prósenta fylgi og er næststærsti flokkur landsins. Félli ef hann væri í menntaskóla Björn Leví er ekki sá fyrsti til þess að gagnrýna takmarkaða viðveru Sigmundar Davíðs í þinginu. Í grein Lilju Hrundar Lúðvíksdóttur, starfsmanns þingflokks Sjálfstæðiflokksins, á dögunum kom fram að fjarvistarhlutfall Sigmundar Davíðs við atkvæðagreiðslur hefði verið 62 prósent á síðasta þingvetri. Nokkuð ljóst er að enginn kæmist upp með slíka mætingu í menntaskóla. Þá benti Lilja Hrund einnig á að á síðustu sex þingvetrum hafi Sigmundur Davíð aðeins lagt fram frumvarp fimm sinnum, öll um sömu tvö málin.
Miðflokkurinn Alþingi Píratar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“