Upplýsingaóreiða í boði orkugeirans og Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 4. október 2024 07:02 Upplýsingaóreiða tengd umræðum um orkumál á Íslandi versnar nú með hverjum degi. Orkuspár, orkuskortur, raforkuöryggi – öllu þessu hefur verið blandað saman af orkugeiranum í stórri hrærivél svo almenningur veit vart hvaðan á sig stendur veðrið. Hagsmunaaðilar í orkuiðnaðinum, svo sem Samorka, EFLA og Landsnet, leggja fram eigin útþandar orkuspár sem fjölmiðlar grípa nánast gagnrýnislaust á lofti og orkufyrirtæki nýta sér til að þrýsta á virkjunarframkvæmdir. Þessar orkuspár eiga að sýna fram á nauðsyn þess að meira en tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands, sem framleiðir nú þegar langmest allra þjóða af raforku miðað við íbúafjölda. Á sama tíma er opinber raforkuspá sjálfrar Orkustofnunar margfalt varfærnari en orkugeirinn hunsar hana algjörlega. Orkuskortur eða skortur á orku? Um daginn sagði forstjóri Landsvirkjunar óvænt í fréttum engan orkuskort vera í kortunum og það væri raunar alrangt að tala um orkuskort yfir höfuð. „Það er skortur á orku en ekki orkuskortur“ skrifar Hörður Arnarson í grein á Vísi í vikunni og kyndir þar undir upplýsingaóreiðu í orkuumræðunni sem fyrirtækið hefur tekið þátt í um margra ára skeið. Þessi fullyrðing forstjóra Landsvirkjunar hefur eflaust komið almenningi töluvert á óvart enda þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna margar fréttir og greinar frá síðustu misserum þar sem forsvarsfólk Landsvirkjunar talar um viðvarandi orkuskort. Í viðtali við Heimildina fyrir ári sagði Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar: „Á síðasta ári var orkuskortur farinn að bíta svo hressilega að við gátum ekki selt meiri forgangsorku“ um ástæðu þess að ekki væri hægt að selja orku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum. Veiturnar hafa þurft að grípa til olíukyndingar yfir veturinn en það vandamál var raunar leyst með einu pennastriki núna í byrjun september þegar Landsvirkjun samdi um sölu á forgangsorku til Orkubús Vestfjarða. Var þá kannski enginn orkuskortur þar eftir allt saman? Í aðsendri grein til Viðskiptablaðsins í fyrra skrifaði Hörður sjálfur: „Þar komum við að hindrun sem mun enn auka á orkuskortinn á næstu árum.“ Hvort er hann þarna að tala um orkuskort eða skort á orku, eða kannski eitthvað allt annað? Hugtakaþæfingurinn í orkuskorts-umræðunni er algjör. Raforkuöryggi Virkjanageirinn og stjórnmálamenn hafa síðustu misseri ítrekað að virkjanauppbygging sé aðkallandi vegna orkuöryggis almennings. Þrátt fyrir það hefur obbinn af raforkuframleiðsluaukningu á Íslandi síðustu sjö árin farið til stórnotenda, einkum stóriðju og gagnavera sem hafa þanist út. Forstjóri Landsvirkjunar viðurkenndi síðasta sumar að um 120 MW fari í bitcoingröft, þrátt fyrir að Landsvirkjun segist ekki styðja við rafmyntagröft og hafi allt frá 2021 sagst ýmist ætla að draga úr raforkusölu til rafmyntagraftar eða jafnvel hætta alfarið. Gagnaver halda þó áfram að skjóta upp kollinum og stækka en enginn veit eða vill ræða hvað þar fer fram. Núna hefur Landsvirkjun meira að segja gengið svo langt að lofa óvirkjaðri raforku frá Hvammsvirkjun og Búrfellslundi í landeldi og gagnaver, og kvartar undan því að geta ekki komið á móts við álver og aðra stóriðju í landinu sem vill meiri orku. Er raforkusala til þessara aðila skyndilega orðinn hluti af raforkuöryggi almennings? Með ofangreint í huga spyr maður: Er nema von að almenningur í landinu sé orðinn ringlaður og langþreyttur á þeirri hringavitleysu sem raforkuumræðan er? Landsvirkjun og rafeldsneytið Í kvöldfréttum sjónvarps 29. september síðastliðinn sagði svo Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: „Rafeldsneyti verður framleitt þar sem raforkan verður mjög ódýr, og jafnvel ódýrari en við getum framleitt hér á Íslandi. [...] Virðiskeðjan, hver á að kaupa þetta er mjög óviss, og mörgum spurningum er ósvarað.“ Þessi frétt hefur eflaust vakið undrun margra því hér kveður við nýjan tón hjá Landsvirkjun. Á síðustu þremur árum hefur fyrirtækið nefnilega komið að hið minnsta fjórum þróunarverkefnum á sviði rafeldsneytisframleiðslu og vetnisvæðingar, sumum mjög stórhuga þar sem gert er ráð fyrir framleiðslu og útflutningi eldsneytis í gríðarlegu magni. Fyrst ber að nefna samstarf um að skoða framleiðslu á rafeldsneyti á Grundartanga, sem var undirritað í júní 2021. Um það segir á síðu Landsvirkjunar: „Metanól hentar bæði í iðnað og til að knýja fjölbreytt samgöngutæki, en stóran hluta þeirrar losunar sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka má rekja til samgangna. Nágrannalönd Íslands hafa einnig metnaðarfull markmið um að skipta út jarðefnaeldsneyti, sem gæti skapað tækifæri á útflutningi íslensks rafeldsneytis.“ Í sama mánuði lauk forskoðun á því að hefja vetnisframleiðslu fyrir Rotterdamhöfn fyrir árið 2030 upp á 2–4 TWst/ári (200 til 500 MW), sem er á við 10–20% af núverandi raforkuframleiðslu Íslands. Um það verkefni sagði Hörður Arnarson: „Við höfum trú á samstarfi okkar við Rotterdamhöfn og hlökkum til að finna bestu leiðina til þess að koma okkar hreinu orku á erlenda markaði.“ Allar þrjár fyrirhugaðar virkjanir Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár myndu ekki einu sinni duga fyrir helmingnum af lægri mörkum þess verkefnis. Væri rándýr orkuöflun samhliða eyðileggingu íslenskrar náttúru fyrir vetnisframleiðslu handa Hollendingum í þágu íslensks almennings? Í október 2021 skrifaði Landsvirkjun undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði til að meta hvernig haga mætti framleiðslu á grænu rafeldsneyti til orkuskipta. Í apríl 2023 skrifuðu svo Landsvirkjun og alþjóðlega stórfyrirtækið Linde undir samstarfssamning um þróun grænna vetnis- og rafeldsneytisverkefna. „Við fögnum þessum samstarfssamningi við Linde sem gerir okkur vel í stakk búin að þróa áfram verkefni sem miða að framleiðslu rafeldsneytis fyrir samgöngur og aðra notendur nýrrar orkuskiptatækni fyrir árið 2025“ sagði í tilkynningu Landsvirkjunar um það verkefni. Orkuskiptin Orkuskipti eru afar brýn því heimurinn verður að hætta að nota jarðefnaeldsneyti til að draga sem allramest og fyrst úr áhrifum yfirstandandi loftslagsbreytinga. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að minnka kolefnisspor Íslendinga, en fyrst og fremst þarf að draga úr umsvifum og láta af ágangi á náttúruna. Virkjanaæði er andstæða þess og orkuskiptin hafa í allmörg ár verið notuð sem skálkaskjól orkugeirans til að fara hamförum í virkjanaáætlunum sínum. Þá munum við í þágu orkufreks iðnaðar fórna íslenskri náttúru sem er einstök í heiminum og afar dýrmæt, ekki einungis fyrir íbúa landsins heldur allan umheiminn. Núna segir forstjóri Landsvirkjunar það óraunhæft að framleiða rafeldsneyti hér á landi nægilega ódýrt til að það borgi sig. Þessu hafa fjölmargir áður haldið fram og það er bæði léttir og jákvætt að heyra þetta koma frá Landsvirkjun. En eru þróunar- og framleiðsluverkefni fyrirtækisins þá úrelt, eða bara til gamans gerð? Þarf kannski hægri höndin á Landsvirkjun að segja þeirri vinstri hvað hún er að gera? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Sjá meira
Upplýsingaóreiða tengd umræðum um orkumál á Íslandi versnar nú með hverjum degi. Orkuspár, orkuskortur, raforkuöryggi – öllu þessu hefur verið blandað saman af orkugeiranum í stórri hrærivél svo almenningur veit vart hvaðan á sig stendur veðrið. Hagsmunaaðilar í orkuiðnaðinum, svo sem Samorka, EFLA og Landsnet, leggja fram eigin útþandar orkuspár sem fjölmiðlar grípa nánast gagnrýnislaust á lofti og orkufyrirtæki nýta sér til að þrýsta á virkjunarframkvæmdir. Þessar orkuspár eiga að sýna fram á nauðsyn þess að meira en tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands, sem framleiðir nú þegar langmest allra þjóða af raforku miðað við íbúafjölda. Á sama tíma er opinber raforkuspá sjálfrar Orkustofnunar margfalt varfærnari en orkugeirinn hunsar hana algjörlega. Orkuskortur eða skortur á orku? Um daginn sagði forstjóri Landsvirkjunar óvænt í fréttum engan orkuskort vera í kortunum og það væri raunar alrangt að tala um orkuskort yfir höfuð. „Það er skortur á orku en ekki orkuskortur“ skrifar Hörður Arnarson í grein á Vísi í vikunni og kyndir þar undir upplýsingaóreiðu í orkuumræðunni sem fyrirtækið hefur tekið þátt í um margra ára skeið. Þessi fullyrðing forstjóra Landsvirkjunar hefur eflaust komið almenningi töluvert á óvart enda þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna margar fréttir og greinar frá síðustu misserum þar sem forsvarsfólk Landsvirkjunar talar um viðvarandi orkuskort. Í viðtali við Heimildina fyrir ári sagði Ragnhildur Sverrisdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar: „Á síðasta ári var orkuskortur farinn að bíta svo hressilega að við gátum ekki selt meiri forgangsorku“ um ástæðu þess að ekki væri hægt að selja orku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum. Veiturnar hafa þurft að grípa til olíukyndingar yfir veturinn en það vandamál var raunar leyst með einu pennastriki núna í byrjun september þegar Landsvirkjun samdi um sölu á forgangsorku til Orkubús Vestfjarða. Var þá kannski enginn orkuskortur þar eftir allt saman? Í aðsendri grein til Viðskiptablaðsins í fyrra skrifaði Hörður sjálfur: „Þar komum við að hindrun sem mun enn auka á orkuskortinn á næstu árum.“ Hvort er hann þarna að tala um orkuskort eða skort á orku, eða kannski eitthvað allt annað? Hugtakaþæfingurinn í orkuskorts-umræðunni er algjör. Raforkuöryggi Virkjanageirinn og stjórnmálamenn hafa síðustu misseri ítrekað að virkjanauppbygging sé aðkallandi vegna orkuöryggis almennings. Þrátt fyrir það hefur obbinn af raforkuframleiðsluaukningu á Íslandi síðustu sjö árin farið til stórnotenda, einkum stóriðju og gagnavera sem hafa þanist út. Forstjóri Landsvirkjunar viðurkenndi síðasta sumar að um 120 MW fari í bitcoingröft, þrátt fyrir að Landsvirkjun segist ekki styðja við rafmyntagröft og hafi allt frá 2021 sagst ýmist ætla að draga úr raforkusölu til rafmyntagraftar eða jafnvel hætta alfarið. Gagnaver halda þó áfram að skjóta upp kollinum og stækka en enginn veit eða vill ræða hvað þar fer fram. Núna hefur Landsvirkjun meira að segja gengið svo langt að lofa óvirkjaðri raforku frá Hvammsvirkjun og Búrfellslundi í landeldi og gagnaver, og kvartar undan því að geta ekki komið á móts við álver og aðra stóriðju í landinu sem vill meiri orku. Er raforkusala til þessara aðila skyndilega orðinn hluti af raforkuöryggi almennings? Með ofangreint í huga spyr maður: Er nema von að almenningur í landinu sé orðinn ringlaður og langþreyttur á þeirri hringavitleysu sem raforkuumræðan er? Landsvirkjun og rafeldsneytið Í kvöldfréttum sjónvarps 29. september síðastliðinn sagði svo Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: „Rafeldsneyti verður framleitt þar sem raforkan verður mjög ódýr, og jafnvel ódýrari en við getum framleitt hér á Íslandi. [...] Virðiskeðjan, hver á að kaupa þetta er mjög óviss, og mörgum spurningum er ósvarað.“ Þessi frétt hefur eflaust vakið undrun margra því hér kveður við nýjan tón hjá Landsvirkjun. Á síðustu þremur árum hefur fyrirtækið nefnilega komið að hið minnsta fjórum þróunarverkefnum á sviði rafeldsneytisframleiðslu og vetnisvæðingar, sumum mjög stórhuga þar sem gert er ráð fyrir framleiðslu og útflutningi eldsneytis í gríðarlegu magni. Fyrst ber að nefna samstarf um að skoða framleiðslu á rafeldsneyti á Grundartanga, sem var undirritað í júní 2021. Um það segir á síðu Landsvirkjunar: „Metanól hentar bæði í iðnað og til að knýja fjölbreytt samgöngutæki, en stóran hluta þeirrar losunar sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka má rekja til samgangna. Nágrannalönd Íslands hafa einnig metnaðarfull markmið um að skipta út jarðefnaeldsneyti, sem gæti skapað tækifæri á útflutningi íslensks rafeldsneytis.“ Í sama mánuði lauk forskoðun á því að hefja vetnisframleiðslu fyrir Rotterdamhöfn fyrir árið 2030 upp á 2–4 TWst/ári (200 til 500 MW), sem er á við 10–20% af núverandi raforkuframleiðslu Íslands. Um það verkefni sagði Hörður Arnarson: „Við höfum trú á samstarfi okkar við Rotterdamhöfn og hlökkum til að finna bestu leiðina til þess að koma okkar hreinu orku á erlenda markaði.“ Allar þrjár fyrirhugaðar virkjanir Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár myndu ekki einu sinni duga fyrir helmingnum af lægri mörkum þess verkefnis. Væri rándýr orkuöflun samhliða eyðileggingu íslenskrar náttúru fyrir vetnisframleiðslu handa Hollendingum í þágu íslensks almennings? Í október 2021 skrifaði Landsvirkjun undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði til að meta hvernig haga mætti framleiðslu á grænu rafeldsneyti til orkuskipta. Í apríl 2023 skrifuðu svo Landsvirkjun og alþjóðlega stórfyrirtækið Linde undir samstarfssamning um þróun grænna vetnis- og rafeldsneytisverkefna. „Við fögnum þessum samstarfssamningi við Linde sem gerir okkur vel í stakk búin að þróa áfram verkefni sem miða að framleiðslu rafeldsneytis fyrir samgöngur og aðra notendur nýrrar orkuskiptatækni fyrir árið 2025“ sagði í tilkynningu Landsvirkjunar um það verkefni. Orkuskiptin Orkuskipti eru afar brýn því heimurinn verður að hætta að nota jarðefnaeldsneyti til að draga sem allramest og fyrst úr áhrifum yfirstandandi loftslagsbreytinga. Það eru ýmsar leiðir færar til þess að minnka kolefnisspor Íslendinga, en fyrst og fremst þarf að draga úr umsvifum og láta af ágangi á náttúruna. Virkjanaæði er andstæða þess og orkuskiptin hafa í allmörg ár verið notuð sem skálkaskjól orkugeirans til að fara hamförum í virkjanaáætlunum sínum. Þá munum við í þágu orkufreks iðnaðar fórna íslenskri náttúru sem er einstök í heiminum og afar dýrmæt, ekki einungis fyrir íbúa landsins heldur allan umheiminn. Núna segir forstjóri Landsvirkjunar það óraunhæft að framleiða rafeldsneyti hér á landi nægilega ódýrt til að það borgi sig. Þessu hafa fjölmargir áður haldið fram og það er bæði léttir og jákvætt að heyra þetta koma frá Landsvirkjun. En eru þróunar- og framleiðsluverkefni fyrirtækisins þá úrelt, eða bara til gamans gerð? Þarf kannski hægri höndin á Landsvirkjun að segja þeirri vinstri hvað hún er að gera? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun