Þrír ungir Svíar handteknir vegna sprenginganna í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2024 14:11 Lögreglubílar við ísraelska sendiráðið í Hellerup í Kaupmannahöfn í morgun. Vísir/EPA Lögreglan í Kaupmannahöfn segist hafa handtekið þrjú sænsk ungmenni vegna sprenginga við ísraelska sendiráðið í borginni í nótt. Talið er að tvær handsprengjur hafi verið sprengdar um hundrað metrum frá sendiráðinu. Sprengingarnar vöktu nágranna sendiráðsins í Hellerup af værum blundi á fjórða tímanum í nótt að staðartíma. Lögreglan segir að þær hafi valdið tjóni á nærliggjandi byggingum en engan sakaði. Tilefnið liggur ekki fyrir og lögregla segir ekki hægt að fullyrða að svo stöddu hvort sendiráðið hafi verið skotmarkið. Ungmennin þrjú sem voru handtekin í dag eru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára, að sögn sænska ríkissjónvarpsins. Þau eru grunuð um ólöglegan vopnaburð. Eitt þeirra var handtekið á vettvangi en hin tvö á lestarstöð í miðborg Kaupmannahafnar. Þau eiga að koma fyrir dómara á morgun. Nokkur önnur sendiráð eru í hverfinu þar sem sprengingarnar urðu, þar á meðal sendiráð Rúmeníu, Taílands, Írans og Tyrklands. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að sprengingarnar tengist því að skotið var að ísraelska sendiráðinu í Stokkhólmi í gærkvöldi. Ísraels stjórnvöld hafa um magra mánaða skeið legið undir harðri gagnrýni fyrir framferði sitt á Gasaströndinni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur stigmagnast enn frekar á síðustu dögum með árásum Ísraela á Hezbollah-samtökin í Líbanon. Íranar skutu flugskeytum á Ísrael í gærkvöldi og hafa ísraelsk stjórnvöld hótað hefndum fyrir þær árásir. Hezbollah nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Svíþjóð Danmörk Ísrael Erlend sakamál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Sprengingarnar vöktu nágranna sendiráðsins í Hellerup af værum blundi á fjórða tímanum í nótt að staðartíma. Lögreglan segir að þær hafi valdið tjóni á nærliggjandi byggingum en engan sakaði. Tilefnið liggur ekki fyrir og lögregla segir ekki hægt að fullyrða að svo stöddu hvort sendiráðið hafi verið skotmarkið. Ungmennin þrjú sem voru handtekin í dag eru á aldrinum fimmtán til tuttugu ára, að sögn sænska ríkissjónvarpsins. Þau eru grunuð um ólöglegan vopnaburð. Eitt þeirra var handtekið á vettvangi en hin tvö á lestarstöð í miðborg Kaupmannahafnar. Þau eiga að koma fyrir dómara á morgun. Nokkur önnur sendiráð eru í hverfinu þar sem sprengingarnar urðu, þar á meðal sendiráð Rúmeníu, Taílands, Írans og Tyrklands. Á meðal þess sem er til rannsóknar er hvort að sprengingarnar tengist því að skotið var að ísraelska sendiráðinu í Stokkhólmi í gærkvöldi. Ísraels stjórnvöld hafa um magra mánaða skeið legið undir harðri gagnrýni fyrir framferði sitt á Gasaströndinni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur stigmagnast enn frekar á síðustu dögum með árásum Ísraela á Hezbollah-samtökin í Líbanon. Íranar skutu flugskeytum á Ísrael í gærkvöldi og hafa ísraelsk stjórnvöld hótað hefndum fyrir þær árásir. Hezbollah nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran.
Svíþjóð Danmörk Ísrael Erlend sakamál Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira